Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 29
Halldór Halldórsson Sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Náði ekki að rétta af fylgi flokksins og endaði á að tapa einum manni frá síðustu kosningum. Reynir Jónsson Reynir Jónsson hrökklaðist úr starfi forstjóra Strætó eftir að kaup hans á tíu milljóna jeppa fyrir sjálfan sig komust í hámæli. Jeppann keypti hann án þess að spyrja kóng og prest – eftir að hann eyði- lagði sjálfur jeppann sem hann hafði til afnota í laxveiði. Hildur Lilliendahl Feministinn Hildur Lilliendahl hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu ári eftir að í ljós kom að hún hafði stundað það að atyrða tónlistarkonuna Hafdísi Huld undir dulnefni á netinu. Hildur hafði fram til þessa vakið athygli fyrir baráttu sína gegn kvenfyrirlitningu á netinu. Núvitund Karlapúl Orkulausnir Hreyfilausnir Ei ns ta kl in gs þj ál fu n 60+ Slökun Hugarlausnir Stoðkerfislausnir H ei ls ul au sn ir Sj úk ra þ já lf un Heilsumat Sá lfr æ ði ng ar Eldum betur Bo rð um b et ur A ðh al d hj úk ru na rf ræ ði ng s Sofum betur - Þín brú til betri heilsu Lausnina finnur þú í Heilsuborg www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans fimmtudaginn 8. janúar kl 18:00 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Sv ef nm æ lin ga r O ffi tu rá ðg jö f Ólöf Nordal Ólöf Nordal var öllum að óvörum skipuð innanríkisráðherra eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ólöf hafði sagst vera hætt afskiptum af stjórnmálum og hafði auk þess barist við krabbamein. Endurkomu hennar var hins vegar almennt vel tekið – bæði af samherjum og andstæðingum í pólitíkinni. Stony Þorsteinn Sindri Bald- vinsson, sem kallar sig Stony, lék í auglýsingu fyrir Pepsi með Lionel Messi og mörgum af fremstu fótbolta- mönnum heims. Auglýsingin var sýnd í yfir 100 löndum í kringum HM í knattspyrnu. Stony sló fyrst í gegn í fyrra þegar hann fékk mörg hundruð þúsund áhorf á Youtube fyrir eigin útgáfu af laginu Can’t Hold Us þar sem hann notaði glös, örbylgjuofn og fleira til að búa til hljóð. Ófeigur Sigurðsson Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðs- son komst upp í úrvalsdeildina með bók sinni, Öræfi. Gagnrýnendur héldu vart vatni yfir ágætum bókar- innar og fyrir vikið tók salan mikinn kipp. Þegar upp var staðið höfðu verið prentuð fimm upplög af bókinni og alls um ellefu þúsund eintök selst. Nú bíður Ófeigi stórt verkefni - að standa undir hæpinu. Lars Lagerbäck Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck stýrði íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu af miklum myndarskap ásamt Heimi Hallgríms- syni. Liðið vann meðal annars Hol- lendinga og Tyrki og komst í 28. sæti styrkleikalista Fifa. Liðið hefur aldrei komist svo hátt en fyrir tveimur árum var það í 131. sæti listans. Yrsa Roca Fannberg Yrsa kom sá og sigraði með sinni fyrstu heim- ildamynd „Mamma Salóme”. Myndin var kosin, fyrst íslenskra mynda, besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama hátíðinni. Að auki völdu áhorfendur hana bestu myndina á Skjald- borgarhátíðinni og hún vann titilinn „Most Moving Movie“ á Szczecin-kvikmyndahá- tíðinni í Póllandi. Það verður gaman að fylgjast áfram með Yrsu. úttekt 29 Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.