Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 11

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / HJARTAENDURHÆFING Karl Andersen1,2 Hjartalæknir Sólrún Jónsdóttir12 SjÚKRAÞjÁLFARI Axel F. Sigurðsson1,2 Hjartalæknir Stefán B. Sigurðsson1 Lífeðlisfræðingur 1 Læknadeild HÍ. 2Landspítali. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Karl Andersen, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. andersen@landspitali. is Efni þessarar greinar hefur áður verið birt í European Journal of Heart Failure 2006; 8:97-101. Lykilorð: hjartabilun, end- urhœfing, súrefnisupptaka, heilsutengd lífsgœði. Áhrif hjartaendurhæfingar á hjartabilaða Ágrip Tilgangur: Hjartaendurhæfing hefur um langt skeið verið boðin sjúklingum eftir kransæðastíflu, kransæðahjáveituaðgerð og kransæðavíkkun. Hins vegar er minna vitað um gagnsemi endurhæfingar hjá hjartabiluðum sjúklingum enda var þeim um tíma ráðið frá líkamlegri áreynslu. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að meta áhrif hjartaendurhæf- ingar hjá sjúklingum með hjartabilun. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu og þrír sjúklingar með hjartabilun af flokki II eða III samkvæmt New York Heart Association (NYHA) voru rann- sakaðir. Upphafsmælingar voru þrekpróf með hámarkssúrefnisupptöku, sex mínútna göngu- próf, vöðvastyrksmælingar, blóðmælingar á atrial natriuretic peptide (ANP) og brain natriuretic peptide (BNP), útfallsbrot mælt með hjartaóm- skoðun, öndunarpróf (spirometria) og spurninga- listi um heilsutengd lífsgæði. Hópnum var síðan slembiraðað í tvo hópa, þjálfunarhóp (n=21) og viðmiðunarhóp (n=22). Þjálfunarhópurinn fékk hjartaendurhæfingu undir umsjá sjúkraþjálfara tvisvar í viku í 5 mánuði. Eftir að þjálfunar- tímabilinu lauk voru allar mælingar endurteknar í báðum hópunum. Niðurstöður: Engir fylgikvillar tengdir þjálf- uninni komu fram. Þjálfunarhópurinn bætti sig meira í 6 mínútna gönguprófi (+37,1 m vs +5,3 m, p=0,01), hámarksálagi á þrekhjóli (+6,1 W vs +2,1 W, p=0,03), tímalengd á þrekhjóli (+41 s vs +0 s, p=0,02) og vöðvastyrk í quadriceps vöðva (+2,8 kg vs 0,2 kg, p=0,003) en viðmiðunarhópurinn. Þeir þættir heilsutengdra lífsgæða sem mældu áreynslu- þol og almennt heilsufar bötnuðu marktækt meira í þjálfunarhópnum en viðmiðunarhópnum. Að öðru leyti var ekki munur á milli hópanna í mæld- um gildum. Alyktun: Hjartaendurhæfingin sem notuð var í þessari rannsókn virðist þolast vel hjá hjartabil- uðum sjúklingum í NYHA flokki II og III. Ávinningurinn í áreynsluþoli sem mældist í þjálf- unarhópnum virðist skýrast af auknum vöðvastyrk fremur en bættri starfsgetu hjarta og lungna. ENGLISH SUMMARY Andersen K, Jónsdóttir S, Sigurðsson AF, Sigurðsson SB The effect of physical training in chronic heart failure Læknablaðið 2006; 92: 759-64 Objective: Supervised cardiac rehabilitation programs have been offered to patients following myocardial infarct (Ml), coronary artery bypass graft surgery (CABG) and percutaneous coronary intervention (PCI) for many years. However, limited information is available on the usefulness of rehabilitation programs in chronic heart failure (CHF). The aim of our study was to evalutate the outcome of supervised physical training on CHF patients by measuring both central and peripheral factors. Material and methods: This was a prospective randomized study, including 43 patients with CHF, New York Heart Association (NYHA) class II or III, mean age 68 years. After initial measurements of V02peak, 6 minute walk distance, muscle strength, plasma levels of atrial natriuretic peptide (ANP) and brain natriuretic peptide (BNP), echocardiogram, measurements of pulmonary function and quality of life questionnaire, patients were randomized to either a training group (n=21) or a control group (n=22). The training group had supervised aerobic and resistance training program twice a week for five months. After the training program was completed, all measurements were repeated in both groups. Results: No training related adverse events were reported. Significant improvement was found between groups in the six minute walk test (+37.1 m vs. +5.3 m, p=0.01), work load on the bicycle exercise test (+6.1W vs. +2.1 W, p=0.03), time on the bicycle exercise test (+41 s vs +0 s, p=0.02) and quadriceps muscle strength test (+2.8 kg vs + 0.2 kg, 0.003). Qualtity of life factors that reflect exercise tolerance and general health, improved significantly in the training group compared to the control group. No other significant changes were found between the two groups. Conclusion: Supervised physical training as used in this study appears safe for CHF patients in NYHA class II or III. The improvement in funcional capacity observed in the training group seems to be related more to increased muscle performance rather than central cardiovascular conditioning. Correspondence: Karl Andersen, andersen@landspitali.is Keywords: CHF (congestive heart failure), physical training, V02max, Quality of life. Læknablaðið 2006/92 759
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.