Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 60
Anton Sigurðsson hefur
gert sína fyrstu bíómynd,
27 ára gamall. Grafir og
bein verður frumsýnd í
næstu viku. Ljósmynd/Hari
Í gær var verkið Strengir
– Hvað er á bakvið tjöldin
frumsýnt í Tjarnarbíói. Hóp-
urinn sem stendur að verk-
inu kallar sig Vinnsluna og
er það hópur fólks úr mörg-
um greinum listalífsins. Í
Strengjum blandar Vinnslan
saman listformum og setur
upp verk sem fjallar um sjálft
vinnuferlið.
Listahópurinn Vinnslan er
samansettur af sjö listamönn-
um úr mismunandi greinum.
Hópurinn leggur áherslu á
að skapa og setja upp verk
sem ganga þvert á listform.
Listamennirnir sem standa
að Vinnslunni eru Vala Óm-
arsdóttir, Harpa Fönn Sigur-
jónsdóttir, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, Biggi Hilmars,
María Kjartans, Arnar Ingv-
arsson og Starri Hauksson.
Strengir verður sett upp
í 8 rýmum Tjarnarbíós nú í
október. Verkið stendur frá
kl. 19.00-23.00 og áhorfendur
ferðast frjálst milli rýma og
upplifa og taka þátt í verk-
inu á eigin forsendum. Allar
frekari upplýsingar má finna
á heimasíðu hópsins www.
vinnslan.is
Leikhús strengir frumsýnt í tjarnarbíói
Ferlið er verkið
Hópurinn sem stendur að Vinnslunni. Strengir voru
frumsýndir í Tjarnarbíói í gær.
bíó grafir og bein frumsýnd í næstu viku
Grafir og bein er ný íslensk
draugamynd sem frumsýnd verður
þann 31. október. Þetta er fyrsta
mynd leikstjórans Antons Sigurðs-
sonar, sem langaði svo að sjá
íslenska hrollvekju að hann ákvað
að gera hana sjálfur.
É g settist bara niður og ákvað að gera draugamynd,“ segir Anton Sigurðsson 27 ára gamall
kvikmyndaleikstjóri. „Við eigum svo
mikið til af draugasögum og slíku
og skrýtið hvað við erum búin að
gera lítið af myndum sem innihalda
drauga. Það er eiginlega bara Húsið
sem var gerð síðast sem var hryllings-
mynd,“ segir Anton. Kvikmyndin
Húsið, eftir Egil Eðvarðsson,
var frumsýnd fyrir rúmum 30
árum síðan, árið 1983.
„Mig langaði líka svo
að sjá svona mynd svo ég
ákvað bara að gera eina.“
Anton hefur eingöngu
gert stuttmyndir til
þessa og er Grafir og
bein hans fyrsta mynd
í fullri lengd. „Maður
hefur alltaf haft
ákveðnar skoðanir á
hrollvekjum og mjög
oft eru þær lélegar.
Mig langaði að gera
betur, ég veit ekki
hvort það hefur tekist
en ég er allavega
spenntur að fá við-
brögð.“
Með helstu hlut-
verk myndarinnar
fara þau Björn Hlynur
Haraldsson, Nína
Dögg Filippusdóttir og
Gísli Örn Garðarsson.
Var erfitt að sannfæra
þessar kanónur að taka
þátt? „Það þarf auðvitað
alltaf að sannfæra svona
góða leikara. Björn Hlynur kom
snemma inn í ferlið og kom að handritsgerðinni
með mér, Nína kom svo fljótlega á eftir honum
og Gísli fylgdi í kjölfarið,“ segir Anton. „Það
var mjög gott að fá þau öll snemma í ferlinu
því þau hafa sterkar skoðanir á persónu-
sköpuninni. Það má segja að við höfum
fengið alla þá sem við óskuðum eftir í þessi
hlutverk, sem ég er mjög þakklátur fyrir.“
Gröf og bein var lengi í framleiðslu og
tók eftirvinnslan mjög langan tíma.
„Ég var 25 ára þegar við skutum
myndina,“ segir Anton. „Klippi-
ferlið var lengst og hljóð-
vinnan. Sú vinna er gríð-
arlega mikilvæg í þessari
tegund kvikmynda. Við
prufuðum allskonar
hluti þangað til við vor-
um ánægðir og nú er
bara allt klárt,“ segir
Anton. Hvað tekur
svo við hjá þessum
unga leikstjóra? „Ég
er vonandi að fara
í tökur á næsta ári,
eða því þarnæsta
á annarri mynd.
Það er að vísu ekki
hrollvekja en svona
krimmaþriller,“ segir
Anton Sigurðsson efni-
legur kvikmyndaleikstjóri.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Alltof
lítið um
íslenskar
hrollvekjur
60 menning Helgin 24.—26. október 2014
Gullna hliðið – HHHHH – H.A. - DV
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.
Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.
Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.
Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 13:00
Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 16:00
Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.
Gullna hliðið (Stóra sviðið)
Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.
Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.
Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.
Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.
Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.
Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00
Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00
Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Mið 29/10 kl. 20:00 Forsýning Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 Forsýning Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.
Fös 31/10 kl. 20:00
Frumsýning
Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.
Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.
Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.
Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Karitas (Stóra sviðið)
Fös 24/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn
Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn
Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn
Seiðandi verk eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fös 24/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas.
Mið 29/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn
Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 26/10 kl. 13:00 22.sýn Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn
Sun 26/10 kl. 16:30 23.sýn Sun 2/11 kl. 16:30 25.sýn
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins ein aukasýning í nóvember.
Umbreyting (Kúlan)
Sun 26/10 kl. 14:00
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 26/10 kl. 20:00 Frums Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn
Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn
Sápuópera um hundadagakonung
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS
KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164