Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 32
og við réttum ykkur snæri og þið hnýtið úr því snöru www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Ljóð og teikningar Kristínar mynda áleitið og beinskeytt bókverk. K O K Mikil tækifæri á Suðurlandiniður í launum. Maður kemur sér upp ákveðnum lífsstíl sem maður er hræddur við að venja sig af. Nú á ég ekki bíl, fer sjaldan til Reykjavíkur og enn sjaldnar til útlanda en líður samt vel.“ Björg ákvað fyrst að vinna hjá strákunum í sumarfríinu sínu fyrir ári síðan. Þá gekk hún í að ganga frá bókhaldinu og vann líka sem leiðsögu- maður. Eftir það var ekki aftur snúið. „Eftir viku fyrir austan vissi ég hvað ég vildi, labbaði einn góðan veðurdag út á grasflöt, hringdi í yfirmann minn og sagði upp.“ Um haustið pakkaði hún svo niður í tvær ferðatöskur og flutti á Hvolsvöll. Húkkaði far í Landmannalaugar „Ég hef ekki séð eftir neinu en margir furða sig á þessum umskiptum. Ég nánast flutti að heiman og skildi manninn minn eftir. Núna hittumst við mest um helgar. Mörgum finnst það skrítið. Auð- vitað skiptast á skin og skúrir en ég vona að við finnum okkur farveg í því. Ég fór til að vinna með börnunum okkar, vera nær þeim og til þess að tengjast þeim sterkari böndum. Þarna gefst mér líka tækifæri til að ganga í reksturinn þannig að strákarnir geti sinnt ferðunum. Síðan fæ ég að leiðsegja öðru hvoru. Þetta eru náttúrlega algjör forréttindi,“ segir Björg. „Ég hlakka brjálæðislega til þess að takast á við ný ævintýri á hverjum degi með þessu unga fólki. Það er gaman að skipuleggja draumaferðir fólks eins og þær séu mínar eigin, fá að sýna fólki Ísland og jafnvel að þurfa að bjarga mér við allar aðstæður í göngum og á þessum stóru jeppum. Fyrir stuttu var ég að fara með eldri hjón inn í Landmannalaugar þegar sprakk á bílnum. Ég gerði tilraun til þess að gera við dekkið, það tókst þó ekki alveg, tappinn spýttist út og ég sá að það voru fleiri en eitt gat á dekkinu. Ég spurði þau hvort þau væru til í lítið ævintýri með mér og fékk þau til að fara á puttanum með mér inn í Laugar. Bílnum var svo reddað og við sótt inn í Landmannalaugar og allir kátir. Stundum verður maður bara að bjarga sér,“ segir Björg. Ævintýrahostel á Hvolsvelli Framtíðin er björt hjá þessu unga fyrirtæki þó reksturinn geti tekið á. Nú þegar ferðaskrif- stofuleyfið er í höfn er kominn tími til að taka næstu skref. „Við þurfum að byggja reksturinn upp betur en okkur langar líka til að byggja upp ævintýrahos- tel á Hvolsvelli. Hostel af þessu tagi myndi lífga upp á mannlífið og efla staðinn sem miðstöð ferðaþjónustu á Suðurlandi. Það mun einnig styrkja stöðu okkar sem fyrirtækis í ferða- þjónustu og við gætum opnað fyrir nýjan markhóp,” segir Siggi Bjarni. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Björg Árnadóttir stundaði fjallgöngur og útivist og ákvað í kjölfarið að fara í leiðsögumannaskólann. Hún sagði upp góðri vinnu hjá Vistor til að fara að vinna hjá South Iceland Adventure. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Íslands frá 2014 þá búa rúmlega 24 þúsund manns á öllu Suðurlandi og hefur íbúum fjölgað á milli áranna 2013 og 2014 um 253. Þetta er mjög jákvæð byggðaþróun og ef Hvols- völlur er skoðaður sérstaklega þá hefur íbúum þar fjölgað um 31 frá árinu 2011. Starfsmenn South Iceland Adventure sem hafa flutt í Rangárþing frá 2010 eru níu talsins en fyrirtækið leggur áherslu á að skapa gott vinnuum- hverfi fyrir brottflutta Hvolsvell- inga. Það munar um þegar níu manns ásamt fjölskyldum sínum ákveða að byggja upp lífsafkomu sína á svæðinu. Þau hafa áhrif á samfélagið þar sem þau kaupa eða leigja húsnæði, greiða útsvar og kaupa þjónustu. Fyrir þau er mikilvægt að taka þátt í að byggja upp samfélagið. Eitt af vanda- málum við framtíðar stækkun fyrirtækisins er þó skortur á leigu- húsnæði á svæðinu. Ljóst er að tækifærin á Suðurlandi eru gríðarleg þar sem það er næst stærsta ferðamannasvæðið en 72% ferðamanna sem koma til Íslands fara um Suðurland. Fyrir- hugað er að setja upp eldfjallasafn á Hvolsvelli sem gerir staðinn enn þá mikilvægari en áður. Hug- myndin er einnig að reisa hostel á svæðinu þar sem mikill skortur er á gistirými. Heimild: Hagstofa Íslands og Ferðamálastofa Hvaða landsvæði og staði heimsóttu erlendir ferðamenn Höfuðborgarsvæðið Suðurland Reykjanes Vesturland Hálendi Norðurland Austurland Vestfirðir 94,3 95,3 72 55 46,6 41,9 45 30,6 36,3 20,8 41,8 11,7 32,2 7,9 13,9 4,6 suðurn Es VE st f. n- VE st n -E y st r a a u st u r La n d su ðu rL an d H ö fu ð b o r g a r sVÆ ð i VEs tu rL . 51% 16% 9% 11% 2% 2% 5% 4% 16% gistinótta erlendra ferðamanna á Suðurlandi Mikil aukning hefur orðið á heildarfjölda gistinátta síðustu fimm ár. Árið 2009 voru gistinætur á öllum tegundum gististaða rúmar þrjár milljónir en árið 2013 voru þær tæplega 4,3 milljónir. Gistinóttum erlendra ríkisborg- ara hefur fjölgað um 58% á þeim tíma. Heimild: Ferðamálastofa  Sumar  Vetur Helgin 24.—26. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.