Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 40
Freyðivín og forréttir n Hér er best að nota alvöru kampavín, góð Cremant, Cava eða Prosecco. Og hafa þau brut eða þurr. n Fois Gras eða terrine, anda- og gæsalifur og lifrarkæfa. n Kavíar, algjör klassíker. n Shushi er algengur forréttur í dag og erfitt að para eitthvað við það en þurrt kampavín á séns. n Bláskel og ostrur, ef þú kemst í þær. n Ostar, en ekki fara í mjög ríka osta og ekki í harða þroskaða osta. Freyðivínið virkar best með sýruríkum ferskostum og léttari hvítmygluostum eins og brie. Þetta virkar líka sem eftirréttur. n Reyktur lax, er eitt það allra besta. 40 matur & vín Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015 Frábært þurrt ekta kampavín sem sómir sér við hvaða tilefni sem er. Láttu það eftir þér. Ástralir gera líka fínustu freyði- vín og þetta er rósafreyðivín með örlítilli sætu sem hentar vel með aðalréttum. Annað frábært kampavín sem allir ættu að prófa að drekka með mat. Cava frá Spáni eru frábær freyðivín og henta vel með mat. Mumm Cordon Rouge Brut Gerð: Kampavín Uppruni: Champagne, Frakkland Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: Kr. 6.799 Mont Marcal Brut Reserva Gerð: Freyðivín Uppruni: Cava, Spánn Styrkleiki: 11,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.999 Jacob’s Creek Sparkling Rose Gerð: Freyðivín Uppruni: Ástralía Styrkleiki: 11,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.999 Moet & Chandon Brut Imperial Gerð: Kampavín. Uppruni: Champagne, Frakkland. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 7.399 kr. (750 ml) Freyðandi mataráramót Freyðivínið fær að fljóta á gamlárskvöld. Fólk sem alla jafna leggur það ekki í vana sinn að drekka freyðivín tekur þátt í áramótagleðinni og skálar í „böbblí“ sem er auðvitað stórskemmtileg hefð en freyðivín er bara svo miklu meira en vín til að skála í einu sinni á ári eða við önnur hátíðleg tilefni. Það er nefnilega frábært matarvín og um að gera að nota það sem slíkt á gamlárskvöld. Hér eru þrjár helstu gerðirnar af freyðivíni og hvaða matur passar með. Kampavín Freyðivín Sæt Freyðivín Freyðivín með mat Einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera nafnið kampa- vín, eða öllu heldur „Champagne“. Þær þrjár þrúgur sem notaðar eru við gerð kampavíns eru hvítvínsþrúgan Char- donnay og rauðvínsþrúgurnar Pinot Noir og Pinot Meunier. Kampavín geta verið þurr, smásæt og sæt. Í öðrum héruðum Frakklands en Champagne, á Spáni, Ítalíu og víðar eru framleidd frábær freyðivín, oft með kampavínsaðferðinni. Í Frakklandi kallast þá Cremant, þau spænsku kall- ast Cava og þau ítölsku Prosecco. Flokkur ódýrra freyðivína sem þjónar öðrum tilgangi en vínin hér að ofan. Þau eru léttari til drykkju og oft alkó- hólminni en þurru frændur þeirra. Vín þessi henta vel sem fallegur drykkur til að skála í. Langflest freyðandi vín henta vel söltum, feitum eða djúpsteiktum mat. Þau eru mjög vinsæl með forréttum og ekki síðri með aðalréttinum og eftir- réttinum, sérstaklega ostum. Síðan er má ekki gleyma að vera ævintýragjarn í pörun. Það er staður í London sem heitir Bubble Dogs og þar eru bara seldar pylsur í brauði og kampavín sem svínvirkar. Þurrt freyði- vín er sýruríkt og það hentar með öllum feitum mat til að hreinsa pallett- una, það gildir jafnt um rjómakenndan brie og franskar kartöflur. Prófaðu líka gott Cava með saltri serrano-skinu, himneskt. Freyðivín og aðalréttir n Hér gildir það sama og í forréttum en líka mjög gott að leyfa sér rósafreyði- vín. Þau henta oft einstaklega vel sem matarvín. n Humar, ekki síst humarsúpa. Helst stór og mikill humar. n Hörpuskel og rækjur kannski með smá ólfuolíu og pasta. n Ljóst fuglakjöt, með feitari sósum. Freyðivín og eftirréttir n Hér mega freyðivínin vera í sætari kantinum. n Jarðarber eru klassísk. En einnig aðrir ávaxtaríkir eftirréttir. n Búðingar og sætar kökur henta líka með sætari freyðivínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.