Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 49

Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 49
Út frá þessu má síðan bollaleggja ýmsilegt um eðli og upplag skák- manna — en út í þá sálma förum við ekki hér. Fine leggur þó áherslu á, að engin hrein „tegund" af skákmanni sé til — vegna þess hversu margþættu hlutverki skákin getur gegnt í lífi þess sem hana tefiir. Innhverfir — út- hverfir Fyrir nokkrum árum gerðu banda- rískir sálfræðingar athugun á 140 fremstu skákmönnum og -konum bandaríska skáksambandsins (að vísu voru aðeins sex konur í þessum hópi, en sú tala speglar víst vel hlutfall kvenna í skákheiminum — hvað sem veldur). Sálfræðipróf var lagt fyrir þetta fólk og þóttust sálfræðingarnir komast að því, að það sem einkenndi skákfólkið einna mest var það, að það var einangraðra en fólk er flest. Sálfræðingarnir notuðu hugtök, sem fengin eru frá Carl Jung, en þau hugtök hafa verið þýdd á íslensku úthverfni og innhverfni. Með því að segja að einhver sé úthverfur pers- ónuleiki er átt við, að viðkomandi hafi gaman af öðru fólki og sækist eftir félagsskap annarra. Hinir inn- hverfu búa hins vegar meira að sínu og leita lausna í sínum eigin hugar- heimi. Sérfræðingarnir komust að því með sálfræðiprófinu, að það er ein- mitt innhverfnin sem er sterkasti persónuleikaþátturinn í sterkum skákmönnum. Meðal bandarískra skákmanna reyndust slíkir persónu- leikar vera þrír á móti hverjum ein- um úthverfum. Til samanburðar má geta þess, að innhverfir persónu- leikar meðal almennings í Bandaríkj- unum eru taldir vera um helmingur. Sérfræðingarnir segja, að innhverfir persónuleikar hafi meiri einbeitingar- hæfileika en hinir úthverfu. í skák- inni komi þetta að góðum notum, því innhverfir persónuleikar hafi meiri yfirsýn en hinir og eru ekki eins lík- legir að leika af sér. Þessir sérfræð- ingar taka Bent Larsen sem dæmi um úthverfan skákmann og vilja útskýra hin annars óskiljaniegu mistök, sem hann hefur gert sig sekan um á skák- borðinu, með tilvísun til þessa þáttar persónuleika hans. Þótt sérfræðing- arnir fyndu þannig greinilegan mun á einbeitingarhæfileikum skákmanna eftir því hvort þeir töldust innhverfir eða úthverfir, fundu þeir hins vegar engan marktækan mun á leikstíl þeirra. Innsæi — skynjun í sálfræðiprófinu voru einnig pers- Ofanfrá og niður: Paul Morphy. Sigraði fremstu skákmenn heims, en dró sig síðan alfarið í hlé. Hann þjáðist af geð- rænum kvilla og lést 47 ára gamall. Alexander Alekhine. Drykkju- skapur olli honum erfiðleikum eftir að hann varð heimsmeistari. Bobby Fischer. Hegðan hans vakti ekki minni eftirtekt en frammistað- an á taflborðinu. Max Euwe. Einn örfárra skáksnill- inga sem lifað hefur eðlilegu fjöl- skyldulífi. ónuleikaþættirnir innsœi-skynjun prófaðir. Þessir þættir eiga að lýsa því hvernig við upplifum staðreyndir. Skynjunin er það sem skynfæri okkar nema, en innsæið lýtur að því hvernig við vinnum úr því, sem skynfærin rétta okkur. Ef við sjáum ljós skína úr glugga húss og heyrum frá því dunandi dansmúsík, getum við hæg- lega dregið þá ályktun, að húsráð- endur séu heima við góða skemmtan. Svo þarf þó ekki að vera. Flúsráðend- ur geta hafa brugðið sér af bæ, en gleymt að slökkva ljósin og skilið út- varpið eftir í gangi. Innsæið lýtur þannig ekki að því sem er heldur því sem við höldum að sé. Samkvæmt sálfræðiprófinu reyndust helmingi fleiri bestu skák- menn Bandaríkjanna falla undir flokkinn innsæi en skynjun. Almennt er þessu víst þveröfugt farið og gott betur, því talið er að skynjarar séu þrefalt fleiri en innsœismenn í hópi mannkyns. Insætt fólk er yfirleitt tal- ið meira skapandi en „skynjarar" og þeir eru einnig líklegri til að finna afbragðs lausnir. 48 prósent bestu skákmanna Bandaríkjanna töldust bæði innhverfir og innsæir, en talið er að þessa samsetningu sé að finna hjá aðeins fjórum prósentum mannkyns. Hugsun — tilfinning í sálfræðiprófinu var einnig prófað- ur þáttur, sem kalla má hugsun — tilfinning. Með hugsuninni vegum við og metum allar staðreyndir mála og tökum ákvarðanir út frá því, en „til- finningaverur“ setja álit og tilfinning- ar annarra, einnig okkar sjálfra, ofar staðreyndum. Almenningur skiptist nokkuð jafnt niður á þessa hópa. í hópi skák- manna eru „hugsuðir“ mun fleiri en „tilfinningaverurnar“, eða þrír á móti einum. Rökfesta — næmi Maður sem myndi falla í flokkinn ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.