Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 44

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 44
mennings. Einn þeirra sem stóöu að stofnun Deutsche Werkbund árið 1906 var listamaðurinn og arkitektinn Peter Behrens, sem á þessum tíma var einn af leiðandi arkitektum í Þýska- landi. Árið 1908 gekk hann til liðs við AEG-verksmiðjurnar þýsku í Berlín. Fyrir AEG teiknaði Behrens allt milli himins og jarðar - allt frá götuljós- um og rafmagnskötlum til stórra verksmiðjubygginga. Frægasta verk hans frá þessum tíma var vélaverk- smiðja, sem þykir meðal fegurstu slíkra bygginga sem byggðar hafa ver- ið. Stíll Behrens, sem e.t.v. mætti kalla einn af forverum Bauhaus- manna, einkenndist af einfaldleika og þeim hreinleika formsins, sem síð- ar varð aðalsmerki fúnksjónalismans og Bauhaus. Bauhaus stofnað 1918 Á teiknistofu Behrens í Berlín unnu um skeið þrír ungir arkitektar, sem allir áttu eftir að hafa mikil áhrif á byggingarrlist þessarar aldar. Það voru þeir Walter Gropius, Le Corbus- ier og Mies van der Rohe, sem nefnd- ir hafa verið hið fræga tríó evrópskra arkitekta. Árið 1918 var Walter Gropius 35 ára. Hann hafði þegar getið sér gott orð sem arkitekt. Árið 1911 teiknaði hann í félagi við Adolf Meyer skóverksmiðju fyrir Fagus Werke í Hannover. Þessi bygging varð algjört tímamótaverk. í stað þess að teikna húsið og deila því síð- an upp að innan, var öll byggingin skipulögð innan frá með tilliti til þeirrar framleiðslu sem þar átti að fara fram og hagsmuna verkafólks- ins. Þetta var í fyrsta sinn sem vinnu- hagræðing og vinnuaðstaða verka- fólksins var látin sitja í fyrirrúmi. í raun má segja, að Bauhaus hafi verið árangurinn af langri baráttu manna fyrir bættri lista- og hand- verksmenntun í Þýskalandi upp úr síðustu aldamótum. Þegar Gropius tekur að safna um sig listamönnum, sem hann vildi fá til samstarfs með sér í Bauhaus árið 1918, höfðu þegar staðið yfir um nokkurn tíma viðræður milli hans og stjórnenda lista- akademíunnar í Weimar og gamla lista- og handverksskólans í Weimar, sem lagður hafði verið niður í stríðinu þar sem stjórnandi hans, arkitektinn Hans van de Velde, var útlendingur og neyddist til að segja af sér og hverfa úr landi. Hann benti á þrjá menn sem væntanlega eftirmenn sína, þar á meðal Walter Gropius. Hinni íhaldsömu stjórn skólans leist ekki meira en svo á hugmyndir Gropiusar og þær kröfur sem hann gerði, tæki hann við stjórn akademí- unnar og lista- og handverksskólans. En að lokum náðust samningar og Gropius tók við stjórn þessara stofn- ana, sem hann bræddi saman í eina og nefndi Bauhaus, eða réttara sagt Staatliches Bauhaus Weimar. Nafnið Bauhaus merkir einfaldlega uppbygg- Bauhaus-byggingar í Dessau. ing eða nýsköpun og gefur góða hug- rnynd um hvað Gropiusi gekk til með stofnun þess. Samverkamennirnir sem Gropius safnaði um sig voru á hinum ýmsu sviðum lista og handverks og sannar- lega engir aukvisar á sínu sviði. Þetta voru menn eins og svisslendingurinn Paul Klee, sem stóð fyrir gleriðnaðar- deildinni, rússneski listamaðurinn Wassily Kandinsky, sem veitti for- stöðu deildinni fyrir veggmálverk, og ungverjinn László Moholy-Nagy sá um höggmyndalist. Bandaríkjamað- urinn Lyonel Feiningar sá um letur- gerð og svartlist, þjóðverjinn Oscar Schlemmer stóð fyrir Ieiktjaldagerð, leirkeragerð og prentlist voru undir umsjá þjóðverjans Gerhard Marcks og loks var Gropius sjálfur, sem kenndi byggingalist. Þetta voru þó aðeins nokkrir af ótal mörgum Iista- mönnum, sem komu við sögu Bau- haus. Aðrir sem vert er að nefna voru t.d. svissneski málarinn Johannes Itt- en, svissneski arkitektinn Hannes Meyer, Georg Munche, Mies van der Rohe, Josef Albers, Herbert Beyer, Marcel Breuer, Gunta Stadler-Stölzl og Marianne Brandt. Sumir þessara listamanna komu fyrst sem nem- endur til Bauhaus en urðu síðar kennarar eða leiðbeinendur. Sköpun heilstæðrar listar Markmið Gropiusar og samstarfs- manna hans með stofnun Bauhaus var að skapa nýja stétt lista- og hand- verksmanna, endurreisa hið forna tr 1 í ) 1 1 ma 11 > 44 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.