Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 4
Signethringur
veður Þriðjudagur gamlársdagur Nýársdagur
Hæg S-læg átt og rigning eða Slydda með
V- og Sa-Ströndinni annarS úrkomulítið.
HöfuðborgarSVæðið:
Dálítil rigning
SuðVeStan 8-15 m/S og rigning en úrkomu-
lítið na-til.
HöfuðborgarSVæðið:
rigning.
breytileg átt og dálítli nyrSt og SyðSt og
kólnandi Veður
HöfuðborgarSVæðið:
Skýjað með köflum.
meinlítið veður en
úrkomusamt vestantil
Það er minnkandi suðlæg átt og úrkoma
í kortunum í dag, en strekkingur af
suðvestri og rigning eða slydda um landi
vestanvert í fyrramálið en kólnar smám
saman og má gera ráð fyrir lítilsháttar
snjókomu eða éljagangi
SV-til annað kvöld. flug-
eldaveður ætti þó að vera
með þokkalegasta móti. á
nýársdag er svo útlit fyrir
hæga breytilega átt og
kólnandi veður.
3
1 1
1
-2
3
1 1 1
3
-3
-5
-5
-6
-3
elín björk Jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
70 tonn af sandi
á milli sextíu og sjötíu tonnum af sandi
var dreift á götur reykjavíkurborgar í
gær, mánudag. mikil hálka var í borg-
inni eins og víða um land. átta bílar
voru notaðir til að sanda göturnar.
Um 500 missa bætur
tæplega 500 manns missa rétt til
atvinnuleysisbóta um áramótin þegar
ný lög um atvinnuleysistryggingar taka
gildi. Hámarksgreiðslutímabil atvinnu-
leysisbóta styttist um sex mánuði.
Birti myndir frá Íslands-
ferðinni
tónlistarkonan Beyoncé know les birti
mynd ir frá ferð sinni og eig in manns ins,
jay Z, til íslands á vef sínum. á mynd-
un um má meðal annars sjá Beyoncé
færa bónda sínum af mælistert u en
tilefni heimsóknarinnar var 45 ára
afmæli hans.
Keyrðu yfir leiði í Gufunesi
Tveir ökumenn sem keyrðu yfir leiði í
Gufuneskirkjugarði yfir hátíðarnar hafa
gefið sig fram. Báðir hafa lýst iðrun
vegna skemmdanna sem þeir ollu. ekki
liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af
akstri þeirra.
Óbreytt verð á flugeldum
Verð á flugeldum stendur í stað milli
ára og lækkar ekki þrátt fyrir að inn-
flutningstollar á vörum frá Kína hafi
verið felldir niður með nýjum fríversl-
unarsamningi. flugeldasalar bera við
auknum flutningskostnaði og segja að
samningurinn geri það að verkum að
ekki þurfti að hækka verð.
502
tonn af flugeldum voru flutt inn til
landsins í ár. Í fyrra voru 406 tonn flutt
inn en 648 tonn árið 2012.
vikaN sem var
Ofbeldi óttast fOrdæmiNgu ef Þeir segja frá kyNferðisOfbeldi
Karlar faldir þolendur
kynferðisofbeldis
karlmenn segja síður frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa
verið beittir og tengja ótta við að opinbera sig við skömm og
ótrúverðugleika. Þetta kemur fram í meistaraverkefni önnu
Lilju Karelsdóttur sem ber yfirskriftina: „Úr myrkrinu í dags-
ljósið. Karlmenn: hinir földu þolendur kynferðisofbeldis.“ Einn
þeirra karlmanna sem hún ræddi við var misnotaður sem barn
af frænku sinni og aftur 15 ára gamall af vinkonu móður hans.
k arlmenn standa fremur aftarlega þegar kemur að þessum málaflokki saman-
borið við konur. Þeir ræða síður
um ofbeldið og afleiðingar þess við
nákomna, en konur geta rætt opin-
skátt um aðstæður sínar við fjöl-
skyldu og vini,“ segir Anna Lilja
Karelsdóttir félagsfræðingur sem í
meistaraverkefni sínu í félagsfræði
við Háskóla Íslands rannsakaði
reynslu og upplifun þolenda kyn-
ferðislegrar nauðungar. Anna Lilja
lagði sérstaka áherslu á karlkyns
þolendur þar sem sýnt hefur verið
fram á að félagsleg staða þeirra
sé að einhverju leyti verri í samfé-
laginu hvað varðar þöggun í þess-
um málaflokki.
