Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 28
Gísli Freyr Valtýsson
Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra, var dæmdur í átta mánaða skil-
orðsbundið fangelsi í lekamálinu. Hann
neitaði sök alveg fram á síðustu stundu
og þáði laun frá ráðuneytinu á meðan.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér emb-
ætti innanríkisráðherra vegna lekamáls-
ins. Mikill þrýstingur hafði verið á hana
eftir að aðstoðarmaður hennar var
ákærður en Hanna Birna var lengi hörð
á því að sitja áfram. Eftir að Gísli Freyr,
aðstoðarmaður hennar, játaði sök og
hlaut dóm magnaðist þrýstingurinn og
hún sagði á endanum af sér. Fátítt er að
ráðherrar segi af sér embætti hér á landi.
Stjörnuhröp ársins 2014
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Mikið úrval af heimilistækjum
Kæli og frystiskápar
Spanhelluborð
Blástursofnar
Uppþvottavélar
Heimilistækjadagar í Fönix
20% afsláttur
Baltasar Kormákur
Kvikmyndaleikstjórinn var með
„mörg járn í eldinum,“ eins og
fjölmiðlum varð tíðrætt um. Hann
leikstýrði stórmyndinni Everest sem
frumsýnd verður á næsta ári og lagði
drög að þáttunum Ófærð sem gerðir
verða hér á landi og munu kosta yfir
milljarð. Þegar eru hafnar viðræður
um bandaríska endurgerð þáttanna.
Ekkert virðist geta stoppað okkar
mann.
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg, oddviti Framsóknar
í Reykjavík og flugvallarvinur,
komst heldur betur í fréttirnar á árinu.
Hún uppskar bæði meðbyr og gagn-
rýni þegar hún tilkynnti í vor ósk sína
um að afturkalla lóð sem hafði verið
úthlutað undir mosku. Í haust birtust
hún og flokkssystir hennar Vigdís
Hauksdóttir svo óboðnar í samkvæmi
hagfræði- og stjórnmálafræðinema
með slæður á höfðinu og gerðu grín
að öllu saman.
Biggi lögga
Birgir Guðjónsson lögreglu-
maður leiðbeinir landanum um
hvernig fara beri að í umferðinni í
myndböndum á Facebooksíðu lög-
reglunnar. Fjölmiðlar fóru að sýna
Bigga löggu meiri og meiri áhuga eftir
því sem myndböndunum fjölgaði og
þá kom í ljós að hann snerti streng hjá
þjóðinni: sér í lagi þegar hann opin-
beraði hversu erfitt væri að ná endum
í því efnahagsástandi sem við búum
við. Seint á árinu féll þó nokkur skuggi
á Bigga löggu þegar hann skrifaði
grein á Vísi.is sem hann kallaði Greinin
sem má ekki skrifa. Þótti mörgum
Biggi lögga ganga í langt í skrifum
sínum þegar hann gagnrýndi póli-
tískan rétttrúnað hér á landi.
Hafþór Júlíus Björnsson
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus
Björnsson, eða Fjallið, hefur
farið með himinskautum að undan-
förnu. Hann landaði hlutverki í sjón-
varpsþáttunum Game of Thrones og
vakti mikla athygli úti í heimi. Hann
var nýverið gerður að andliti ilmvatns-
ins Vatnajökuls.
Már Guðmundsson
Seðlabankastjórinn Már Guð-
mundsson virtist vera á útleið
í ár þegar staða hans var auglýst
laus til umsóknar. Flestir töldu að
hann væri ekki í náðinni, enda með
róttækan bakgrunn og ráðinn inn af
Jóhönnu Sigurðardóttur. Már var að
endingu endurráðinn og hefur setið á
friðarstóli.
Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti Einarsson heillaði
Íslendinga með lögum sínum og
söng fyrir nokkru en nú herjar hann
á stærri markað. Ásgeir Trausti hefur
verið á faraldsfæti í ár og hvarvetna
hefur honum verið tekið með kostum
og kynjum. Búast má við frekari
sigrum á næstu misserum.
28 úttekt Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015