Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 48
UMRÆÐA & FRETTIR / MALÞING Málþing um heimilislækningar á Húsavík Gísli Auðunsson og lngvar Hjálmarsson. Hávar Sigurjónsson Á málþingi um heimilislækningar á Húsavík þann 26. september sl.var komið víða við. Megináhersla var þó á landsbyggðarlækningar og störf lækna við heilsugæslustöðvar í dreifbýli svo og fyrirkomulag við framhaldsnám í heimilislækningum sem er kennt að hluta við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Tilefni málþingsins var að tveir læknar, þeir Gísli Auðunsson og Ingimar Hjálmarsson, hafa látið af störfum eftir 40 ára feril á Húsavík. Hlutur þeirra í þróun heimilislækninga á íslandi hefur ekki reynst allsendis ómerkur eins og glöggt kom fram á málþinginu. „Haustið 1966 hófum við Ingimar Hjálmarsson læknisstörf hér á Húsavík," sagði Gísli. „Um sumarið komum við á staðinn og gerðum samkomulag við stjórn sjúkrahússins og bæj- arstjórnina um að hrinda í framkvæmd hugmynd- um okkar um læknamiðstöð. Forsaga málsins var sú að í ársbyrjun 1966 voru auglýst fjögur lækn- ishéruð til umsóknar, Akranes, Húsavík, Hvamms- tangi og Vestmannaeyjar, en enginn læknir sótti um. Húsvíkingar vildu ekki búa við læknisleysi og gerðu út sendinefnd suður til að leita að læknum. Ingimar Hjálmarsson hafði leyst af á Húsavík og þeir leituðu til hans. Hann var einn af þeim unglæknum sem hafði komið að hugmyndum um stofnun læknamiðstöðvar til lausnar læknaskorti í dreifbýli og að hans frumkvæði hittum við Húsvík- ingana sem buðu okkur hingað norður til spjalls og ráðagerða. Niðurstaðan var sú að láta reyna á þessar hugmyndir okkar á Húsavík,” sagði Gísli. Hugmyndir í sex liðum Gísli útskýrði hugmyndir þeirra Ingimars sem snérust að hans sögn meira um „praktískar lausnir frekar en innihald heimilislækninga.” „Við vildum í fyrsta lagi veita sem víðtækasta þjónustu, við ætluðum að sameina krafta læknanna með því að færa þá saman, til dæmis með samein- ingu læknishéraða ef því yrði við komið, og koma þjónustu héraðssjúkrahúsa og móttöku héraðs- lækna undir sama þak. í öðru lagi lögðum við ríka áherslu á sameiginlegt upplýsingakerfi, bæði fyrir inniliggjandi sjúklinga og sjúklinga úti í héraði. Upplýsingakerfið átti að vera vélritað, læsilegt og uppfært jafnóðum. Það var meginatriði og átti að tryggja þriðja atriðið sem var samfella í starfi, ekki hvað síst á vöktum. I fjórða lagi vildum við fá bætta aðstöðu til aðgerða hvað húsnæði, tækjakost og aðstoðarfólk varðaði og í fimmta lagi vildum við bætta aðstöðu til rannsókna. I sjötta lagi hugð- umst við með þessu rjúfa einangrun lækna og tryggja þeim tíma til endurmenntunar, tómstunda og fjölskyldulífs og þar með meiri starfsánægju. Við vorum mjög meðvitaðir um eitt atriði sem þá var oft til umræðu en það var fullt frelsi til lækn- inga. Ekki er víst að allir kannist við þetta núna en okkur var afar ofarlega í huga að læknirinn hefði fullt frelsi til að annast sína sjúklinga og það væri enginn sem andaði yfir öxlina á honum og gæfi fyr- irmæli um hvað ætti að gera. I fyrstu miðuðum við hugmyndir okkar ekk- ert sérstaklega við heimilislækna, við litum svo á að sérfræðingar í lyflækningum, skurðlækningum, barnalækningum og kvensjúkdómum væru vel- komnir í hópinn ef það byðist og aðstæður leyfðu. Þegar við hófum störf á Húsavík var ekki hægt að fullnægja öllum þessum skilyrðum en bygging nýs sjúkrahúss gaf fyrirheit um það. Húsvíkingar stóðu við samkomulagið og fyrsti vísir að lækna- miðstöð komst á koppinn haustið 1966. Minn fyrsti starfsdagur var 17. október og Ingimar kom mán- uði síðar og allt gekk nokkurn veginn eftir okkar væntingum.” Læknamiðstöðin varð að fyrirmynd Gísli og Ingimar fylgdu hugmyndum sínum eftir með því að fara hvor í sína sérgrein sem myndi nýtast sem best. Ingimar í röntgengreiningu og Gísli fór í svæfingar og gjörgæslu. „Það fór svo að heilbrigðisyfirvöld tóku hug- myndina um læknamiðstöð upp á sína arma með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 1974,” sagði Gísli. „Auðvitað var blæbrigðamunur, stofnanirn- ar hlutu nafnið heilsugæslustöðvar og þar var lögð meiri áhersla á fyrirbyggjandi starf og þær voru auðvitað ekki eins læknamiðaðar. - Fertugur full- orðnaður segir í gamalli þulu,” rifjar Gísli upp. „Stofnunin okkar er nú að ná fertugsaldri. Ég tel að hún hafi fullorðnast fyrir löngu og er ánægður og stoltur yfir þróun hennar og framgangi. Ým- islegt hefur þó valdið vonbrigðum undanfarin ár og flest í tengslum við fólksfækkun og samdrátt úti á landsbyggðinni. Enginn vafi er á að allt hefur orðið erfiðara við það að yfirstjórn og fjárhagsleg ábyrgð hefur flust suður. Ráðuneytismenn virðast afar uppteknir af stórum stofnunum og allt sem er stærra á að vera betra. Það er að minnsta kosti enginn efi í mínum huga að ef heimamenn hefðu ekki haft tögl og hagldir á stjórn stofnunarinnar á Húsavík fyrir 40 árum hefði aldrei risið lækna- miðstöð hér og spurning hvernig þróunin hefði 796 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.