Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 9
RITSTJÓRNAR6REINAR H j artaendurhæfing Meðferð og umönnun fólks með langvinna sjúkdóma verður æ umfangsmeira verkefni heil- brigðisþjónustu á Vesturlöndum. Með bættri með- ferð lifir fólk lengur með sjúkdómana og mjög mikilvægt er að hver og einn fái að njóta lífsins eins vel og kostur er. Endurhæfing fólks með lang- vinna sjúkdóma verður sífellt stærra verkefni, þar á meðal þeirra sem glíma við hjartasjúkdóma. Endurhæfing hjartasjúklinga á sér ekki langa sögu. Fram á áttunda áratug síðustu aldar voru þeir sem fengu kransæðastíflu njörvaðir ofan í rúm dögum saman og þeir sem lifðu af fylgikvilla hreyfingarleysis lifðu margir óttablöndnu lífi þess, sem ekki þorir að hreyfa sig. Síðan hefur mikið breyst og þróunin verið hröð. Fyrst í stað var nán- ast öll áhersla lögð á líkamlega þjálfun sem er enn hornsteinn hjartaendurhæfingar en smám saman varð ljóst að meira þyrfti til að bæta lífsgæðin. Punglyndi og kvíði geta fylgt í kjölfar hjartaáfalla með tíðum ferðum á bráðamóttökur og verri horf- um (1). Meðferð sálrænna fylgikvilla og sálræn aðlögun eru mikilvæg verkefni í endurhæfingu hjartasjúklinga. Félagsleg aðlögun er einnig mikil- væg, aðlögun að vinnu og að stuðla að virkni og jafnvægi í daglegu lífi. Þá er meðferð áhættuþátta órjúfanlegur þáttur hjartaendurhæfingar. Þær fjöl- mörgu skilgreiningar og klínísku leiðbeiningar urn endurhæfingu hjartasjúklinga sem til eru bæði austanhafs og vestan eiga eitt sameiginlegt.Til þess að ná árangri í hjartaendurhæfingu er heildræn sýn nauðsynleg (2-4). Rannsóknir á árangri í hjartaendurhæfingu hafa mikið beinst að sjúklingum með kransæða- sjúkdóma, fyrst og fremst þeim sem fengið hafa kransæðastíflu, farið í hjáveituaðgerð til kransæða eða víkkun. Þær rannsóknir hafa sýnt að þeir sem taka þátt í hjartaendurhæfingu hafa umtalsvert lægri dánartíðni, bæði af hjartasjúkdómnum og af öðrum orsökum (5). Einnig hafa rannsóknir sýnt fækkun nýrra hjartaáfalla, færri komur á bráða- vaktir og bætt lífsgæði (4). í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein eftir Sólrúnu Jónsdóttur sjúkraþjálfara og félaga urn árangur hjartaendurhæfingar á hjartabil- aða og er það fagnaðarefni. Með bættri nteðferð fjölgar hjartabiluðum jafnt og þétt. Endurhæfing hjartabilaðra hefur því miður ekki fengið þá athygli sem hún á skilið fyrr en á allra síðustu árum. Rannsóknir hafa verið takmarkaðar og því er kærkomið að fá nú rannsókn úr íslenskum raunveruleika. Hjá hjartabiluðum er ekki ein- ungis hjartað sjúkt, veruleg breyting verður í útvefjum, meðal annars minna blóðflæði í vöðv- um sem rýrna og samdráttargeta þeirra minnkar. Grundvallaratriði við þjálfun hjartabilaðra er að snúa þessari þróun við og auka nýtingu súrefnis í útvefjum. í rannsókn Sólrúnar og félaga jókst göngugeta og afköst á þrekhjóli sem bendir til þjálfunaráhrifa á beingrindarvöðva. Ekki var hægt að sýna fram á aukningu á hámarks súrefnisupp- töku (V02max) eins og tekist hefur að sýna fram á í mörgum fyrri rannsóknum (6). Almenn lífsgæði hjartabilaðra takmarkast oft af mæði, þreytu og skertu úthaldi. í endurhæfingu þeirra er mikilvægt að fást við andlega líðan, orkusparnað, nýta öndun sem best, gæta jafnvægis milli álags og hvfldar og fást við önnur þau atriði sem stuðla að auknum lífsgæðum. Rannsóknir hafa bent til þess að end- urhæfing sem tekur tillit til allra þessara þátta bæti lífslíkur og lífsgæði hjartabilaðra (6). Endurhæfing hjartabilaðra er verðugt og ögrandi verkefni, fram- tíðarverkefni allra þeirra sem að hjartaendurhæf- ingu vinna. Heimildir 1. Frasure-Smith N, Lesperance F,Talajic M. Depression follow- ing myocardial infarction. Impact on 6-month survival. JAMA 1993;270:1819-25. 2. American Association of Cardiovascular and Pulmonary Rehabilitation (AACVPR): Guidelines for Cardiac Re- habilitation and Secondary Prevention Programs, Fourth Edition, 2004. Human Kinetics Publishers, Inc. 3. Scottish Intercollegiate Guidelines Network (SIGN). Cardiac rehabilitation. Edinburgh: SIGN; 2002. (SIGN publication no. 57). www.sign.ac.uk 4. New Zealand Guidelines Group (NZGG): Best Practice Evidence-based Guideline, Cardiac Rehabilitation, 2002. New Zealand Guidelines Group, Wellington, New Zealand. www. nzgg.org.nz 5. Jolliffe JA. Rees K, Taylor RS, Thompson D, Oldridge N, Ebrahim S. Exercise-based rehabilitation for coronary heart disease (Abstract) (Cochrane Review). In: The Cochrane Library, Issue 3, 2004. Chichester, UK: John Wiley & Sons, Ltd. 6. Stewart KJ, Badenhop D, Brubaker PH, Keteyian SJ, King M. Cardiac rehabilitation following percutaneous revascularization, heart transplant, heart valve surgery, and for chronic heart failure. Chest 2003; 123:2104-11. Magnús R. Jónasson magnusj@reykjalundur. is Cardiac reliabilitation Magnús R. Jónasson, M.D. Physiatrist, Reykjalundur rehabilitation center, 270 Mosfellsbæ. Höfundur er endurhæfingarlæknir á Reykjalundi. Læknablaðið 2006/92 757
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.