Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í þjóðfélagsumræðu hérlendis er mönnun heldur tamt að gagnrýna það sem miður fer en horfa síður til þess sem vel hefur tekist og hróss er vert. Meðal helstu jákvæðra samfélagsbreytinga hér á síðustu árum er afstaða löggjafans og almennings til sam- kynhneigðra. Barátta þeirra – og fjölda- margra annarra – hefur skilað Íslandi í fremstu röð þjóða hvað almenn mannrétt- indi varðar. Mikil þróun hefur orðið á síðastliðnum árum á réttarstöðu sam- kynhneigðra í þjóðfélaginu, hvort sem er á sviði löggjafar eða í samfélagslegu ljósi. Þá hefur mikil breyting orðið á viðhorfum almennings og dregið hefur úr fordómum. Þessari þróun ber að fagna og það er markmið Hinsegin daga, sem staðið hafa frá þriðjudegi og ná hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag, að gleðjast yfir þeim áföngum sem náðst hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna sýnileika þeirra. Hinsegin dagar hafa vaxið hratt og undanfarin ár hafa samkyn- hneigðir, fjölskyldur þeirra og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborg Reykjavíkur og endað með útitónleikum. Slík hefur þróunin verið að nú eru Hinsegin dagar ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með um eða yfir sjötíu þúsund þátttak- endum ár hvert. Hátíðin hefur því breyst úr eins dags hátíð, eins og hún var þegar um 1500 manns komu saman á Ingólfstorgi árið 1999, í það að vera sex daga samfelld menn- ingarhátíð. Þótt meginmarkmið göngunnar sé gleði yfir þeim sigrum sem náðst hafa er markmið Hinsegin daga líka að stuðla að umfjöllun um menningu og sögu hinsegin fólks og minna á þau réttindi sem enn hafa ekki náðst í baráttu þess, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Straumhvörf urðu í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar Alþingi ályktaði í annað sinn, í maí 1992, um málefni sam- kynhneigðra. Þingsályktunartillagan var samhljóða tillögu frá 1985 og var hún flutt af fulltrúum allra stjórnmálaflokka en með henni lýsti Alþingi yfir vilja sínum til þess að tryggja að misrétti gagnvart samkyn- hneigðum ætti sér ekki stað. Margir áfang- ar hafa náðst síðan og má fullyrða að eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkyn- hneigðra hafi verið stigið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla. Með þeim breytingum féllu lög um staðfesta samvist úr gildi en í lögunum segir að þau gildi um hjúskap „tveggja einstaklinga“ en ekki „karls og konu“ eins og áður. Lögin gilda því um hjúskap allra, burtséð frá kyni eða kyn- hneigð. Fyrir tveimur árum voru síðan sam- þykkt lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáráttunarvanda en lögin eru þau fyrstu hér á landi sem varða réttarstöðu transfólks og kveða einkum á um úrbætur sem lúta að stjórnsýslu og málsmeðferð, tilhögun kyn- leiðréttingar og nafnabreytingar í þjóðskrá. Þrátt fyrir miklar úrbætur og breytt við- horf eimir enn eftir af fordómum í garð hinsegin fólks. Því vekja Samtökin 78 athygli á, nú í tengslum við Hinsegin daga og gleðigönguna „hatri sem enn viðgengst í garð hinsegin fólks, einkum og sér í lagi á netinu.“ Samtökin segja að undanfarið hafi borið á röddum fólks sem telji réttindabar- áttu hinsegin fólks formlega lokið og að lítil þörf sé á samtökum eða réttindabaráttu til handa hinsegin fólki „af því að við höfum það svo gott á góða Íslandi.“ Samtökin 78 telja sannarlega ekki nóg komið og vilja draga fram í dagsljósið „þær athugasemdir sem beinast gegn hinsegin fólki, ekki síst í athugasemdakerfi fréttamiðla.“ Gegn hvers konar fordómum og illmælgi skal berjast – en ekki síst fagna með þátt- töku í gleðigöngunni á laugardag þeim sigr- um sem hafa unnist og áföngum sem náðst hafa í jöfnun réttinda allra, hvort heldur er hérlendis eða erlendis enda eru réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans- fólks mjög mismunandi eftir löndum – og sums staðar afar takmörkuð. Jákvæðum samfélagsbreytingum fagnað Réttur allra skal vera sá sami Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORÍUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Glútenlaust, góðan daginn! - Samkvæmt 840.000 notendum GoodReads! www.bjortutgafa.is Framhald Divergent- kvikmyndarinnar! Önnur bókin í hinum geysivinsæla Divergent-bókaflokki er nú komin út í kilju. Fæst hjá öllum betri bóksölum! 14 viðhorf Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.