Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 38
38 heimili Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015
Skemmtilegt „tvist“
í áramótaveisluna
R eykjavík Letterpress býður upp á alhliða grafíska hönn-un, auk þess sem stofan sér-
hæfir sig í Letterpress prentun,
aldargamalli prentaðferð með nú-
tíma tvisti. Ástríða fyrir grafískri
áferð og þeirri dýpt sem prentað-
ferðin gefur skilar sér í margskon-
ar fallegum prentgripum svo sem
nafnspjöldum, merkimiðum, boðs-
kortum og glasamottum. Hildur og
Birna hanna einnig og framleiða
eigin vörulínu þar sem áhersla er
lögð á gleði og leik í texta og grafík.
Letterpress tæknin heillaði þær
stöllur en engin prentsmiðja notað-
ist við slíka tækni hér á landi svo
þær ákváðu að hefja sinn eigin
rekstur haustið 2010. „Við héldum
að við þyrftum að kaupa tækin að
utan en svo fundum við litla prent-
smiðju hér heima sem var til sölu
og við keyptum hana í heilu lagi og
prófuðum okkur áfram í bílskúrn-
um áður en við stofnuðum svo okk-
ar eigin verslun,“ segir Hildur. En
hvað einkennir þessa svokölluðu
letterpress aðferð? „Letterpress
prentun er ein af elstu prentaðferð-
unum, sem var fundin upp á 15. öld
af Gutenberg, en hugmyndin var
að auka aðgengi almennings að
bókum. Aðferðin felst í því að stöf-
unum er raðað staf fyrir staf. Let-
terpress prentun gefur auk þess
skemmtilega þrykk áferð og hægt
er að prenta á alls kyns pappír sem
aðrar vélar ráða ekki við, eins og til
dæmis 100% bómullarpappír,“ segir
Hildur.
Á aðventunni breytast áherslurn-
ar örlítið hjá Reykjavík Letterpress.
„Þá einbeitum við okkur að jólavör-
unum sem við erum að framleiða
og selja í búðum. Þetta er það tíma-
bil þar sem er mest að gera í okkar
eigin framleiðslu,“ segir Hildur.
Reykjavík Letterpress býður einn-
ig upp á nokkrar skemmtilegar ára-
mótavörur. „Það sem við höfum að
leiðarljósi þegar við erum að koma
með hugmyndir að nýjum vörum er
að vera með „extra tvist“. Við viljum
hafa einhverja hugsun á bak við vör-
urnar,“ segir Hildur. Í ár bjóða þær
upp á skemmtilegar áramótaserví-
ettur, skrifblokkir og glasamottur.
Hægt er að nálgast vörurnar
frá Reykjavík Letterpress í hinum
ýmsu búðum, svo sem Hrím og
Kraum. Nánari upplýsingar um
starfsemi Reykjavík Letterpress og
heildarlista um sölustaði er hægt að
nálgast á Facebook síðu Reykjavík
Letterpress.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Reykjavík Letterpress er hönnunarstofa í
eigu grafísku hönnuðanna Hildar Sigurðar-
dóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur.
Meðal vara sem þær framleiða eru alls
konar skemmtilegur borðbúnaður og fylgi-
hlutir sem nýtast vel í áramótaveisluna.
Í hverjum pakka eru 20 mismunandi servíettur með skemmtilegum textum, enginn
veislugestur fær sömu servíettuna og úr verður skemmtilegur leikur þar sem hægt
er að gera árið upp. Hvað var krúttlegast á árinu? Hvert var klúður ársins? En góð-
verk ársins?
Hildur Sigurðardóttir, annar eigandi Reykjavík Letterpress, en þar er ýmislegt skemmtilegt fáanlegt fyrir áramótaveisluna. Mynd Hari
Sniðug leið til að fagna nýju ári. Veislugestir geta skrifað niður væntingar og vonir
fyrir nýja árið og deilt með öðrum, ef þeir kjósa.
Fyrir góð stuðboð. Glerfínar glasamottur sem lífga upp á jóla- og áramótaboðin og
passa upp á blessaðar mublurnar.
Til sölu glæsilegt pool-borð
Tilvalið á skrifstofuna eða hobbý-herbergið.
Vel með farið og lítið notað.
Fylgir með ljós yr
borði, kúlur,
5 kjuðar og
kjuðarekki
veggfestur.
Gott verð 270.000
Upplýsingar í síma 8989381. Haukur.