Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 18
Kvikmyndagerð er frumkvöðlastarf Agnes Johansen er nafn sem margir hafa séð þegar „kredit- listar“ íslenskra bíómynda birtast í lok myndanna. Kannski eru ekki margir sem vita hver hún er. Agnes er kvikmyndafram- leiðandi og hefur unnið við kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu í næstum 30 ár. Hún hefur unnið náið með Baltasar Kormáki síðustu 10 ár og er einn framleiðanda hjá fyrirtæki hans, RVK Studios. É g byrjaði að vinna hjá Sjónvarp-inu árið 1985 svo þetta er orðinn langur tími,“ segir Agnes. „Fór svo að vinna hjá Sagafilm ‘94 eða 5 þegar þar var stofnuð dagskrárdeild. Var þar í tvö ár og svo vann ég við hin ýmsu verkefni þangað til að ég fór að vinna með Balt- asar í Hafinu og hef verið viðloðandi hans framleiðslu síðan,“ segir Agnes. Hafið var gerð árið 2002 og síðan þá hefur Agnes unnið að framleiðslu 10 kvikmynda. „Það stóð til að ég mundi hjálpa honum aðeins og ég hef verið hér síðan. Ég hafði menntað mig í kennslu- fræðum og var danskennari og þetta var alls ekki eitthvað sem ég ætlaði mér þeg- ar ég byrjaði á RÚV. Ég byrjaði í barna- efni hjá þeim. Sá um Stundina okkar og fleira sem var mjög skemmtilegt. Seinna fór ég yfir á Stöð 2 og stjórnaði þar spurn- ingaþætti ásamt því að sjá um barnaefnið. Það er svo langt síðan þetta var að mér finnst þetta hafa verið í öðru lífi,“ segir Agnes. „Svo festist maður bara í þessum bransa eins og svo margir.“ Er það ekki algengt hjá þeim sem starfa í kvikmyndagerð að festast í verk- efnum og árin líða? „Jú, það er þannig og það hefur sína kosti og galla, en þetta er skemmtilegt. Þegar ég byrjaði hjá Stöð 2 þá var maður bara eyland. Ég sá um dag- skrárniðurröðun, var í innkaupum, sá um innlenda framleiðslu og talsetningu. Svo sat ég í dagskrárráði og maður þurfti að taka á mörgu. En á móti kemur að enginn dagur er eins og maður hefur frjálsræði. Mér finnst alltaf skemmtilegra í smá óreiðu og vera í frumkvöðlaumhverfi. Það er skemmtileg orka og maður lærir margt,“ segir Agnes. Eltist um 15 ár við að gera Hafið Er það ekki kostur íslenskra kvikmynda- gerðarmanna að þeir hafa prófað nánast allt? „Mér finnst það kostur og það er misjafnt hvað fólki finnst. Auðvitað má setja þetta í annan farveg. Þegar ég var að byrja þá vorum við að slíta barnsskónum í þessum bransa. Svo stækka hlutirnir og þá þarf að fara að vinna eftir öðrum vinnureglum,“ segir Agnes. „Það er líka gaman, en öðruvísi.“ „Þegar ég byrjaði að vinna með Balta þá hafði verið lægð í íslenskum kvikmynd- um og ég man að það var mikil óánægja hjá þeim sem vinna við iðnaðinn. Fólk var að fá seint og illa greitt og slíkt. Okkur langaði báðum að taka þetta aðeins lengra og það hefur verið skýrt markmið að ná okkur sem iðnaði betri, standa okkur betur. Það er drifkraftur sem gaman er að vinna með. Við höfum unnið síðustu 12 ár í pínulitlu fyrirtæki með örfáum hræðum því það var alltaf markmiðið að gera bara kvikmyndir. Þetta er mikið hark og í dag eru allar kvikmyndir okkar unnar með meðframleiðendum erlendis frá. Það er ekki hægt öðruvísi.“ Þetta hlýtur að taka svolítið á, ekki satt? „Þetta er rosaleg áhætta í hvert sinn. Þetta er ekki eins og að gefa út bók eða plötu. Þetta er töluvert stærra en það,“ segir Agnes. „Kvikmyndir eru þó Kvikmyndir sem Agnes hefur unnið að sem framleiðandi. 1999 Citizen Cam, stuttmynd 2002 Hafið 2003 Stormviðri 2004 Dís 2005 A Little Trip To Heaven 2006 Mýrin 2008 Brúðguminn 2008 Reykjavík Rotterdam 2010 Sumarlandið 2012 Djúpið 2014 Fúsi Agnes Johansen er reynslubolti í íslenskri kvikmyndagerð. Mynd/Hari Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 24.—26. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.