Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 48
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 30.07.14 - 05.08.14
1 2
5 6
7 8
109
43
Iceland Small World - lítil
Sigurgeir Sigurjónsson
Iceland Small World - stór
Sigurgeir Sigurjónsson
Niceland
Kristján Ingi Einarsson
Vegahandbókin 2014
Steindór Steindórsson
Amma biður að heilsa
Fredrik Backman
Bragð af ást
Dorothy Koomson
Frosinn - Þrautir
Walt Disney
Frosinn - Anna og Elsa
eignast vin
Walt Disney
I was here
Kristján Ingi Einarsson
Piparkökuhúsið
Carin Gerhardsen
LeikList LandsLiðið á Línu sýnt í síðasta sinn um heLgina
Arnar Dan Kristjánsson skrifaði einleik í leiklistarnáminu sem hann hefur sýnt í Tjarnarbíói að undanförnu. Í haust flytur
Arnar Dan til Mílanó þar sem kærastan hans er að fara í nám. Ljósmynd/Hari
Sjómannslíf
án dýrðarljómans
É g vann alveg gríðarlega mikið í leikhúsinu í vetur og fór að hugsa um af hverju ég fór í leik-
list. Mig hefur alltaf langað til þess
að segja sögu og grunnspurningin er
alltaf: Af hverju? Það eru tvær leiðir
fyrir þá sem útskrifast sem leikarar,
annars vegar að ráða sig hjá stóru
leikhúsunum eða fara sína eigin leið
og gera eitthvað sjálfur. Eftir fyrsta
árið fann ég að mig langaði svakalega
að gera eitthvað algerlega sjálfur. Ég
lærði jafnmikið af þessu ári í Borgar-
leikhúsinu eins og ég lærði öll árin
í skólanum, að mér fannst, svo mér
fannst ég vera tilbúinn að setja þennan
einleik á svið. Þegar maður útskrifast
þá hefur maður oft fyrirfram gefnar
hugmyndir um bransann, en kemst
svo að því að maður er alltaf að læra,“
segir Arnar Dan.
Sjómennska ekki dans á rósum
Einleikurinn sem Arnar setti upp
heitir Landsliðið á línu og fjallar um
sjómannslíf á línubáti.
„Þetta er saga ungs manns sem
ræður sig á bát og lendir í ýmsum
hremmingum, hann kemst að því að
sjómannslífið er ekki í þeim dýrðar-
ljóma sem sungið er um í sjómanna-
lögum. Konur og peningar,“ segir
Arnar, sem hefur sjálfur farið á sjó.
„Ég fór á sjó í þrjú sumur með
menntaskóla til þess að afla tekna,
en þetta er alls ekki sagan mín. Ég er
samt að segja sögu af innsýn, það er
ekki hægt að skrifa um þetta án þess
að hafa prófað það, það væri mjög
hrokafullt.“
„Þessu hefur verið tekið mjög vel og
ég bauð sjómönnum 2 fyrir 1 tilboð á
miðum, en það hefur bara einn látið sjá
sig. Enda eru þeir allir á sjó í sumar.
Sjómaðurinn sem kom á sýninguna
var mjög uppnuminn og tengdi gríðar-
lega við það sem ég var að segja og er
það eiginlega mesta viðurkenningin
sem ég hef fengið.“
Flytur til Mílanó
Síðustu sýningar einleiksins eru fyrir-
hugaðar um helgina, á föstudags- og
sunnudagskvöld en þó er ekki útilokað
að þeim muni fjölga.
„Ég mun kannski vera með fleiri
sýningar í ágúst vegna þess að þessu
hefur verið mjög vel tekið.“
Sýningarnar verða þó ekki margar
þar sem Arnar er að flytja til Mílanó í
haust.
„Kærastan mín er að fara í nám í
klassískum söng og ég ætla að kom-
ast að í starfsnám hjá leikstjórum í
Mílanó. Einnig hef ég mikinn áhuga á
því að vinna á heimssýningunni sem
er í Mílanó á næsta ári og kynna mér
land og þjóð. Er aðeins byrjaður að
pæla í tungumálinu og er bara nokkuð
spenntur fyrir þessu öllu saman.“
Allar upplýsingar um Landsliðið á
línu og miðasala er á heimasíðu Tjarn-
arbíós www.tjarnarbio.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Arnar Dan Kristjáns-
son er ungur leikari
á uppleið. Hann
útskrifaðist vorið
2013 sem leikari frá
Listaháskólanum
og eftir útskrift réð
hann sig hjá Borgar-
leikhúsinu þar sem
hann starfaði síðasta
leikár. Í sumar ákvað
hann að taka málin
í sínar eigin hendur
og setti upp einleik
sem hann skrifaði og
hefur sýnt í Tjarnar-
bíói að undan-
förnu. Aðeins einn
sjómaður hefur nýtt
sér 2 fyrir 1 tilboð á
miðum á leikritinu.
Þóra Einars-
dóttir syngur
Kamelíufrúna
Víólettu
og Garðar
Thór Cortes
í hlutverki
ástmanns
hennar,
Alfredo.
Ópera stÓrLið Óperusöngvara í La traviata
Þóra syngur Víolettu
Óperukórinn og Söngskólinn í
Reykjavík efna til óperutónleika í
Hörpu 6. og 7. september næst-
komandi en þá verður La trav-
iata eftir Giuseppe Verdi flutt
í konsertformi. Flytjendur eru
Óperukórinn í Reykjavík ásamt
einsöngvurum og sinfóníuhljóm-
sveit undir stjórn Garðars Cortes. Í
aðalhlutverkum eru Þóra Einars-
dóttir sem Kamelíufrúin Víoletta,
Garðar Thór Cortes er ástmaður
hennar, Alfredo, Bergþór Pálsson
er Giorgio Germont, faðir Alfredo,
og Viðar Gunnarson er Grenville,
læknir Violettu.
La traviata er ein af þremur
vinsælustu óperum sögunnar og
byggir á sögunni um Kamelíufr-
úna eftir Alexander Dumas yngri.
Kamelíufrúin Marie Duplessis,
sem heitir Víoletta í óperunni La
traviata, hafði verið ástkona Du-
mas. Verdi sá Kamelíufrúna leikna
í París vorið 1852 og fáeinum
mánuðum síðar hafði Verdi samið
óperuna La traviata og var hún
frumsýnd í Feneyjum 1853.
„La traviata er afar heillandi
verk og við erum mjög stolt að
setja það upp með sannkölluðu
stórliði óperusöngvara í Hörpu.
Það er spennandi að setja La
traviata upp í konsertformi og það
er mikil tilhlökkun hjá tónlistar-
fólkinu. Tilefnið er ekki síst 40 ára
afmælisgleðskapur Söngskólans
í Reykjavík og Óperukórsins,“
segir Garðar Cortes, stjórnandi
sýningarinnar. –jh
48 menning Helgin 8.-10. ágúst 2014