Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 22
H ann er frábær sögumað- ur. Þess vegna virkar bíómyndin hans svo vel og þess vegna virka leik- sýningarnar hans. Hann er gríðarlega forvitinn og það er aldrei ládeyða innra með honum.“ Þannig lýsir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona Bene- dikt Erlingssyni, leikara og leikstjóra, sem ritstjórn Fréttatímans hefur valið mann ársins 2014. Fyrsta kvikmynd Benedikts í fullri lengd, Hross í oss, var frumsýnd á haustmánuðum í fyrra en sigurganga kvikmyndarinnar og Benedikts sem leikstjóra á kvikmyndahátíðum víða um heim hefur verið nánast óslitin síð- an. Hún var valin mynd ársins á Eddu- verðlaununum, hefur hlotið um þrjátíu alþjóðleg verðlaun, þar á meðal á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Se- bastian og í lok október var Hross í oss fyrsta íslenska myndin til að hljóta hin eftirsóttu Kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs. Sýningarréttur að mynd- inni hefur verið seldur til yfir 40 landa í öllum heimsálfum og hefur verið sýnd jafnt í Japan, Ástralíu og Rússlandi. Þá var hún á dögunum á lista kvikmynda- ritsins Empire yfir 50 bestu kvikmyndir ársins 2014. Lætur ekki vaða yfir sig Áður en myndin sló svo rækilega í gegn sagðist Benedikt vera farinn að reyna fyrir sér í harkinu vegna þess hve íslensk yfirvöld hefðu skorið niður í styrkjum til kvikmyndagerðar. Eftir að Benedikt veitti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni framleiðanda mynd- arinnar, hélt leikstjórinn þakkarræðu þar sem hann hvatti hátíðargesti til að ræða við þá íslensku stjórnmálamenn sem veisluna sóttu um mikilvægi kvik- myndagerðar en í ræðunni sagði Bene- dikt meðal annars: „Hér í salnum sitja íslenskir stjórnmálamenn sem skáru niður fjárframlög til kvikmyndagerðar um 42 prósent á þessu ári, en í kjölfar efnahagshrunsins skáru þeir fjárfram- lögin niður um þrjátíu prósent. Þannig að við erum stödd í miðri katastrófu. ... Þetta gætu orðið góðar samræður og gefið þessu mjög dýra partýi einhverja þýðingu fyrir okkur.“ Halldóra segir Benedikt vera það eðlislægt að segja það sem honum býr í brjósti hverju sinni. „Hann er alltaf til í að rugga bátnum og láta ekki vaða yfir sig en hann gerir það gjarnan á húm- orískan hátt. Það eru ekki margir sem hefðu notað þetta tækifæri í Svíþjóð til að koma pólitískum skilaboðum á fram- færi, nýkomnir úr kurteisu kokteilboði með ráðherrum. Honum er eðlilegt að vera sýnilegur með skoðanir sínar en það býr alltaf kærleikur að baki. Hann er hjartahrein og góð manneskja,“ seg- ir hún en þrátt fyrir að hafa þekkst frá barnsaldri urðu þau fyrst virkilega náin við uppsetninguna Benedikts á Orms- tungu. Benedikt er fæddur þann 31. maí 1969 og uppalinn í Reykjavík. Hann útskrifað- ist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994, hann hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum – en flestir muna eflaust eftir honum úr sjónvarps- þáttunum sívinsælu Fóstbræðrum sem raunar fóru fyrir brjóstið á einhverjum. Benedikt hefur einnig leikstýrt verkum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er kvæntur leikkonunni Charlotte Bøving og saman eiga þau þrjár dætur, Önnu Róshildi 15 ára og tvíburasysturn- ar Freyju og Brynju 6 ára. Mætti í jakkafötum til að fá virðingu Halldór Gylfason leikari er góðvinur Benedikts og hefur unnið mikið með honum í gegnum tíðina. „Ég lék í flestu sem hann setti upp þegar hann var að byrja að leikstýra. Hann er frábær leik- stjóri, hrikalega skemmtilegur og mik- ill sagnamaður. Eitt af því sem hann kenndi mér og ég hef reynt að tileinka mér er æðruleysi sögumanns. Fyrst átt- aði ég mig ekki á því hvað hann átti við en hann sagði að æðrulaus sögumaður væri sá sem tæki sér pláss og segði sög- una óttalaus. Hann sagði líka einu sinni við mig að ég væri uppáhalds leikarinn hans því ég væri svo óleikaralegur,“ seg- ir Halldór stoltur. Hann kann fjölmargar skemmtilegar sögur af Benedikt sem leikstjóra. „Einu sinni fannst honum hann ekki njóta nógu mikillar virðingar hjá leikhópn- um þannig að einn daginn mætti hann í jakkafötum, svakalega fínn, og sagð- ist sannfærður um að hann fengi meiri virðingu ef hann væri í jakkafötum. Hann sagði þetta með húmor en samt ekki. Hann hélt út í jakkafötum í heila tvö daga. Nokkru síðar fannst honum hann aftur vera að missa tökum á leik- hópnum og ákvað þá að tala við okkur á ensku til að halda okkur við efnið, og sagði þá kannski við mig: „Dóri, I want you to come in on the right side of the stage and talk louder.