Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 28
Gísli Freyr Valtýsson Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra, var dæmdur í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi í lekamálinu. Hann neitaði sök alveg fram á síðustu stundu og þáði laun frá ráðuneytinu á meðan. Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér emb- ætti innanríkisráðherra vegna lekamáls- ins. Mikill þrýstingur hafði verið á hana eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður en Hanna Birna var lengi hörð á því að sitja áfram. Eftir að Gísli Freyr, aðstoðarmaður hennar, játaði sök og hlaut dóm magnaðist þrýstingurinn og hún sagði á endanum af sér. Fátítt er að ráðherrar segi af sér embætti hér á landi. Stjörnuhröp ársins 2014 fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Mikið úrval af heimilistækjum Kæli og frystiskápar Spanhelluborð Blástursofnar Uppþvottavélar Heimilistækjadagar í Fönix 20% afsláttur Baltasar Kormákur Kvikmyndaleikstjórinn var með „mörg járn í eldinum,“ eins og fjölmiðlum varð tíðrætt um. Hann leikstýrði stórmyndinni Everest sem frumsýnd verður á næsta ári og lagði drög að þáttunum Ófærð sem gerðir verða hér á landi og munu kosta yfir milljarð. Þegar eru hafnar viðræður um bandaríska endurgerð þáttanna. Ekkert virðist geta stoppað okkar mann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Sveinbjörg, oddviti Framsóknar í Reykjavík og flugvallarvinur, komst heldur betur í fréttirnar á árinu. Hún uppskar bæði meðbyr og gagn- rýni þegar hún tilkynnti í vor ósk sína um að afturkalla lóð sem hafði verið úthlutað undir mosku. Í haust birtust hún og flokkssystir hennar Vigdís Hauksdóttir svo óboðnar í samkvæmi hagfræði- og stjórnmálafræðinema með slæður á höfðinu og gerðu grín að öllu saman. Biggi lögga Birgir Guðjónsson lögreglu- maður leiðbeinir landanum um hvernig fara beri að í umferðinni í myndböndum á Facebooksíðu lög- reglunnar. Fjölmiðlar fóru að sýna Bigga löggu meiri og meiri áhuga eftir því sem myndböndunum fjölgaði og þá kom í ljós að hann snerti streng hjá þjóðinni: sér í lagi þegar hann opin- beraði hversu erfitt væri að ná endum í því efnahagsástandi sem við búum við. Seint á árinu féll þó nokkur skuggi á Bigga löggu þegar hann skrifaði grein á Vísi.is sem hann kallaði Greinin sem má ekki skrifa. Þótti mörgum Biggi lögga ganga í langt í skrifum sínum þegar hann gagnrýndi póli- tískan rétttrúnað hér á landi. Hafþór Júlíus Björnsson Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, hefur farið með himinskautum að undan- förnu. Hann landaði hlutverki í sjón- varpsþáttunum Game of Thrones og vakti mikla athygli úti í heimi. Hann var nýverið gerður að andliti ilmvatns- ins Vatnajökuls. Már Guðmundsson Seðlabankastjórinn Már Guð- mundsson virtist vera á útleið í ár þegar staða hans var auglýst laus til umsóknar. Flestir töldu að hann væri ekki í náðinni, enda með róttækan bakgrunn og ráðinn inn af Jóhönnu Sigurðardóttur. Már var að endingu endurráðinn og hefur setið á friðarstóli. Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti Einarsson heillaði Íslendinga með lögum sínum og söng fyrir nokkru en nú herjar hann á stærri markað. Ásgeir Trausti hefur verið á faraldsfæti í ár og hvarvetna hefur honum verið tekið með kostum og kynjum. Búast má við frekari sigrum á næstu misserum. 28 úttekt Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.