Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 24
Það er
búið að
baða allar
fæðingar-
sögur í
dýrðar-
ljóma.
V ið erum alltaf spurð hvort fæðingin hafi gengið vel. Við höfum engan samanburð. Hún
rembdist alveg svakalega mikið og
kvaldist. Þetta voru rosa átök, en þetta
var allt saman mjög eðlilegt og gekk
allt vel, er okkur sagt. Við vitum ekki
betur, við höfum ekki gert þetta áður
og maður veit ekkert hvernig til tókst,
nema bara það að það er komið barn í
heiminn,“ segir Kalli sem greinilega
nýtur þessa nýja hlutverks. „Kannski
ætti maður að spyrja ljósmóðurina
bara „var þetta ekki bara fínt?“ – svona
eins og maður spyr áhorfendur eftir
tónleika.
Samsæriskenning Tobbu
„Það er mesta samsæri í heiminum
að segja að þegar þú færð barnið í
hendurnar þá gleymirðu öllu sem á
undan gekk. Þetta var hræðilegt,“
segir Tobba sem hefur fundið sig
knúna til þess að eyðileggja dýrðar-
upplifun föðurins. Enda þurfti hún að
sjá um vinnuna, eins og allar mæður
þegar kemur að þessu. „Ég held að
alltof fáar konur viðurkenni að þetta
hafi verið vont. Svo er spurt, „fékkstu
deyfingu?“ sem er einhver mælikvarði
um það hvort maður hafi verið töff eða
ekki. Ég álít sjálfa mig vera nagla, en
í þessum aðstæðum hugsaði ég bara
„þetta er hræðilegt.“ Þetta er sársauki
sem er ekki hægt að lýsa. Vinkona
mín ólétt og ég kvíði því að segja henni
hvernig þetta er. Ég ætla ekki að taka
þátt í þessu samsæri,“ segir Tobba og
það er greinilega aldrei langt í svartan
húmorinn.
„Reyndar þurfti að setja mig af stað
og legvatnið hafði lekið í þrjá daga
og þá þurfti ég að fara á sýklalyf svo
þetta var smá maus, en þetta gekk
allt vel. Barnið er dásamlegt og það
fennir fljótt yfir. Svo lærir maður líka
á þetta, næst mun ég bara biðja um
deyfingu og vera ekkert að sjá til og
reyna að þrauka, byrjuð að æla og
missa löngunina til þess að lifa, ég skal
fæða þrjú til fjögur börn ef ég fæ þessa
deyfingu.“
„Mér fannst þetta alveg mögnuð
upplifun. Svo kemur barnið í plast-
kassa og maður sér að allir eru með
eins. Allir búnir að ganga í gegnum
þetta eins og þetta sé ekkert mál.
Mér fannst þetta mjög mikið mál. Ég
fann fyrir ákveðnum vonbrigðum að
hafa þótt þetta erfitt. Það er búið að
Tækifærum til dagdrykkju fækkar!
Þorbjörgu Marínósdóttur og Karl Sigurðsson þarf vart að kynna. Tobba Marínós er þekktur höfundur
fjögurra bóka, pistlahöfundur, fyrrum blaðamaður og núverandi markaðsstjóri Skjás eins, og Kalli fyrr-
verandi borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari Baggalúts. Þau hafa verið áberandi í jafnt leik sem
starfi. Nú eru þau í algerlega nýjum hlutverkum. Hlutverkum sem þau vissu ekki almennilega hvernig
ætti að undirbúa sig fyrir og hlutverkum sem þau eru mjög hamingjusöm í. Þau eru foreldrar.
baða allar fæðingasögur í dýrðarljóma, mér
fannst eins og ég væri einhver aumingi. Af
hverju fannst mér þetta svona erfitt? Ég sem
er svo hörð. Kalli sat svo bara á kantinum
með djúsglas.“
„Maður verður mjög lítill og bjargarlaus
og eina sem maður getur gert er að hlýða,“
segir Kalli.
„En samt er svo mikilvægt að hafa ykkur
á staðnum,“ skýtur Tobba inn í.
Stórkostleg aðstaða og starfsfólk
„Ég átti ekki til orð þegar ég kom á fæðing-
ardeildina. Ég hef bara lesið bækur og séð
bíómyndir og bjóst ekki við miklu. Svo fær
maður tvöfalt rúm, La-Z-Boy og bað. Ristað
brauð og djús, manni leið bara eins og á
hóteli.“
„Maður verður mjög þakklátur þeim sem
standa að þessu. Góðvild og hlýhug þeirra
félagasamtaka sem styrkja fæðingardeild
Landspítalans og alls starfsfólksins sem er
þar að störfum,“ segir Kalli.
„Ég ber ótrúlega virðingu fyrir ljósmæðr-
um, af hverju vill einhver vinna við þetta.
Þær taka við konum í allskonar ástandi.
Framhald á næstu opnu
Stoltir foreldrar,
Kalli og Tobba,
með Regínu.
Ljósmyndir/Hari
24 viðtal Helgin 8.-10. ágúst 2014