“ Þessu hélt hann til streitu í einn dag,“ segir Halldór og hlær. „Í eitt skiptið þegar við vorum að leika saman var Benedikt mjög ósáttur við hvernig ljóskösturunum var beint að sviðinu. Ljósameistarinn neitaði að breyta þessu og í mótmælaskyni mætti Benedikt með sólgleraugu á æfingu. Mér finnst mjög einkennandi fyrir hann hvað hann getur verið alvarlegur en samt fyndinn, og maður sér þá alltaf lítið blik í augunum.“ Með gat á buxunum Benedikt hefur verið kvændur Char- lotte um árabil en þau heilluðust hvort af öðru í Danmörku hér um árið. „Hann hefur sterka útgeislun og mikla pers- ónutöfra. Hann hefur mikinn kraft en er líka svo blíður,“ segir hún. Eitt af því sem hefur einkennt Benedikt öll þessi ár er hversu sama honum er um hvernig hann er klæddur. „Mér finnst líka mjög skrýtið hvernig honum tekst alltaf að gera göt á hnén á buxum, jafnvel nýleg- um buxum. Hann fer samt alltaf aftur í buxurnar, með gat á hnjánum. Honum finnst hann alltaf jafn sætur og það séu ekki fötin sem skipta máli,“ segir hún kómísk. „Þegar kona, sem er búin að vera með honum í 17 ár, bendir honum á að hafa aðeins meira fyrir fatnaðinum gefur hann alltaf mjög lítið fyrir það. Það segir kannski sitt um hann hvað honum finnst hann sætur, sama hvað.“ Charlotte segir erfitt að nefna galla á Benedikt og aðspurð segir hún hann aldrei vera óþægilegan út á við. „Hann er mjög meðvirkur maður þannig að hann er aldrei óþægilegur út á við. Fólk talar almennt vel um hann. Fólk í leikhúsinu vill vinna með honum og hann er bara frekar vinsæll.“ Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hefur þekkt Benedikt frá því þeir voru á leikskóla saman. Þeir eru nánir vinir og jafn stutt í grafalvarlegan húmorinn hjá Skúla og Benedikt. „Benedikt er hæfi- leikaríkur og fer ekki leynt með það. Hann leyfir öðrum að njóta hæfileika sinna í ríkum mæli. Sumum finnst hann skemmtilegur og jafnvel fyndinn en það eru nú skiptar skoðanir um það meðal vina hans,“ segir Skúli. Hann bendir á að Benedikt hafi nýtt sér íslenskan sagnaarf ótæpilega við listsköpun sína. „Sumum hefur fundist óskaplega frum- legt að segja fólki Íslendingasögurnar en vinum hans finnst þetta vera gamalt vín á ekkert svo nýjum belgjum. Svo er það náttúrulega þessi nýja bíómynd. Þar er Benedikt búinn að taka ýmsar munn- mælasögur og jafnvel þjóðsögur og mat- reiða þannig að meira að segja útlend- ingum finnst þetta skemmtilegt,“ segir Skúli alvarlegur í bragði en bætir síðan við: „Hann er auðvitað sannarlega vel að öllum þessum verðlaunum kominn. Og svo er hann einstaklega vel kvæntur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sætur og veit af því Benedikt Erlingsson er maður ársins 2014 að mati ritstjórnar Fréttatímans. Samferðamenn hans segja hann vera mikinn sögumann og þess vegna virki bíómyndin hans og leiksýningarnar jafn vel og raun ber vitni. Benedikt er afar húmorískur maður en getur verið grafalvarlegur á sama tíma þannig að ókunn- ugir vita ekki hvort skal brosa eða hlæja. Hann gekk lengi með kvikmyndina Hross í oss í maganum en það er fyrsta myndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Benedikt Erlingsson, maður ársins 2014 að mati ritstjórnar Fréttatímans, hefur vakið heimsathygli fyrir kvikmyndina Hross í oss. Sýningarréttur að myndinni hefur verið seldur til yfir 40 landa og hún hefur verið hlaðin verðlaunum. Ljósmynd/Hari Hross í oss hefur hlotið um þrjátíu alþjóðleg verðlaun, og í lok október varð hún fyrsta ís- lenska myndin til að hljóta hin eftirsóttu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. 22 maður ársins Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.