Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 35
heilsa 35Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015 M arkmið hótelsins er að gestir þess upp-lifi og nemi hluti sem breyta lífinu með jákvæðum hætti. Ragnar Sær Ragnarsson tók við rekstri hótelsins árið 2011, en hann kynntist starfsemi þess sem hótelgestur. „Ég var að glíma við veikindi vegna myglusvepps í húsi, ekki ólíkt því sem Tómas skurðlæknir og fjöldi heilbrigðisstarfs- manna á Landsspítalanum hafa verið að glíma við.“ Áður en Ragnar Sær sneri sér að hótelrekstrinum var hann virkur þátttakandi í borgarpólitíkinni og þar áður gegndi hann starfi sveitarstjóra í Bláskóga- byggð. Þegar Ragnar tók við rekstrinum ákvað hann að breyta hugmyndafræðinni og auka áherslu á fjölbreytt námskeið frekar en staðlaðar með- ferðir. „Með þessu náum við að höfða til fjöldans. Námskeiðin ná yfir fjölbreytt svið heilsu og eru vel sótt.“ Heilsudvöl býðst reglulega sem tveggja vikna tímabil en einnig er mögulegt að nýta hótelið og þjónustu þess yfir helgar til hvíldar og slökunar. Fagleg þjónusta Á Heilsuhóteli Íslands starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna. Læknir, hjúkrunarfræðingar, nudd- og heilsuráðgjafar, heilsumarkþjálfar og jógakenn- arar sjá til þess að hótelgestir fái sem besta þjón- ustu. „Við nýtum styrkleika okkar og sérþekkingu til hins ítrasta,“ segir Ragnar Sær en hótelið hefur vakið athygli utan landsteinana og fjölgar erlendum gestum stöðugt, en þeir eru nú um helmingur allra gesta. Hótelið hlaut hvatningarverðlaun ráðherra árið 2012 fyrir áhugaverðustu hugmynd að heilsu- tengdri ferðaþjónustu. Frábær aðstaða Góð heilsa byggir á góðu mataræði, hreyfingu, hvíld og slökun. Heilsuhótel Íslands er í fyrsta flokks húsnæði sem hentar vel fyrir starfsemi þess. Á hótelinu eru 50 herbergi og eru þau öll björt og góð með ljósu parketi á gólfum, stóru amerísku rúmi og er baðherbergið bæði með baðkeri og sturtu. Húsnæðið er á tveimur hæðum með fal- legum matsal, þægilegri setustofu, leikfimisal, gufubaði, infra-rauðum klefa og garði með heitum potti og stórum sólbaðspalli. „Heilsumeðferðin sem við notum hefur verið þró- uð og notuð lengi. Í meðferðinni eru skapaðar þær aðstæður í líkamanum að hann hjálpar sér sjálfur að vinna bug á óheilbrigði, sé það fyrir hendi,“ segir Ragnar. Hvert heilsunámskeið er tvær vikur. Dag- skráin er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir, heilbrigðri hreyfingu, sogæða- og bólgueyðandi nuddi, gufuböðum, hvíld og slökun. Einnig er boðið upp á einkaviðtöl þar sem farið er yfir heilsufar hvers og eins. Fjölbreytt dagskrá Námskeiðin hjá Heilsuhóteli Íslands eru fjölbreytt og nóg er um að vera allan tímann. Ragnar segir þó að gestir skulu hafa í huga að hluti af meðferðinni er hvíld og því er um að gera að velja þá dagskrár- liði sem mestur áhugi er fyrir en að gefa sér góðan einnig tíma til hvíldar og slökunar. Á hverjum morgni er boðið upp á létta göngu og morgunteygjur úti undir beru lofti. „Eftir morgun- mat er það sem við köllum útiveru sem er oft rösk ganga. Einnig er boðið upp á létta innileikfimi. Deginum er síðan varið í slökun, hægt er að fara í nudd, gufubað, infra-rauðan klefa og heitan pott. Þess á milli er gott að leggja sig, lesa góða bók eða slaka á,“ segir Ragnar. Á hótelinu eru áhugaverðir fyrirlestrar um hreinsandi meðferð, næringarfræði, markmiðasetningu, gildi hreyfingar og annað gagn- legt sem tengist heilsunni. Einnig er boðið upp á ýmsa afþreyingu, svo sem danskennslu, félagsvist, ferðir í Bláa lónið, auk þess sem góðir gestir koma í heimsókn. Spennandi tímar fram undan Margt spennandi er á döfinni hjá Heilsuhóteli Ís- lands á næsta ári. „Mars verður tileinkaður verkjum og gigtarsjúkdómum með fjölbreyttum fyrirlestr- um. Í maí kemur doktor Ásgeir Helgason frá Svíþjóð og verður hann hótelgestum innan handar, en hann er einn helsti sérfræðingur og leiðbeinandi um lífs- stílstengda sjúkdóma og enn betri heilsu,“ segir Ragnar. Námskeiðin hjá Heilsuhóteli Íslands eru kjörin fyrir einstaklinga sem vilja bæta líkamlega og and- lega líðan eða takast á við einkenni lífstílssjúkdóma. Með nýju ári koma nýjar ákvarðanir og tækifæri og því er tilvalið að kynna sér þá þjónustu sem Heilsu- hótel Íslands hefur upp á að bjóða. Unnið í samstarfi við Heilsuhótel Íslands Úr hugsjónapólitík í heilsuráðgjöf Ragnar Sær Ragnarsson sér um rekstur Heilsuhótels Íslands sem stuðlar að aukinni lífsorku hótelgesta. Ragnar Sær Ragnarsson tók virkan þátt í borgarpólitíkinni áður en hann sneri sér alfarið að rekstri Heilsu- hótels Íslands. Næstu heilsunámskeið: Vorönn 2015 - tvær vikur 2. - 16. janúar 6. - 20. mars 1. - 15. maí Einnig er hægt að bóka sérstakar heilsuhelgar. Næst: 23. - 25. janúar Betra er að panta tímanlega vegna aðsóknar á vornámskeiðin. Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur. Bókun meðferðar fer fram í síma 512-8040 milli klukkan 9-17 alla virka daga. Nánari upplýsingar: Heilsuhótel Íslands, Lindarbraut 634, 235 Reykjanesbær www.heilsuhotel.is Netfang: heilsa@heilsuhotel.is Aðstaðan á Heilsuhóteli Íslands er til fyrirmyndar. Á hótelinu eru sérstakir infra-rauðir klefar, en slíkir geislar losa eiturefni úr líkamanum og auka liðleika, blóð- flæði og súrefnisflæði. Heilsuhótel Íslands er á Ásbrú í Reykja- nesbæ, en það er ein- stakt svæði þar sem verið er að byggja upp nýtt heilsuþorp. Heilsuhótelið er nám- skeiðs- og afþrey- ingarhótel og geta einstaklingar, fyrir- tæki og félög nýtt sér þjónustu hótelsins, sem er opið allan ársins hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.