Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 18
Inspiral.ly MURE Authenteq ViralTrade Boon Music H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -1 6 5 4 Startup Reykjavík verkefnið er í fullum gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug- myndir sínar með aðstoð frá Arion banka og Klak-Innovit. Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik. SPENNANDI HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA hæðir: „Bói! Bói!“ Þau tróðu sér inn í bílinn og stundum voru 20 krakkar í jeppanum! Sjónin sem sló mig mest var tæplega ársgamall strákur, berfættur með bleiu sem kom gangandi upp bratta brekku að húsinu þar sem súpan var. Hann hélt á matarílátinu sínu, alvarlegur á svip og það var greinilega lífsins mál að fá mat. Hann brosti ekki og sagði ekki orð.“ „Ég hafði líka gaman af því að heita Bói einhverjar helgar þegar Guðmundur var veikur,“ segir Villi. „Þá fór ég með súpupottana og upplifði þessi hundruð radda: „Bói,Bói!“ Fátækrabyggðir fyrir aftan hóla Þeir segja það hafa verið ótrúlega upplifun að uppgötva að fátækra- þorpin eru alltaf staðsett handan við hæð svo hvíta fólkið þurfti ekki að sjá þau. „Þegar aðskilnaðarstefnan var sett á var litaða fólkið rekið úr hús- um sínum og búin til ný byggð fyrir það. Margt hvítt fólk hafði aldrei komið í fátækraþorp þótt það væri í göngufæri við þau. Bresk vinahjón okkar sem búa í Greyton komu oft til okkar og einu sinni fórum við með þau í fátæka þorpið og konunni féllust hendur. Hún hafði búið í S- Afríku í fimmtán ár og hafði ekki hugmynd um aðstæður margra. Svona var sumt fólk algjörlega ómeðvitað um ástandið áratugum saman. Við erum þó mjög þakklátir öllum þeim Íslendingum sem komu á hótelið með fatnað fyrir börnin og aðra hluti sem komu sér vel.“ Tvö hjartaáföll... Það var ekki nóg með að þeir þyrftu að bogra við vinnu fyrir hótelið alla daga ársins, heldur settu alvarleg veikindi stórt strik í reikninginn. Guðmundur fékk hjartaáfall. „Ég man vel hvað eða réttara sagt hver leysti úr læðingi fyrsta hjartaáfallið,“ segir Guðmundur kíminn á svip. „Það var stúlka sem vann í þvottahúsinu hjá okkur. Ég hafði haldið verndarhendi yfir henni því satt að segja var ég pínu skotinn í henni! Við höfðum ekki getað þvegið fötin af okkur í þvottavél í hálfan mánuð, því vél- arnar voru í stöðugri notkun. Einn morguninn sá ég að þurrkarinn var í gangi, leit inn í hann og sá að þetta voru fötin hennar. Það fauk svo illa í mig að ég fékk hjartaáfall! Um nóttina var ég með mikinn verk í handlegg og daginn eftir fórum við til læknisins í þorpinu sem tók hjartalínurit og sagði Villa að keyra mig strax á sjúkrahús því ekki mætti tæpara standa. Sjúkrahúsið í Somerset West er í klukkustundar fjarlægð frá Greyton og ég var kom- inn í hjartaþræðingu 12 mínútum eftir að við komum þangað. Þetta var einkaspítali, mjög flottur og allt mjög vel skipulagt. Nokkrum mán- uðum síðar fór ég aftur að finna til og það þurfti að hjartaþræða mig aftur.“ „Og ég staðgreiddi,“ segir Villi brosandi. „Nokkrar milljónir og þar fór varasjóðurinn okkar.“ ...og eitt heilablóðfall En sjúkdómum var ekki lokið. „Ég vaknaði að nóttu til og var alveg lamaður frá hálsi og niður úr,“ segir Guðmundur. „Danskur læknir sem var í þorpinu kom og áttaði sig fljótt á hvað hafði gerst. Villi fór með mig á sjúkrahúsið í Caledon, þar sem voru bara litaðir og ég! Þar var ekkert gert, ég var bara geymdur þar. Svo kom í ljós að þetta hafði verið gúlpur í heila sem hafði sprungið og ég gat gengið strax daginn eftir. Það var gott hjá Villa að skutla mér bara á fátækra- sjúkrahúsið því það var ókeypis, enda var ekkert gert, heldur bara haft eftirlit með mér.“ Hörkunám í að vera manneskja Þetta bakslag gerði það að verkum að strax árið 2007 settu þeir hótelið á sölu og vildu komast heim. Eng- inn sýndi því áhuga að kaupa. En sáu þeir aldrei eftir að hafa farið út í þetta? Framhald á næstu opnu Guðmundur fór í jólasveinabúning og skellti að sjálfsögðu á eftir sér öllum hurðum, enda Hurðaskellir mættur til Afríku. Hann las svo fyrir börnin og kynnti þau fyrir Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Við vorum með brúðkaupsveislur. Oft voru 200 gestir í þeim veislum. Markmiðið með hótelkaupunum var að reka það í tíu ár. Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Haust 2014 Nýjar vörur frá Loka dagar útsölunnar allar útsölu vörur með 50% afsl Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is Nýr og speNNaNdi matseÐill tapashúsid bordpaNtaNir í síma 512-8181 18 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.