Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 62

Læknablaðið - 15.11.2006, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Árni Tómas ásamt fjölskyldu sinni á Wagnerhátíðinni í Bayreuth í fyrra - sumar. Frá vinstri: Freyja Ingimarsdóttir, Ragnar Tómas Árnason, Selma Lára Árnadóttir, Selma Guðmundsdóttir og Árni Tómas. skilaboð en þá segir hún söngvaranum að þegja svo hún geti heyrt skilaboðin. Þetta þótti mér dæmigert fyrir þýskar óperur að í eina atriðinu sem hlustandi var á þá er söngvaranum bara sagt að halda kjafti! Ég fyrirgaf Strauss þetta ekki fyrr en mörgum árum seinna.“ Vínsmakk og Wagner Fyrstu kynni þín af óperum Wagners lofuðtt ekki góðu. „Nei. Ég sá Niflungahringinn í Stokkhólmi. Þetta voru fjögurra tíma leiðindi. Þarna sat maður í myrkrinu og það var líka myrkur á sviðinu utan smáglæta á tvo karla sem töluðu saman á þýsku og sungu einhverja hljóma sem ég botnaði ekk- ert í. Það var ekkert gaman að þessu. Ég fór heim með þá hugsun að Wagner væri hreinlega ófor- skammaður að ætlast til þess að maður eyddi svo miklum tíma í að hlusta á þessi verk hans. Svo liðu mörg ár og ég var fluttur heim til Islands og var þá eitthvað aðeins búinn að pæla meira í Wagner en ekki mikið og hann var alls ekki í neinu upp- áhaldi hjá mér. Þá býður sá ágæti vinur minn Einar Thoroddson læknir mér í heimsókn til sín í „vín- smakk og Wagner“ eins og hann kallaði það; að smakka á eðalvínum og hlusta á Wagner. Ég þáði boðið útá vínsmakkið og þarna sátum við nokkrir félagar í herberginu hans þar sem hann hafði inn- réttað heilan fataskáp sem vínskáp og dreyptum á og byrjuðum að hlusta á Niflungahringinn. Einar útskýrði jafnóðum hvað var að gerast, rétt eins og hann væri að rekja söguþráðinn í Asterix og tók þetta allt saman af stalli fyrir mig. Ég skildi að þetta var bara saga sem Wagner var að segja. Þetta var heilmikil opnun fyrir mig. Næsta skref var afmælissýning Bayreuth leikhússins á Niflungahringnum á 100 ára dánarafmæli Wagners árið 1983. Þetta var sýnt í sjónvarpi víða um heim og Þorsteinn Blöndal átti myndbandsupptöku af þessu úr sænska sjónvarpinu með sænskum texta. Það var önnur opinberun. Textinn er nefnilega svo mikilvægur og það er ekki nóg að hlusta á söng- inn og vita ekki hvað er verið að segja. Seinna beitti ég mér fyrir því í íslensku óperunni að keypt yrðu textaskilti svo áhorfendur gætu lesið textann um leið og sungið er. Texti Niflungahringsins er nefnilega auðskilinn og sagan mjög skemmtileg og spennandi. Síðan þetta var, líklega 1984-1985, hef ég verið býsna frelsaður gagnvart Wagner einsog stundum er sagt um okkur sem göngum honum á hönd.“ Síðan er liðin allmörg ár, einsog segir í dœg- urtextanum. „Já, og skilningurinn dýpkar og nautnin af því að hlusta á Wagner verður sífellt meiri. Ég er reyndar ekkert lærður í tónlist, syng ekki og spila ekki á hljóðfæri, og meðtek því tónlist algjörlega tilfinningalega. Lærðir tónlistarmenn hafa aðrar forsendur til að meta tónlist og geta hlustað með heilanum, intellektúelt, en ég get það ekki. Hlusta bara með hjartanu. Og tónlist Wagners gengur beint inn í hjartað. Hún lyftir textanum í æðra veldi, þar er sungið um stórar tilfinningar og tónlistin útskýrir það sem ekki er hægt að segja með orðum, stundum segir tónlistin annað en sagt er og skýrir þá fyrir manni hvernig persón- unum líður, segir manni hvað þær eru að hugsa, jafnvel þegar þegar þær segja annað. Tristan og ísold er gott dæmi um þetta þar sem sagan snýst um miklar tilfinningar og í rauninni gerist ekki svo mikið í frásögninni sjálfri. Atburðarásin á sér stað í tónlistinni, hin tilfinningalega atburðarás sem er hreinl út sagt stórbrotin. Þetta er ein af mínum uppáhaldsóperum eftir Wagner. Ég sakna þess oft úr venjulegum leiksýningum að hafa ekki tónlist til að skynja betur hvað liggur á bakvið. Heyra ekki hugsunina. Wagner hafði ákveðnar kenningar um þetta og kallaði þetta undirmeðvitund sem er merkilegt útaf fyrir sig því það var talsvert löngu áður en Freud kom fram með sínar kenningar." Wagner samdi alla óperutexta sína sjálfur sem er óvenjulegt. „Já, hann leit á sig sem skáld og kom fram og las upp textana sína fyrir áheyrendur löngu áður en hann samdi tónlistina við þá. Þetta eru í rauninni textaverk upplýst með tónum öfugt við flestar óperur þar sem tónskáldið semur tónlist- ina og fær svo annan mann til að semja textana. Wagner samdi tónlist sem passaði við textann og breytti nánast aldrei neinu í textanum. Hann lýsir því í dagbókum sínum hvernig hann hafi fengið tónhugmyndir þegar hann var að semja textana og á einum stað segir hann: Nú er ég búinn með Hringinn, ég á bara eftir að semja tónlistina.“ Er þetta ástœðan fyrir því að tónlist hans er stundum gagnrýnd fyrir að vera strembin og nokk- uð óþjál? „Hann var á sínum tíma gagnrýndur fyrir 810 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.