Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 10
Aukamagn á
sama verði!
50%
É g ólst upp sem hakkari og var alltaf að fikta í tölvum og reyna að skilja hvernig allt virkaði og lærði heil ósköp af því. Það fylgir því óhemju-
mikið vald að geta hakkað sig inn á tölvur og ég þurfti
að læra að nota á skynsamlegan hátt,“ segir Ýmir sem
ákvað snemma að læra stærðfræði og fara í framhalds-
nám í tölvunarfræði. Eftir að hafa klárað doktorinn 25
ára gamall árið 2009 og unnið um skeið hjá IBM fór
hann að kenna við Háskólann í Reykjavík þar sem hann
bjó til áfanga til að kenna fólki að hakka en
á siðferðislega réttan hátt.
Að læra að hugsa eins og
andstæðingurinn
„Þegar ég kom heim úr doktorsnáminu
sýndist mér staða tölvuöryggis á Íslandi
vera í raun bara sú sama og hún var áður
en ég fór út og mig langaði til að gera eitt-
hvað í því. Hefðbundna leiðin er að setja
upp nýjustu öryggiskerfi og kenna fólki á
þau en það er bæði gagnslaust og leiðin-
legt. Það er ekki ósvipað því og að selja
fólki nýja öryggishurð á húsið til að verjast
þjófum, en þá fara innbrotsþjófar bara inn
um gluggana þar til að út koma einhverjar
sérstakar öryggisrúður löngu síðar, og
svo koll af kolli. Það er miklu áhrifaríkara
að kenna fólki að skilja hvernig andstæð-
ingurinn hugsar og geta þar með hækkað
girðinguna þar sem hún er lægst í stað
þess að bíða eftir næstu töfralausn,“ seg-
ir Ýmir sem rekur auk þess öryggisfyr-
irtækið Syndis sem þjónustar stórfyrirtæki um allan
heim. „Starfsmenn okkar hakka sig inn í risastór kerfi
og byggja þau svo upp til að vera öruggari. Við höfum
aldrei lent í því að geta ekki hakkað okkur í gegn, sem
sýnir hversu kerfin eru almennt í miklum lamasessi.“
Okkar helsta ógn stafar af netinu
Ýmir segir að í dag sé net- og upplýsingaöryggi í raun
miklu mikilvægara en margir geri sér grein fyrir. „Það
er víða pottur brotinn í öryggismálum, ekki bara hjá
stórfyrirtækjum heldur líka hjá stjórnvöldum. Við höf-
um í gegnum tíðina verið heldur værukær í þessum
málaflokki á Íslandi. Ég tel líklega skýringu að við
höfum alltaf verið þetta friðsæla og krúttlega eyland
úti á hafi sem enginn ræðst á. En í dag erum við óað-
skiljanlegur hluti af mun stærri heild, það eru engin
landamæri á internetinu. Að vera á internetinu er eins
og að búa í stórborg. Þó þú hafir læst hjólinu þínu verður
dekkjunum stolið á innan við hálftíma, og tugir ef ekki
hundruð banka upp á daglega og vilja lesa á hitavatns-
mælinn í húsinu þínu. Það þarf einfaldlega
tortryggni, skynsemi, girðingar og mynda-
vélar til að búa í þessari stórborg. Við Íslend-
ingar höfum í meira en áratug haft eitt besta
netaðgengi í heiminum og netið er orðið okk-
ur afar eðlislægt. Aftur á móti þurfum við,
eins og mörg önnur lönd, að glíma við netör-
yggismál, en það er sú helsta ógn sem ég tel
að við sem þjóð stöndum frammi fyrir í dag.“
Vinnur fyrir Facebook
Ýmir flutti frá Íslandi á árinu og hefur komið
sér fyrir í Atlanta í Bandaríkjunum. „Konan
mín fékk draumavinnu hjá CDC, bandarísku
heilbrigðisstofnuninni, og þegar það var svo
líka barn á leiðinni ákvað ég að flytja út til
hennar,“ segir Ýmir sem er núna lektor í tölv-
unarfræði við Emory-háskólann í Atlanta.
„Úti kenni ég margt það sama og í HR, t.d.
allt sem viðkemur tölvuöryggi, stýrikerfum
og dreifðum kerfum,“ segir Ýmir sem er
með ýmis spennandi verkefni í pípunum,
eitt þeirra er rannsóknarverkefni fyrir Fa-
cebook. „Kerfin hjá Facebook höfðu álagspunkta sem
þurfti að útskýra og bæta,“ segir Ýmir sem auk þess
er að undirbúa vettvang á netinu þar sem fólk getur
lært að hakka tölvukerfi. „Þar er stefnan að kenna fólki
að hakka sýndartölvur hvers annars á svona keppnis-
formi, en á bæði löglegan og siðferðislega réttan hátt.
Verkefnið er enn í bígerð svo ég segi vonandi betur frá
því síðar.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ýmir Vignisson
Nám: Doktor í
tölvunarfræði frá
Cornell University.
Starf: Lektor í
tölvunarfræði við
Emory University í
Atlanta.
Meðstofnandi Syndis,
alþjóðlegs fyrirtækis
sem sérhæfir sig í
upplýsingaöryggi.
Giftur Rebeccu
Mitchell og þau eiga
soninn Fáfni Erik
Ýmisson.
Áhugamál: Píanó,
flug, dans og köfun.
Leyndur hæfileiki: Að
spila eftir eyranu.
Kennir fólki
að hakka tölvur
Sem forvitinn unglingur fiktaði Ýmir Vigfússon við að hakka sig inn á hina og þessa staði. Þegar
hann uppgötvaði hversu mikið vald fylgir hæfileikanum til að hakka ákvað hann að nota það vald
samfélaginu til góða. Í dag er hann doktor í tölvunarfræði og kennir fólki að hakka, sér og öðrum
til gagns frekar en gamans.
Ýmir Vignisson er lektor í tölvunarfræði við Emory háskólann í Atlanta þar sem hann kennir fólki meðal annars að hakka sig
inn í tölvukerfi stórfyrirtækja, til að byggja þau síðar upp. Nú hafa yfir 90.000 manns séð fyrirlestur hans ”Why I teach people
how to hack” fyrir TED xReykjavík á YouTube.Ljósmynd/Hari
Betri líðan í hálsi, herðum og baki
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Skráning á www.bakleikfimi.is
og í síma 897 2896
Hádegis- og eftirmiðdagstímar
í Grensáslaug, Grensásvegi 62.
Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14
Hefst 3. september
Bakleikfimi
Hefst 7. janúar
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010
eða í tölvupósti á sala@advania.is
*Sérverð, gildir meðan birgðir endast.
Tölva: 104.990 kr.*
Skjár: 32.990 kr.*
Frábær tilboð
á vinnuvélum
10 fréttir Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015