Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 6
 Heilbrigðismál Verkfall lækna Hefst á mánudag Læknar boða til verkfalls í fyrsta sinn síðan þeir fengu verkfallsrétt fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. Ástæðan er landflótti lækna vegna slæmra aðstöðu og kjara, samkvæmt Þorbirni Jónssyni, formanni læknafélags Íslands. Allar valaðgerðir munu frestast vegna verkfallsaðgerða en öllum bráðaaðgerðum verður sinnt. Verkfall lækna afleiðing bágra kjara og landflótta V erkfall lækna verður framkvæmt í tveggja daga hollum þar sem ákveðnir hópar lækna skiptast á að fara í verkfall tvo daga í senn. Aðgerð- ir Læknafélags Íslands (LÍ) eru boðaðar frá og með 27. október til og með 11. desember en aðgerðir Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ) eru boðaðar frá og með 4. nóvember til og með 11. desember. Þetta þýðir að aðgerðir félaganna munu skar- ast á 4.–6. nóvember, 18.–20. nóvember og 9.–11. nóvember. Launin verða að vera samkeppnishæf Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafé- lags Íslands, segir lækna mjög ósátta við að hafa haft lausa samninga í níu mán- uði, það sé allt of langur tími. En megin- ástæða þess að farið sé í verkfallsaðgerð- ir núna sé flótti lækna frá landinu vegna lélegs aðbúnaðar og kjara. „Það teljum við að leysist ekki nema að launin verði samkeppnishæfari. Heil- brigðisráðherra hefur tekið undir þetta með okkur svo ég tel að það sé skilning- ur á þessu máli.“ Verða að nýta verkfallsvopnið Þorbjörn segir að erfitt sé að meta að svo stöddu hvaða tilfellum verði sinnt og hverjum ekki þar sem hver sjúklingur sé einstakur. „Allar valaðgerðir, sem settar eru upp langt fram í tímann, munu frestast, en öllum bráðum veikindum sem þarf að sinna, hvort sem það er með bráðaað- gerð eða ekki, verður sinnt. Í lögum er talað um að þeir sem sinna nauðsyn- legustu heilbrigðis þjónustu séu undan- þegnir verkfallsboðuninni. Það verður á borði hvers læknis að meta það. Við viljum alls ekki ógna öryggi sjúklinga en verkfallsvopnið hjá okkur, eins og hjá öllum öðrum stéttum, er að veita ekki þjónustu. Í þessu tilfelli eru það sjúkling- ar sem líða fyrir það.“ Þorbjörn gat ekki gefið upplýsingar um þær skurðaðgerðir sem frestast vegna verkfallsaðgerða, það sé ólöglegt þar sem verkfall er ekki enn hafið. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Bæði stéttarfélög lækna, Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands samþykktu með afgerandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallaðgerðir sem munu hefjast þann 27. október næstkomandi. Í kosningunni tóku 80% félagsmanna LÍ þátt og 95% samþykktu aðgerðir. Alls 94% félagsmanna SKÍ tóku þátt og 96% samþykktu aðgerðirnar. Þetta er í fyrsta sinn sem læknar hérlendis boða til verkfalls. Verkfallsdagar hjá Skurðlæknafélagi Íslands verða í þremur hollum eftirtalda daga; 04.11.– 06.11, 18.11–20.11 og 09.12–11.12. Ljósmynd/Hari  mannréttindi einstakur árangur erlu Hlynsdóttur Önnur konan til að vinna tvö mál Þann 21. október síðastliðinn vann blaðakonan Erla Hlyns- dóttir mál fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Samkvæmt niðurstöðu dómstólsins var vegið að frjálsri tjáningu blaða- konunnar og frelsi fjölmiðla. Málið snerist um ummæli við- mælenda hennar um eiginkonu Guðmundar Jónssonar sem rak meðferðarheimilið Birgið á þeim tíma, en fréttin birtist í DV árið 2007. Þetta er í annað sinn sem Erla vinnur mál gegn íslenska ríkinu hjá Mannrétt- indadómstólnum og er hún önnur manneskjan í sögunni til að gera það. Gunnar Ingi Jóhannsson lög- maður Erlu segir ekki auðvelt að koma málum að í dómstóln- um. „Það koma um 60.000 mál á ári í dómstólinn og af þeim eru aðeins um 4% mála sem enda með dómi en hinum er vísað frá. Það að sami einstaklingur hafi ekki aðeins fengið dóm í tveimur málum heldur unnið þau bæði er einstakt. Þetta er mjög sérstakt og segir okkur það að hún hafi haft mjög góðan málstað,“ segir Gunnar Ingi. Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska rík- inu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. -hh Erla Hlynsdóttir, blaðakona hjá Frétta- tímanum, vann sitt annað mál gegn íslenska ríkinu í vikunni. R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I í Höllinni! 6 fréttir Helgin 24.—26. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.