Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 22
Jeminn, er ég orðin miðaldra? Eða kannski bara háöldruð? Lætur einhver undir fimmtugu hugann reika til fortíðar? M á ég leigja mér mynd?”, galar sjö ára sonur minn úr sófanum. Þar situr hann í sínum mestu makindum með einhverjar fjórar fjarstýringar í fanginu sem hann mundar án þess svo mikið sem að horfa á þær. Ég neita þessari bón hans umsvifalaust (enda kostar slík leiga tæpar 800 krónur – það eru heilar þrjár mál- tíðir samkvæmt nýjustu neysluvið- miðum). Plús afgangur fyrir einni Stjörnurúllu. Ég horfi á hann útundan mér. Fýlulega leika hendur hans um eina fjarstýringuna. Af mikilli fimi rúllar hann yfir sjónvarpsdag- skrá gærdagsins og velur sér þar teiknimynd sem hann hefur dálæti á. Ég færi athygli mína aftur yfir á tölvuna í fanginu á mér. Ég má ekkert vera að því að ala hann upp þessa stundina eða innræta honum einhverskonar hagsýni. Svo svakalega upptekin er ég í tölvunni. Fingurnir á mér hamast á lyklaborð- inu á hraða ljóssins. Ég er á kafi í brýnum samræðum við vin- konu mína hinum megin á landinu. Ákveðin samferða- kona okkar virðist vera í útlöndum í, að minnsta kosti, þriðja skiptið á árinu. Svo á hún líka ferlega mikið af fallegum fötum. Nú fyrir utan þá staðreynd að okkur sýnist hún snæða á Grillmarkaðnum svo gott sem vikulega. Þarna sitjum við, sitt hvorum megin á landinu, með öfundsýkismóðuna í augunum. Að velta fyrir okkur fjárhag konu sem við þekkjum eiginlega ekki neitt. Duttum aðeins inn á Feisbúkksíð- una hennar og þar með hófust þessar vangaveltur. Eitt sekúndu- brot líður mér eins og dónalegum gluggagægi með buxurnar á hæl- unum. Ég er þó fljót að hrista þá ónotatil- finningu af mér. „Iss, það gera þetta allir.“ Í krafti fjöldans get ég falið mig. Búandi í nútímasamfélagi erum við hvort eð er öll snarforvitnir snuðr- arar upp til hópa. Óskeikult innsæi mitt segir mér að ég sé svo sannar- lega ekki sú eina þarna úti sem er með það á hreinu hvernig eiginkon- ur gamalla kærasta líta út. Eða búin að athuga hvort fjandvinir úr æsku séu ekki örugglega orðnir feitir for- eldrar leiðinlegra barna. „Má ég fara í leik í símanum þín- um?“, jóðlar sonurinn í sömu andrá og hann velur sér aðra teikni- mynd til áhorfs. Á meðan ég geri mig líklega til þess að grýta rándýru símtækinu (sem ég er nota bene enn að borga af – almáttugur minn, maður verður jú að vera móðins) þvert yfir stofuna verður mér litið á flennistóra klukkuna á skjánum. Tveir tímar! Í tvo klukku- tíma erum við búin að sitja hvort í sínu horni stofunnar án þess eigin- lega að yrða hvort á annað. Sonurinn niður- sokkinn í miður þroskandi barna- efni og ég upptekin við spjall og afar óþörf spæjarastörf. Móðurómyndin sem ég aug- ljóslega er leggur frá sér tölvuna. Staldrar við og lætur hugann reika til fortíðar. Jeminn, er ég orðin mið- aldra? Eða kannski bara háöldruð? Lætur einhver undir fimmtugu hugann reika til fortíðar? Þegar standa þurfti upp til þess að skipta um stöð á sjónvarpinu. Þegar reima þurfti skóna sína og eiga mann- leg samskipti til þess að leigja bíómynd. Þegar beðið var með óþreyju og öndina í hálsinum eftir að teiknimyndirnar byrjuðu. Þegar einungis örfáum mínútum var eytt á internetinu í einu af því annars var heimasíminn alltof lengi á tali. Þegar þú hafðir ekki hugmynd um hvort Sigga nágrannakona þín væri í Köben eða ekki eða hvort bróðir afa þíns fór í sundleikfimi í morgun eður ei. Þegar sá sem hefði tekið upp á því að mynda matinn sinn eða fötin sín í gríð og erg hefði sennilega verið lagður inn á næstu stofnun til nánari skoðunar. Áður en ég næ að ljúka þessum skærbleiku og rómantísku hugs- unum hafa augu mín ratað aftur á tölvuskjáinn. „Hver skrambinn, er hún með lambalæri í matinn á mið- vikudegi?“ Ég byrja að pikka. Barn- ið mitt er orðið sjö ára. Það hlýtur að búa yfir sjálfsbjargarviðleitni til þess að finna sér eitthvað í kvöldmatinn. Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mann- fræðinemi frá Eski- firði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarpsþættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guð- rún Veiga furðar sig á tímanum sem hægt er að eyða í vitleysu án þess að yrða á annað fólk. Hún getur samt ekki stillt sig um að fylgjast með eiginkonum gamalla kærasta á netinu. Njósnað á netinu Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 4.990.000 kr. Kia Carens EX Árgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 6.190.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento ClassicKia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 36 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 3.390.000 kr. Kia Cee’d SW EX Árgerð 6/2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,5 l/100 km *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 51.170 kr. á mánuði m.v. 339.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,83% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 339. 000 kr. ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Sa m se tt m yn d/ H ar i 22 pistill Helgin 24.—26. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.