Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 12
M Meginniðurstöður nýrrar þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka eru þær að þrótt- mikill hagvöxtur sé fram undan, horfur séu á kröftugum vexti í einkaneyslu, atvinnu- ástand haldi áfram að batna, aukning verði í fjárfestingum atvinnulífsins en óvissa sé um þróun krónunnar. Í spánni kemur fram að hagvaxtarhorfur séu heilt á litið góðar og að hagur heimila og fyrirtækja muni halda áfram að batna. Óvissa sé hins vegar um þró- un krónunnar næstu misseri í ljósi greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins, og sömu leiðis um uppgjör búa föllnu fjár- málafyrirtækjanna og áhrif fyrirhugaðra tilslakana sem gerðar verði á fjármagnshöft- um á spátímabilinu, fram til ársins 2016. Spáin byggir á því að þær tilslakanir sem gerðar verið á fjármagnshöftum verði framkvæmdar þannig að þær raski ekki stöðugleika á gjald- eyrismarkaði. Við höfum búið við fjármagnshöft um sex ára skeið en þau áttu að vera til bráðabirgða í kjölfar efnahagshrunsins. Varla er um það deilt að afnám þeirra er eitt af brýnni hags- munamálum þjóðarinnar en verkið er vanda- samt. Sérfræðingar leita nú heppilegra leiða til losunar haftanna en í júlí síðastliðnum samdi fjármála- og efnhagsráðuneytið við er- lenda ráðgjafa sem nú vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun þeirra. Jafnframt voru ráðnir íslenskir sérfræðingar til að vinna að málinu með erlendu sérfræðingunum. Mark- miðið er að finna heildstæða lausn sem tekur á öllum þáttum fjármagnshaftanna. Vinnan snýr bæði að lagalegum og efnahagslegum þáttum. Með verkinu fylgist samráðsnefnd þingflokka, svo sem eðlilegt er í slíku stór- máli. Fram hefur komið hjá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu að skilyrði eru til þess að stíga næstu skref í losun fjármagnshafta. Aðgengi ríkissjóðs að erlendum lánamörkuð- um er gott og afgangur af rekstri ríkissjóðs og lækkun skulda eru mikilvæg skref í átt að losun haftanna. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að núna sé tækifæri til að losa um höftin. Efnahagslífið sé í ágætu jafnvægi, verðbólga lítil, hagvöxt- ur hafi aukist á nýjan leik, afgangur sé af við- skiptum við útlönd og aðgangur að erlendum lánamörkuðum hafi opnast á viðunandi kjörum. Vextir ytra séu í sögulegu lágmarki og vaxtamunur við viðskiptalöndin styðji við gengi krónunnar. „Það er ekki víst,“ segir Þorsteinn, „að svo hagstæðar aðstæður muni bjóðast lengi meðal annars vegna þenslu- áhrifa sem höftin hafa á íslenskt efnahags- líf. Það er því ekki eftir neinu að bíða.“ Hann nefnir og að fram hafi komið í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika að frá því að höftunum var komið á hafi aldrei verið eins góðar aðstæður til að losa þau og nú. Um leið og framkvæmdastjórinn brýnir stjórnvöld til afnáms haftanna nefnir hann vankanta þeirra þar sem þau hamla uppbygg- ingu útflutningsfyrirtækja, auk neikvæðra áhrifa á lánshæfi landsins og þeirrar ógnar sem þau eru við efnahagslegt jafnvægi. „Gjaldeyrishöftin eru skaðleg þar sem þau brengla sýn og stuðla að rangri verðlagningu krónunnar og helstu eignamarkaða. Hætta er á að hagkerfið ofhitni innan hafta, verð- bólga aukist og leiði á endanum til gengisfell- ingar,“ segir Þorsteinn og bendir á að slíkt sé hringekja sem Íslendingar þekki allt of vel. Ótalinn sé þá kostnaður vegna glataðra tæki- færa, færri nýrra fyrirtækja og brotthvarfs annarra úr landi vegna óviðunandi rekstrar- skilyrða. „Stærsta efnahagslega áhætta Ís- lendinga felst ekki í afnámi hafta heldur í hættunni á að búa við þau um ókomna tíð.“ Ónefnt er þá hve höftin þrengja að fjár- festingakostum lífeyrissjóða. Allt stefnir í að eignarhluti þeirra í íslensku efnahags- lífi verði meira en góðu hófi gegnir. Úti- lokað er að binda eignir sjóðanna til fram- búðar alfarið með fjárfestingum hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fullyrðir að gjaldeyrishöftin séu uppskrift að nýrri kreppu. Allt sviðið er til skoðunar hjá fyrrnefndum sérfræðingahópum stjórnvalda. Þar er að ýmsu að hyggja og verkefnið fráleitt auðvelt – en sé lag nú, ber að nýta það. Hagstæð skilyrði til losunar gjaldeyrishafta Tækifærið gríptu greitt Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu LJÓÐ UM GL ÆP þetta hlaut að fara illa hlaut 12 viðhorf Helgin 24.—26. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.