Anna Lilja tók djúpviðtöl við 11
þolendur, 7 karla og 4 konur, á tíma-
bilinu 1. febrúar til 10. maí 2014 en
í rannsókninni er átt við kynferðis-
lega nauðung þannig að „einstak-
lingur er neyddur til kynferðislegra
athafna með ofbeldi eða þvingun-
um.“ Hún bendir á að fræðileg um-
fjöllun og rannsóknir á stöðu karla
sem þolenda er afar lítil, en meiri
áhersla hefur verið lögð á rannsókn-
ir á kynferðisofbeldi gegn konum
sem framin eru af körlum. Umræða
um karlmenn sem þolendur hefur
farið vaxandi á opinberum vett-
vangi en kynjamunurinn enn afar
mikill. Bæði konur og karlar sem
Anna Lilja ræddi við upplifðu kvíða,
þunglyndi, skömm og reiði, og sér-
staka athygli vakti að flestir viðmæl-
endurnir þjáðust einnig af líkamleg-
um sjúkdómum á borð við gigt og
meltingarvandamál sem mögulega
eru afleiðingar andlegra erfiðleika í
kjölfar ofbeldisins.
„Flestir karlanna sem tóku þátt í
rannsókninni vísuðu í hugmyndir
um karlmennskuna, að karlmenn
eigi að vera harðir og ekki sýna til-
finningar. Sumir telja slíkar skoð-
anir vera ástæður þess að þeir segi
síður frá en flestir töldu frekar að
ótrúverðugleiki eða skömm eigi
stærstan hluta í því að þegja yfir of-
beldinu. Viðmælendur voru flestir
á því að tilkynna brotin til lögreglu
gerði lítið gagn og leita þeir síður til
lögreglunnar því þeir vilja forðast
að opinbera sig og það ofbeldi sem
þeir voru beittir og óttast að félags-
lega staða þeirra breytist gagnvart
fjölskyldu sinni og vinum,“ segir
Anna Lilja.
Frásagnar karlanna í rann-
sókninni benda raunar til að þær
áhyggjur geti átt við rök að styðj-
ast. Einn maðurinn ákvað að segja
móður sinni og systur frá því að
hann hafi orðið fyrir misnotkun
sem barn eftir að fjölskyldan hafði
horft saman á heimildarmyndina
um Breiðavíkurdrengina. „...þá var
allt í einu eins og ég mætti aldrei
passa eða vera í kringum börnin
aftur,“ segir maðurinn í viðtali við
Önnu Lilju. Hann var þá fordæmd-
ur af fjölskyldu sinni fyrir að hafa
verið misnotaður, sama fólki og
stuttu áður lýsti því yfir hvað brot-
in gegn Breiðavíkurdrengjunum
væru hryllileg.
Annar maður sem hún tók viðtal
við hafði aldrei áður sagt neinum
frá því ofbeldi sem hann varð fyrr
en hann var misnotaður af konum
sem þykir sérstaklega mikið feimn-
ismál. Maðurinn var fyrst misnot-
aður af frænku sinni þegar hann var
barn, síðan 15 ára gamall af vinkonu
móður hans og var síðar í sambandi
við konu sem beitti hann ofbeldi.
„... ég hugsa að jafnvel enn þann
dag í dag að ef 15 ára strákur kæmi
og kærði 35 ára gamla konu fyrir
nauðgun þá yrði honum ekki trúað,“
segir hann.
Anna Lilja bendir á að í tengslum
við fréttaflutning af því að karlmað-
ur sé misnotaður af konu falli gjarn-
an ummæli í þá veru að: „Karlmenn
eigi að vera þakklátir og ánægðir
með að þeim sé sýndur áhugi og
þeir komist á séns,“ sem sýni mikla
vanþekkingu á málaflokknum.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
4 fréttir áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015