Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 59

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 59
MATARLIF Apríkósu-rjómaosta- kaka Mikið er borið í þessa rjómaosta- köku, enda bragðið eftir því. í hana þarf eftirfarandi: 170 g af þurrkuðum apríkósum plús 6 þurrkaðar apríkósur 1/3 bolli af heilhveiti- eða hveiti- tvíbökum 3/4 bollar plús 1 tsk. sykur 1 msk. af ósöltuðu mjúku smjöri 2 msk. plús 2 tsk. apríkósulíkjör 450 g af rjómaosti 2 stór egg V2 bolli af sýrðum rjóma l/4 bolli af apríkósusultu Látið 170 g af apríkósum í pott ásamt lVi bolla af vatni og látið sjóða í u.þ.b. 45 mínútur, eða þar til apríkósurnar eru mjúkar og vatnið hefur að mestu gufað upp. Kælið. Myljið tvíbökurnar, blandið 2 msk. af sykri saman við ásamt smjörinu. Smyrjið djúpt kökuform að innan og Apríkósuostakaka setjið síðan tvíbökublönduna í botn- inn. Þrýstið vel á og látið blönduna ná vel upp á hliðarnar í forminu. Hrærið apríkósurnar í mauk (gott að eiga blandara!) ásamt vatninu sem eftir var í pottinum og apríkósu- líkjörnum. Bætið rjómaostinum útí, eggjunum og Vi bolla og 2 msk. af sykri og hrærið vel saman. Hellið þessu í formið og bakið í miðjum ofni við 190° í 30 mínútur (athugið að ofninn þarf að vera heitur áður en kökunni er stungið inn). Látið kök- una síðan standa í 5 mínútur eftir að hún er tekin úr ofninum (hún fellur ekki). Blandið saman sýrða rjómanum og 1 tsk. af sykri, smyrjið þessu jafnt ofan á kökuna og bakið í 5 mínútur í viðbót. Látið hana síðan kólna alveg í forminu. Losið þá formið, setjið ál- pappír lauslega yfir kökuna og látið standa í ísskáp yfir nótt. Hitið apríkósusultuna í litlum potti, látið hana síðan í gegnum sigti og hellið yfir kökuna. Skerið apríkós- urnar sex niður og raðið meðfram brúnum kökunnar og burstið yfir þær með dálítilli apríkósusultu. LUXAFLEX Rimlagluggatjöld PÍLU - RÚLLUGLUGG ATJÖLD Suöurlandsbraut 6 Sími83499 ÞJÓÐLÍF 59

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.