Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 63

Læknablaðið - 15.11.2006, Side 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL tvennt einkum og sumt af þeirri gagnrýni heyr- ist jafnvel enn í dag. Hann kom fram með alveg nýja tegund tónlistar, hann er byltingarmaður tónlistarlega og gerir ýmsar formbreytingar sem aldrei höfðu heyrst áður. Samtímamenn hans áttu sumir erfitt með að kyngja þessu en hann hafði hins vegar gríðarlega mikil áhrif á eftirkomend- ur og nægir að nefna Mahler og Schönberg í því sambandi. Tónlist Wagners er ekki aðgengileg og alls ekki auðveld fyrir þann sem er að byrja að hlusta nema að hún sé útskýrð og textinn hafður til hliðsjónar. En það er annað við tónlist Wagners sem gerir hana erfiða fyrir marga í upphafi. Hún er svo nærgöngul og ágeng. Þeir sem vilja fá að vera aðeins meira í friði við sína tónlistarhlustun leita kannski frekar til Bachs. Wagner ræðst inn á mann og annaðhvort býður maður honum inn eða rekur hann út. Tónlist Wagners er svo tilfinningalega hlaðin að hún er alls ekki fyrir alla. En þeir sem á annað borð taka honum ánetjast gersamlega og verða aldrei alveg samir eftir það.“ Heimtaði þögn í salnum Wagner hafði ýmsar stórfenglegar hugmyndir um hlutverk leikhússins og gerði þar grundvallarbreyt- ingar sem hafa fyrir löngu fest sig í sessi. „Hann leit á sig sem leikhúsmann og textahöf- und fyrst og fremst þó hann viðurkenndi síðar á ævinni að hann væri liðtækt tónskáld. Hann taldi sig arftaka grísku leikskáldanna og taldi hlutverk leikhússins og óperunnar eiga að vera það sama í samfélaginu og þá. Hann samdi líka í anda þeirra, en Niflungahringurinn er risastór þríleikur eins og var venja grísku leikskáldanna, en hann vildi gera eins og Grikkir til forna að steypa saman öllunt listformunum, söng, tónlist, leik. búningum, leikmynd og texta í eina heild sem hann kallaði Gesamtkunstwerk og fannst hann þar með vera að skapa nýjan og mikilvægan leikhúsheim. Fyrir honum var óperan ekki nein dægradvöl eða afþrey- ing eins og hún hafði verið um langan aldur fram að því fyrir aðalinn í háborgum Evrópu. Aðallinn kom í óperuna til að sýna sig og sjá aðra, það var kveikt í salnurn allan tímann og fólk neytti matar og drykkjar í sætum sínum og spjallaði saman og þagnaði kannski aðeins til að hlusta á eina aríu, eða ef eitthvað sérlega stórfenglegt var að gerast á sviðinu. Wagner sagðist ekki vilja sjá þetta. Hann krafðist þess að fólk sæti og hlustaði, hann vildi þögn í salnum allan tímann og hann slökkti ljósin í salnum! Þetta var djörf nýjung á þeim tíma. Hann byggði leikhúsið í Bayreuth í anda gríska leikhúss- ins, salurinn er stórt amfiteater, djúpur hálfhringur þar sem sést jafn vel á sviðið hvar sem setið er. Hann vildi engar hliðarstúkur eða þvíumlíkt, hann vildi að allir væru jafnir í leikhúsinu og hann faldi hljómsveitina fyrir áhorfendum sem var líka nýj- ung. Öll athyglin átti að beinast að sviðinu. Þetta teljum við sjálfsagt í dag en var róttæk nýjung á dögum Wagners. Hugmynd hans á bakvið bygg- ingu leikhússins í Bayreuth var heldur ekki að skapa því sérstöðu meðal aðalsins heldur einmitt hið gagnstæða, hann vildi brjótast út úr viðjum tilgerðar og upphafningar og skapa aðstæður þar sem allir gætu notið listar hans jafnt. Fyrir vikið lenti hann í útistöðum við kónginn í Munchen sem vildi að hann frumsýndi Niflungahringinn þar í borg. Wagner sagði nei. Hann vildi frumsýna í Bayreuth þar sem engin tengsl væru við aðalinn og allir ættu jafnan aðgang. Hann vildi meira að segja að það væri frítt inn á sýningarnar og enn í dag er þeirri hefð viðhaldið að á hverri hátíð eru þrjár eða fjórar sýningar þar sem er frítt inn.“ Sífellt nýjar spurningar En nú er Bayreuth orðin eins konar Mekka Wagneraðdáenda og tíu ára biðlisti eftir miðum á sýningarnar? „Já, víst er Bayreuth mikil Mekka í þeim skiln- ingi, en það er samt ekki eins mikið snobb í kring- um sýningarnar þar og ætla mætti. Því þetta eru langar sýningar, um sex klukkutímar með hléum yfirleitt, og þeir sem stunda listina fyrir snobbið eingöngu leita annað þar sem auðveldara er að fela áhugaleysi sitt. Þá er til dæmis betra að sækja Mozarthátíðina í Salzburg þar sem tónleikarnir eru stuttir og tónlistin þægilegri áheyrnar." Aðdáun fólks á Wagner á sér eiginlega enga hliðstœðu. „Nei, þetta er vissulega nokkuð sérstakt. Það eru víða starfandi Wagnerfélög þar sem áhuga- samt fólk um óperur Wagners kemur reglulega saman til að horfa á, hlusta og tala um verkin hans. Það eru ekki til Mozartfélög eða Bachfélög sem starfa á svipuðum nótum. Það er svo mikið í verkum Wagners og eins í manninum sjálfum sem kallar á þetta. Tónlistin er svo grípandi og textarnir eru nógu djúpir til að hægt sé að túlka þá á ýmsa vegu. Undirtónar textans eru oft pólitískir, heimspekilegir og sálfræðilegir. Aðrir óperutextar eru oft ekki ýkja merkilegur skáldskapur. Þessu er best svarað með spurningu. Maður getur endalaust hlustað á verkin aftur og aftur, engst undir tónlist- inni og horfið inn í þennan ástríðumikla og tilfinn- ingaþrungna heim og stendur svo alltaf eftir með nýjar spurningar þrátt fyrir endurtekna hlustun. Það er galdurinn við Wagner.“ Læknablaðið 2006/92 811

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.