Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 33
Ta
kk
fyrir árið!
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út
Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera
lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.
Meginmarkmið allra þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félags-
skapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á uppfræðslu
þátttakenda og sögulegan fróðleik ásamt því að stuðla að öryggi á fjöllum.
Eitt fjall á viku
Alhliða fjallanámskeið ætlað þeim sem vilja gera útivist að lífsstíl. Gengið er á 52 fjöll á einu
ári eða að meðaltali á eitt fjall á viku.
Umsjónarmenn eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Kynningarfundur fyrir eitt fjall á viku: Miðvikudaginn 7. janúar, kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Eitt fjall á mánuði – létt
Þetta verkefni er hugsað fyrir byrjendur í fjallgöngum, þá sem vilja koma sér af stað að nýju
eftir hlé sem og reyndar alla þá sem vilja koma reglulegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt.
Eitt fjall á mánuði – erfiðara
Þetta verkefni er tilvalið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi
hópur ræðst til uppgöngu á aðeins erfiðari og meira krefjandi fjöll.
Tvö fjöll á mánuði
Þeim sem vilja ganga meira og hittast oftar gefst kostur á að taka þátt í báðum verkefnunum
hér að ofan á sérstöku afsláttarverði. Þátttakendur ganga þá á alls 24 fjöll yfir árið, yfirleitt
bæði fyrsta og þriðja laugardag í hverjum mánuði.
Umsjónarmenn eru Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Kynningarfundur fyrir eitt og tvö fjöll á mánuði: Fimmtudaginn 8. janúar, kl. 20 í sal FÍ,
Mörkinni 6.
Allir finna eitthvað við sitt hæfi
Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferða-
flóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða.
Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 87 árum hefur Ferðafélagið
efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.
Biggest Winner og Bakskóli FÍ auglýst nánar síðar.
F
E
R
Ð
AFÉLAG ÍSLA
ND
S
FJ
AL
LAVERKEFN
I2015
Upplifðu náttúr
u Íslands
Lýðheilsu- og fo
rvarnarverkefni
Ferðafélags Ísla
nds
Skráðu þig inn – drífðu þig út