Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Galdurinn við tónlist Wagners Árni Tómas Ragnarsson gigtsjúkdómalæknir getur nreð réttu kallast Wagneraðdáandi á Islandi númer eitt. Þessi aðdáun er ríflega 20 ára gömul og Wagnerfélagið sem stofnað var að undirlagi hans fagnaði 10 ára afmæli í fyrrahaust. Félagar eru um 200 talsins. Árni Tómas hefur stutt dyggilega við bakið á Islensku óperunni, setið í stjórn hennar, rit- stýrt Operublaðinu og verið öflugur í Vinafélagi íslensku óperunnar. Það væri því hægt að spjalla vel og lengi um störf Árna Tómasar á vettvangi ís- lensks óperuflutnings án þess að Wagner kæmi við sögu en það var þó áhugi hans á óperum Richards Wagner sem varð til þess að ég átti við hann sam- tal á dögunum. Þess verður ennfremur að geta að Árni Tómas og kona hans Selma Guðmundsdóttir píanóleikari áttu drjúgan þátt í því að óperustjór- inn í Bayreuth, Wolfgang Wagner, ljáði máls á því að Niflungahringurinn yrði fluttur hér á Listahátíð 2004 í talsvert styttri útgáfu en vanalegt er og vakti sá flutningur athygli langt út fyrir íslenska land- steina. Árni Tómas var myndritstjóri bókar Árna Björnssonar þjóðháttafræðings Wagner og Völs- ungar sem kom út árið 2000. Þar eru rakin margvísleg tengsl í verkum Wagners, ekki sísl í Niflungahringnum, við fornan íslenskar bók- menntir, Völsungasögu og Völuspá, fyrst og fremst. Drepleiddist fyrstu fimm árin! Árni Tómas kveðst ekki liafa verið alinn upp við tónlistariðkun, áhuginn hafi kviknað fremur seint og hann ekki byrjað að sækja tónleika fyrr en hann kynntist konu sinni rétt innan við tvítugt. „Hún dró mig á sinfóníutónleika og mér drepleiddist fyrstu fimm árin,” segir hann sposkur og kveðst hafa verið lengi að venjast þessum hljóðum. „Eftir að þetta vandist fór ég að hafa ánægju af og reyndar miklu fleiri tegundum tónlistar en sinfóníutónlist; tónlist fyrir einleikshljóðfæri vakti einnig áhuga en ég geri reyndar ekki mikinn greinarmun og hlusta á alla tónlist ef svo ber undir. Ef lagið er gott þá er mér eiginlega sama hvað tónlistin heitir.” Óperuáhuginn kviknaði enn seinna hjá Árna Tómasi en hann kveðst þó hafa séð óperur í Þjóðleikhúsinu á unglingsárum. „Ég átti plötu með La Boheme og það var fyrsta óperan sem kveikti áhuga hjá mér en það var þó ekki fyrr en ég fór í framhaldsnám í gigtlækningum til Stokkhólms að ég byrjaði að bera nokkra virðingu fyrir óperum og klassískri tónlist. Ég hafði áhuga á að þroska mig í þessari hlustun og fór í óperuhús í Stokkhólmi og komst að því að ég réði við óperur Puccinis og Verdis.” Áttirðu þér uppáhaldssöngvara í sænsku óperu- húsunum? „Nei, ekki var það nú en mér er minnisstætt að ég keypti mér tvöfalt albúm með Maríu Callas og féll alveg fyrir henni, hef verið Callas-aðdáandi síðan. En ég fór uppúr þessu að spekúlera mikið í söngvurum og hef gert allar götur síðan. Jussi Björling komst snemma í uppáhald enda algjör snillingur.” Árni Tómas segir að hann hafi hlustað á alls kyns óperutónlist á þessum árum en Verdi og Puccini voru hans menn. „Ég var lítið hrifinn af þýskum óperum og alls ekki Wagner! Ég tók t.d. upp þykkjuna fyrir ítölsku óperurnar þegar ég sá Rósariddarann eftir Richard Strauss en þar er atriði þar sem tenór er fenginn lil að syngja ansi fallega aríu í ítölskum stíl fyrir marskálksfrúna á meðan hún lætur greiða sér. Hann syngur þar til hún fær sendiboða með Árni Tómas, einn heitasti íslenski aðdáandi Wagners. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 809
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.