Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 50
Óðinn Jónsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir stýra nýjum morgunþætti á samtengdum útvarpsrásum RÚV, Morgunútgáfunni. Auk þeirra leggja stjórnendur Landans og Bogi Ágústsson sitt af mörkum. Ætlum að slá nýja tóna, segir Óðinn. É g held að ég leyfi mér að segja að þetta sé metn-aðarfyllsta atlaga okkar að morgnunum í langan tíma,“ segir Óðinn Jónsson, fyrrum frétta- stjóri RÚV, sem stýra mun nýjum morgunþætti á samtengdum rásum 1 og 2 í vetur. Þátturinn kallast Morgunút- gáfan og við hlið Óðins verða þær Hrafnhildur Halldórsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir. Auk þeirra leggur fjöldi annarra dag- skrárgerðarmanna hönd á plóg, til að mynda Bogi Ágústsson, ritstjórn Landans og starfsfólk RÚV á lands- byggðinni. „Við hugsum okkur að Morgun- útgáfan sé vettvangur til að koma landsmönnum í samband við dag- inn, að koma á framfæri því helsta í heiminum og hér heima,“ segir Óðinn. Hann segir að þar sem þátt- urinn verði bæði sendur út á Rás 1 og Rás 2 þurfi að þjóna breiðum hópi hlustenda. Því er lagt upp með að sem flest dagskrárgerðarfólk stofnunarinnar vinni efni fyrir þátt- inn. „Það er engin tilviljum að við gefum þættinum þetta tiltölulega hlutlausa nafn; þetta á að vera vett- vangur fyrir okkur á RÚV í heild að sýna hvað við getum og hvað við höfum fram að færa. Það er öfl- ugur mannskapur hérna og ég vona að þessi þáttur muni endurspegla kraftinn í starfsfólkinu.“ Morgunútgáfan verður tveggja og hálfs tíma þáttur, frá klukkan 6.30 til 9 á morgnana á virkum dögum. Óðinn segir að þetta verði nútímaþáttur í klassísku útvarpi. „Við byggjum á löngum og góðum hefðum en ætlum líka að slá nýja tóna. Enda þurfum við að ná til nýrra kynslóða sem hefur vefinn sem sinn fyrsta miðil. Þetta verður því gamla góða útvarpið en svo munum við auðvitað miðla efninu eftir þeim leiðum sem komnar eru, samskiptasíðum, sérstakri vefsíðu, hlaðvarpi og öllu slíku.“ Nýi þátturinn fer í loftið fimmtu- daginn 28. ágúst og er Óðinn kom- inn á fullt við undirbúning hans eftir „ítarlegt frí“ sem hann tók sér þegar hann lét af starfi fréttastjóra í vor. Hann kveðst vera tilbúinn í slaginn. „Já, við erum með metnaðarfull áform enda erum við að keppa við öflugan þátt á Bylgjunni sem er vinsæll og við berum fulla virðingu fyrir. En við ætlum að gera hlutina öðruvísi og vonum að það falli í góðan jarðveg.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Gamli fréttastjórinn tekur morgunvaktina Óðinn Jónsson stýrir Morgunútgáfunni á samtengdum rásum útvarps í vetur. Honum til halds og trausts verða Hrafnhildur Hall- dórsdóttir, sem er „reynslumikil útvarpskona“, og Guðrún Sóley Gestsdóttir sem er „gríðarlega efnilegur nýliði sem þó hefur sannað sig í útvarpi og sjónvarpi,“ eins og Óðinn orðar það. Myndir/Ragnar Visage  Fjölmiðlar Óðinn jÓnsson stýrir morgunútgáFunni í vetur Fólk á ferðinni Þegar Óðinn og hans fólk fer í loftið í lok mánaðarins verða breytingar á högum nokkurra útvarpsmanna í Efstaleiti. Bergsteinn Sigurðsson, sem stýrt hefur Morgunútvarpinu síðan í haust, tekur við Síðdegisút- varpinu á Rás 2. Kjartan Guðmundsson, sem starfað hefur með Bergsteini, færist yfir á Rás 1 þar sem hann mun stjórna tónlistarþætti. Þá mun Guðrún Gunnars- dóttir, sem að undanförnu hefur stýrt Síðdegisútvarp- inu, aftur hverfa til starfa á Rás 1 þar sem hún og Magnús R. Einarsson stýra saman nýjum þætti. Strákarnir í Grísalappalísu verða á Pönki á Patró um helgina. Grísalappalísa á Pönki á Patró Pönk á Patró verður haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í sjötta sinn á morgun, laugardag. Að þessu sinni eru það dj. flugvél og geim- skip (Steinunn Eldflaug Harðardóttir) og hljóm- sveitin Grísalappalísa sem ætla að skemmta ungum sem öldnum. Upphitun verður á föstudagskvöld með sundlaugarpartíi í sundlaug Patreksfjarðar. Að sögn Jóhanns Ágústs Jóhannssonar skipuleggjenda er venju samkvæmt um að ræða tvískipta dagskrá. „Börn og unglingar eru í forgrunni og markmiðið er að svala rokkþörfum þeirra og gefa þeim kost á að upplifa nýja hluti, njóta tón- listar á sínum forsendum á skemmtilegum stað og kynnast í leiðinni tón- listarfólkinu,“ segir Jóhann. Dagurinn hefst með tón- listarsmiðju, svo er boðið upp á hressingu og að henni lokinni eru tónleikar með Grísalappalísu og dj. flugvél og geimskip fyrir krakkana en þeir hefjast klukkan 15. Frítt er inn á alla dag- skrá og tónleika dagsins fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri en inn á kvöld- tónleikana kostar 2500 krónur fyrir fullorðna en þeir byrja um klukkan 21. Grísalappalísa og dj. flugvél og geimskip bætast á ansi myndarlegan lista hljómsveita sem spilað hafa á Pönki á Patró en þar má finna fyrir Skálmöld, Pollapönk, Diktu, Prinspóló og Amiinu.Græjaðu skólann! Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / nyherji.is/skolatolvur Lenovo Yoga 2 13,3” Verð: 154.900 kr. Spjald- eða fartölvu? Sameinaðu kosti beggja með einni græju. 360 Lenovo G50 15,6” Verð: 54.900 kr. Stílhrein námstölva á frábæru verði. Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.990 kr. Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi. 18 klst. Allt sem námsmaðurinn þarf 50 menning Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.