Læknablaðið - 15.11.2006, Page 38
FRÆÐ
GREINAR
/ KLÍNÍSKAR
LEIÐBEININGAR /
ENDURLIFGUN
Mynd 6. Kokrenna af
réttri stœrð á að ná frá
munnviki aftur að kjálka-
horni (A). Kemurhún í
veg fyrir að tungan falli
aftur í kok og loki þannig
öndunarveginum (B).
í stað þess að barkaþræða barn kemur til greina
að nota kokmaska (laryngeal mask) ef viðkom-
andi heilbrigðisstarfsmaður hefur fengið viðeig-
andi þjálfun í því (7,10).
Mælt er með að nota 100% súrefni meðan á
endurlífgun stendur (7). Eftir að barn er komið
með blóðrás er gefið nægilegt súrefni til að halda
súrefnismettun í blóði >95%.
Blóðflæði (C: circulation)
Ef ekki er augljóst lífsmark með barninu eftir að
andað hefur verið fyrir það fimm sinnum (það
hreyfir sig, hóstar eða andar) þarf að kanna hvort
blóðrás sé til staðar með því að þreifa eftir púlsi.
Þegar púls er metinn hjá yngstu börnunum (<1
árs) er auðveldast að þreifa á innanverðum upp-
handlegg í upparmsslagæðinni (arteria brachialis).
Hálsinn á yngstu börnunum er það stuttur og oft
með ríkulegum fituvef að erfitt getur verið að
finna púls þar. Hjá eldri börnum er hins vegar hægt
að þreifa eftir púlsi í hálsslagæðum líkt og hjá full-
orðnum. Rétt er að verja ekki nema um 10 sekúnd-
um til að þreifa eftir púlsi og taka þarf niðurstöðu
þreifingar með varúð þar sem erfitt getur verið að
meta með vissu hvort púls sé til staðar eða ekki.
Ef ekkert lífsmark finnst eða ef púls er hæg-
ari en 60 slög á mínútu ber að hefja hjartahnoð
án tafar. Hjá minnstu börnunum er mælt með að
hnoðað sé með tveimur fingrum sömu handar á
neðsta þriðjung bringubeins ef einn er að end-
urlífga (mynd 8) (7,10). Ef tveir eru að endurlífga
er mælt með að sá sem hjartahnoðar grípi báðum
höndum utan um brjóstkassann og þrýsti með
þumalfingrum á neðsta þriðjung bringubeins en
hinir fingurnir veita stuðning við brjóstkassann
að neðan (mynd 7) (7). Sýnt hefur verið fram á í
dýratilraunum að með því að nota báðar hend-
ur við hjartahnoð fæst hærri blóðþrýstingur og
betra kransæðablóðflæði en þegar hnoðað er með
tveimur fingrum sömu handar (18, 19). Ef barn
er það stórt að ekki næst með góðu móti að grípa
utan um brjóstkassann með báðum höndum skal
hnoða með annarri hendi eins og sýnt er á mynd
9. Elstu börnin er best að hnoða með báðum
höndum eins og um fullorðinn einstakling væri að
ræða (mynd 10). Handleggir eru þá hafðir beinir
og þungi efri hluta líkamans notaður til að hjálpa
til með hnoðið.
Hraði hjartahnoðs skal vera um það bil lOOx
á mínútu hjá öllum aldurshópum og þrýsta skal
niður sem svarar 1/3 af dýpt brjóstkassans. Hlutfall
öndunar og hjarthnoðs skal vera 2:15 þegar tveir
eru að endurlífga barn, en 2:30 þegar einn sér um
öndun og hjartahnoð (7). Þegar barnið hefur verið
barkaþrætt skal anda fyrir það 12-20x á mínútu án
þess að gert sé hlé á hjartahnoði meðan öndunar-
aðstoð er veitt (7).
Ef öndunaraðstoð og hjartahnoð nægir ekki til
þess að barn fái aftur blóðflæði þarf að gefa því lyf
eða veita því aðra viðeigandi meðferð.
Lyf (D: drugs)
Hvemig gefa ber lyfin
Best er að gefa lyfin í æð ef barnið er með æðalegg.
Hins vegar er yfirleitt erfitt að setja æðalegg í barn
í hjartastoppi og því oftast ekki talið forsvaranlegt
að eyða tíma í að reyna það ef barnið er ekki með
æðalegg, heldur setja inn beinmergsnál tafarlaust.
Öll lyf og vökva sem nota þarf við endurlífgun er
hægt að gefa í gegnum beinmergsnál og skammtar
eru þeir sömu og þegar lyfin eru gefin í æð. Einnig
er hægt að draga í gegnum hana blóð í blóðræktun
og helstu rannsóknir (20-22).
Yfirleitt er beinmergsnál sett ofarlega í sköflung
(tibia) (mynd 11). Byrjað er á því að sótthreinsa
húðina, nálinni er þrýst inn í beinið hornrétt á
beinflötinn og henni snúið lítillega urn ieið. Þegar
nálin er komin inn í beinmergsholið minnkar við-
námið skyndilega. Til staðfestingar á því að nálin
sé á réttum stað skal tengja við hana sprautu og
draga til baka beinmerg. Því næst er nálin plástruð
við fótlegginn.
Fylgikvillar við notkun beinmergsnála eru
sjaldgæfir (<1%) en þeir helstu eru beinbrot, rým-
isheilkenni (compartment syndrome) og beinsýk-
ing (23). Hafa ber í huga að ef beinmergsnál dregst
út má ekki stinga aftur í sama bein þar sem vökvi
og lyf sem þá eru gefin í beinmergshol geta lekið
786 Læknablaðið 2006/92
j