Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 22

Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 22
Jeminn, er ég orðin miðaldra? Eða kannski bara háöldruð? Lætur einhver undir fimmtugu hugann reika til fortíðar? M á ég leigja mér mynd?”, galar sjö ára sonur minn úr sófanum. Þar situr hann í sínum mestu makindum með einhverjar fjórar fjarstýringar í fanginu sem hann mundar án þess svo mikið sem að horfa á þær. Ég neita þessari bón hans umsvifalaust (enda kostar slík leiga tæpar 800 krónur – það eru heilar þrjár mál- tíðir samkvæmt nýjustu neysluvið- miðum). Plús afgangur fyrir einni Stjörnurúllu. Ég horfi á hann útundan mér. Fýlulega leika hendur hans um eina fjarstýringuna. Af mikilli fimi rúllar hann yfir sjónvarpsdag- skrá gærdagsins og velur sér þar teiknimynd sem hann hefur dálæti á. Ég færi athygli mína aftur yfir á tölvuna í fanginu á mér. Ég má ekkert vera að því að ala hann upp þessa stundina eða innræta honum einhverskonar hagsýni. Svo svakalega upptekin er ég í tölvunni. Fingurnir á mér hamast á lyklaborð- inu á hraða ljóssins. Ég er á kafi í brýnum samræðum við vin- konu mína hinum megin á landinu. Ákveðin samferða- kona okkar virðist vera í útlöndum í, að minnsta kosti, þriðja skiptið á árinu. Svo á hún líka ferlega mikið af fallegum fötum. Nú fyrir utan þá staðreynd að okkur sýnist hún snæða á Grillmarkaðnum svo gott sem vikulega. Þarna sitjum við, sitt hvorum megin á landinu, með öfundsýkismóðuna í augunum. Að velta fyrir okkur fjárhag konu sem við þekkjum eiginlega ekki neitt. Duttum aðeins inn á Feisbúkksíð- una hennar og þar með hófust þessar vangaveltur. Eitt sekúndu- brot líður mér eins og dónalegum gluggagægi með buxurnar á hæl- unum. Ég er þó fljót að hrista þá ónotatil- finningu af mér. „Iss, það gera þetta allir.“ Í krafti fjöldans get ég falið mig. Búandi í nútímasamfélagi erum við hvort eð er öll snarforvitnir snuðr- arar upp til hópa. Óskeikult innsæi mitt segir mér að ég sé svo sannar- lega ekki sú eina þarna úti sem er með það á hreinu hvernig eiginkon- ur gamalla kærasta líta út. Eða búin að athuga hvort fjandvinir úr æsku séu ekki örugglega orðnir feitir for- eldrar leiðinlegra barna. „Má ég fara í leik í símanum þín- um?“, jóðlar sonurinn í sömu andrá og hann velur sér aðra teikni- mynd til áhorfs. Á meðan ég geri mig líklega til þess að grýta rándýru símtækinu (sem ég er nota bene enn að borga af – almáttugur minn, maður verður jú að vera móðins) þvert yfir stofuna verður mér litið á flennistóra klukkuna á skjánum. Tveir tímar! Í tvo klukku- tíma erum við búin að sitja hvort í sínu horni stofunnar án þess eigin- lega að yrða hvort á annað. Sonurinn niður- sokkinn í miður þroskandi barna- efni og ég upptekin við spjall og afar óþörf spæjarastörf. Móðurómyndin sem ég aug- ljóslega er leggur frá sér tölvuna. Staldrar við og lætur hugann reika til fortíðar. Jeminn, er ég orðin mið- aldra? Eða kannski bara háöldruð? Lætur einhver undir fimmtugu hugann reika til fortíðar? Þegar standa þurfti upp til þess að skipta um stöð á sjónvarpinu. Þegar reima þurfti skóna sína og eiga mann- leg samskipti til þess að leigja bíómynd. Þegar beðið var með óþreyju og öndina í hálsinum eftir að teiknimyndirnar byrjuðu. Þegar einungis örfáum mínútum var eytt á internetinu í einu af því annars var heimasíminn alltof lengi á tali. Þegar þú hafðir ekki hugmynd um hvort Sigga nágrannakona þín væri í Köben eða ekki eða hvort bróðir afa þíns fór í sundleikfimi í morgun eður ei. Þegar sá sem hefði tekið upp á því að mynda matinn sinn eða fötin sín í gríð og erg hefði sennilega verið lagður inn á næstu stofnun til nánari skoðunar. Áður en ég næ að ljúka þessum skærbleiku og rómantísku hugs- unum hafa augu mín ratað aftur á tölvuskjáinn. „Hver skrambinn, er hún með lambalæri í matinn á mið- vikudegi?“ Ég byrja að pikka. Barn- ið mitt er orðið sjö ára. Það hlýtur að búa yfir sjálfsbjargarviðleitni til þess að finna sér eitthvað í kvöldmatinn. Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mann- fræðinemi frá Eski- firði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarpsþættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guð- rún Veiga furðar sig á tímanum sem hægt er að eyða í vitleysu án þess að yrða á annað fólk. Hún getur samt ekki stillt sig um að fylgjast með eiginkonum gamalla kærasta á netinu. Njósnað á netinu Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 4.990.000 kr. Kia Carens EX Árgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 6.190.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento ClassicKia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 36 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 3.390.000 kr. Kia Cee’d SW EX Árgerð 6/2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,5 l/100 km *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 51.170 kr. á mánuði m.v. 339.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,83% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 339. 000 kr. ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Sa m se tt m yn d/ H ar i 22 pistill Helgin 24.—26. október 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.