Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 52
52 matur & vín Helgin 24.—26. október 2014
Þrjár kynslóðir af kokteilum
Þegar kemur
að kokteilum
kemst enginn
með tærnar þar
sem Ási á Slipp-
barnum hefur
hælana. Ási
hefur um árabil
unnið á börum
hér á landi og
í Kaupmanna-
höfn og getur
bæði reitt fram
sígilda kokteila
sem og það
nýjasta nýtt. Við
fengum hann
til að sökkva
sér í sagnfræði-
rannsóknir og
grafa upp einn
sígildan kokteil,
nýrri útgáfu af
honum og svo
býr hann til
eigin útgáfu af
kokteilnum.
Ási Á slippbarnum
Vín vikunnar
E kki fyllast skelfingu og ang-ist þegar þú stendur fyrir framan vínhilluna í Ríkinu
og þarft að velja vín fyrir matar-
boðið um helgina. Að para saman
vín og mat þarf ekki að vera neitt
mál. Hafðu í huga að það er ekkert
eitt rétt vín með þessum eða hinum
matnum eða réttinum. Það eru alltaf
valmöguleikar í boði en það mikil-
vægasta er að þinn eigin smekkur
og þínir bragðlaukar fái að ráða.
Pældu í því hvaða vín þér þykja góð,
hvaða þrúgu þér líkar við og hvaða
vínstíll hentar þér. Prófaðu þig svo
áfram út frá því og passaðu þig á
að festast ekki bara í sömu gömlu
tegundinni. Lífið er of stutt til þess.
Þetta Pinot Grigio-vín frá Tom-
masi framleiðandanum kemur
frá Valpolicella á Norður-Ítalíu,
einu stærsta vínræktarsvæði
landsins. Ítölsk Pinot Grigio
eiga það til að vera í bragð-
daufari kantinum en þetta
vín sleppur við það. Það er
vel þurrt og ferskt en alls ekki
ágengt og skilar vel sítrus-
keim og léttum blómlegum
hunangsblæ. Prýðilegt sem
forréttarvín með léttum for-
réttum, sérstaklega fiskmeti.
Marques de Casa
Concha Merlot
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Chile, 2012
Styrkleiki: 14,5%
Þrúga: Merlot
Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr.
Marques de Casa Concha
vínin frá Concha Y Toro eru
yfirleitt mjög góð kaup. Þetta
Merlot er engin undantekning.
Merlotvín eiga það til að
vera eilítið flöt, sérstaklega
þau ódýru. Þetta vín er þó
langt frá því að vera flatt og
óáhugavert. Það er þétt og vel
byggt, sneisafullt af dökkum
ávexti, vanillu og eik. Frábært
vín.
Þú veist best
Malbec-þrúgan er kröftug
og hentar vel með kjötmeti
hvers konar og ekki skaðar
að það sé grillað eða fái að
malla lengi í pottunum.
Dökkur ávöxtur, mild
sýra og gott jafnvægi
einkenna vínið en það
sem gerir þetta þétta
vín mjög skemmtilegt
er vanillan, hún mildar
allt yfirbragðið og
kemur með smá sætu.
Gott með harðostum.
Ástralir kunna að fjöldafram-
leiða vín og Chardonnay er
vinsælasta hvítvínsþrúga í
heimi. Þetta vín hefur klass-
ískan nýjaheims sjarma og
reynir ekki að vera neitt
annað en það. Suðrænn
ávöxtur og vel þroskuð
melóna eru áberandi.
Það er í góðu jafnvægi
með bráðnauðsynlegum
eikarkeim. Gott með
skelfiski.
Tommasi Le Rosse Pinot Grigio
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Ítalía, 2013
Styrkleiki: 12%
Þrúga: Pinot Grigio
Verð í Vínbúðunum: 2.499 kr.
Jacob’s Creek Chardonnay
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Ástralía, 2013
Styrkleiki: 12,7%
Þrúga: Chardonnay
Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr.
Trapiche Malbec Oak Cask
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Argentína, 2013
Styrkleiki: 14%
Þrúga: Malbec
Verð: 2.099 kr.
Höskuldur Daði magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Viskí Sour
„Þessi á rætur sínar að rekja aftur til 1870
og er forveri allra sour-drykkja,“ segir Ási.
„Þessari uppskrift hefur lítið verið breytt
frá 1870 en hún hefur auðvitað verið notuð
í mismunandi útfærslum. Þegar notað er
egg í hann kallast hann Boston Sour. Þessi
drykkur er alltaf vinsæll, maður virðir alltaf
þennan drykk. Þeir sem eru að byrja að
drekka kokteila verða oft fyrir mestum
áhrifum af þessum.“
Viskí sour
45 ml Bourbon (ég notaði Bulleit)
30 ml ferskur sítrónusafi
15 ml sykur síróp (1,5 sykur á móti 1 vatni)
Dass maraschino líkjör, sem er kannski
svona 5 ml eða eftir smekk (persónulega
finnst mér þessi líkjör gefa drykknum mjög
mikið)
1 eggjahvíta
2 döss angostura bitter
Aðferð
Allt nema angostura sett í hristara og hrist
án klaka til að slá í sundur eggjahvítuna.
Svo er klaka bætt við og hrist duglega, klaki
síaður frá á klakafyllt glas og angostura
dassað yfir. Skreytt með sítrónubát.
New York Sour
„Þessi er frá 1880 og hefur gengið undir
ýmsum nöfnum, til að mynda Continental
Sour. Hann var upprunalega búinn til í
Chicago en New York tókst að eigna sér
nafnið. Hann verður fyrst frægur á bannár-
unum í New York enda hentaði ágætlega á
þeim tíma að fela bragðið af frekar slæmu
viskíi með rauðvíni.“
New York Sour
45 ml Rye viskí (ég notaði Dad’s Hat)
25 ml ferskur sítrónusafi
15 ml hunang (ég bæti svona 20% vatni í
það til að gera það fljótandi)
1 eggjahvíta
rauðvín
Aðferð
Allt nema rauðvín sett í hristara og hrist án
klaka til að slá í sundur eggjahvítuna. Svo
er klaka bætt við og hrist duglega, klaki
síaður frá í kælt kokteilglas. Rauðvíni hellt
varlega yfir öfuga barskeið.
Winter Sour
„Þetta er mín útgáfa af þessum drykk. Ég
nota bourbon-sem búið er að bragðbæta
með kirsuberjum en ég bætti sjálfur við
kanil og eplum í það. Svo nota ég síróp
sem ég geri úr perum, sykri og sítrónu
timian. Þetta er að mestu sami einfaldi
drykkurinn, það er óþarfi að breyta því
sem virkar. Ég dreg þennan drykk alltaf
fram á veturna og það eru margir farnir að
þekkja hann. Hann verður á bakseðlinum á
Slippbarnum í vetur.“
Winter Sour
60 ml Cherry Apple Bourbon (Red Stag
Bourbon sem er búið að liggja með eplum
og kanil í að minnsta kosti þrjá daga)
30 ml ferskur sítrónusafi
15 ml peru- og timian síróp
Aðferð
Allt sett í hristara og hrist með klaka
duglega, klaki síaður frá í kælt kokteilglas
og múskat rifið yfir.
Lj
ós
m
yn
di
r/
H
ar
i
Elskaðu
grænmetis-
buff
– NÝTT Á SUBWAY –
– GRÆNA BYLTINGIN –