Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 12

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 12
Þ að er tvennt sem OECD mælir til að sjá hvar þjóðirnar standa. Það er í fyrsta lagi færni lækna og annara sérfræð-inga og í öðru lagi aðgengi, hvort biðlistar séu langir. Það að sérfræðingar séu hættir að koma til baka úr námi og sú stað- reynd að tækjabúnaður og vinnuaðstaða versnar þýðir bara það að færnin minnkar og aðgengi versnar,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, þegar hann er spurður hvernig honum lítist á ástandið í heilbrigðiskerfinu. „Allt frá 1935 hafa íslenskir læknar almennt farið út í sérnám og komið svo aftur heim. Nú koma þeir ekki heim. Þetta þýðir að færninni hrakar sem er mjög sorglegt því að í síðustu OECD skýrslum þá koma Ísland og Norðurlöndin best út í færni þegar á heildina er litið.“ Þannig að við erum að missa þetta forystuhlutverk sem við höfum verið í? „Já, ef þetta heldur svona áfram. Og það er grafalvarlegt. Norður- landabúar eru farnir að vara okkur við. Það er mikið hringt í mig af vinum og gömlum starfsfélögum, jafnvel að utan, og þeir spyrja hvað sé eiginlega í gangi hérna. Þeir verða auðvitað varir við það að íslensku læknarnir eru ekki að fara heim aftur.“ Þú fórst sjálfur í nám til Svíþjóðar og Englands á sínum tíma. Datt þér í hug að snúa ekki til baka? „Nei, alls ekki. Ég ætlaði alltaf heim þrátt fyrir að konan mín heitin hafi verið sænsk. Ég var búinn að vera í fimm ár úti í sérnámi þegar ég sótti um deildarlæknastöðu heima. Þá fluttum við heim og vorum hér í tvö ár, eða þangað til að ég vildi fara aftur út og sérhæfa mig frekar í hjartasjúkdómum. Þá vorum við úti í fjögur ár í viðbót en svo fluttum við aftur heim. Hún var til í það, hafði hrifist af Íslandi.“ Var það vegna barnanna sem þið fluttuð aftur heim? „Þú segir nokkuð. Við vorum með þrjú lítil börn og elsta dóttir okkar var komin í skóla og mig rámar í samtöl um það að við þekktum enga kennara og vissum ekkert um skólana. Já, ætli það hafi ekki verið hluti af því. Ingu féll líka mjög vel við Ísland og lærði íslensku á engum tíma. Það kom bara ekkert annað til greina en að fara aftur heim. Svoleiðis var það áður. Fyrir og eftir stríð fóru læknar út og 80% þeirra komu heim aftur. Það jók auð- vitað færnina hér heima. Menn voru að fara út í sérnám í mörg ár á bestu spítölunum og kom svo heim með reynslu og þekkingu.“ Finnst þér launakröfur lækna óraunhæfar? „Nei, það finnst mér ekki. Við þurfum að taka inn í myndina að læknar eru í mörg ár í grunnnámi, flestir sex eða sjö, og svo bæta þeir við sig fimm eða tíu árum erlendis. Svo koma þeir heim og fá rúmar fimm hundruð þúsund krónur fyrir fulla vinnu. Svo er hægt að bæta við sig yfirvinnu en unga fólkið vill ekki bæta við sig yfir- vinnu. www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju w.lyfja.is Optibac Probiotics One week flat 20% afsláttur Gildir til 19. desember. Gott að grípa til þegar við leyfum okkur meira. Hjálpar til við niðurbrot á fæðunni. Eyðir lofti og þembu úr meltingunni. Ráðherrar lenda ekki á biðlistum Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir Ís- lendinga hafa alla burði til að vera í forystuhlutverki í heilbrigðismálum og því sé þróunin sem eigi sér stað núna sorgleg. Hann hefur áhyggjur af læknaskorti, biðlistum og tali um einkavæðingu. Er það ekki að hluta til því samfélagið hefur breyst. Nú deila karlar og konur ábyrgð heimilisins og það bara gengur ekki upp að annar aðilinn sé alltaf í vinnunni? „Jú, að sjálfsögðu. Konan var heima áður en hún neitar því í dag og vinnur jafn mikið úti og karlinn. Háskóla- menntuð kona sættir sig ekki við að standa við eldavélina daginn út og daginn inn. Allar tengdadætur mínar eru háskólamenntaðar eins og synir mínir og vilja að sjálfsögðu vinna. Það þýðir að synir mínir verða að vinna helminginn af vinnunni heima. Þeir geta ekki verið allar helgar á vöktum útí bæ. Það kæmi á endanum niður á fjölskyldunni og ekki er það nú gott fyrir samfélagið? „Nei alls ekki. Athugaðu það að menn eru að vinna 100 til 150 yfir- vinnustundir í mánuði. Það þýðir fimm til sjö tíma á dag! Ég held að það verði bara að hækka þessi laun. Það er engin stétt í þessari stöðu. Auðvitað eru aðrir háskólaborgarar sem eyða miklum tíma í nám en það er ekki nema hluti fólks sem fer í langt doktorsnám. Þessi stétt fer í þetta langa nám og kostar það sjálf. Ríkið leggur ekkert til þar.“ Nú varst þú landlæknir í 25 ár. Hvernig er að horfa upp á ástandið og að sjá lækna í fyrsta sinn í verkfalli? Sástu þetta fyrir? „Ég sé þetta fyrir núna. Maður spyr sig hvort Ísland eigi eftir að verða einhverskonar útkjálkaland, þar sem læknar koma og vinna tímabundið og fara svo bara aftur. Standardinn fer lækkandi og við verðum að bregðast við. Og við verðum líka að muna það að við erum hluti af stærri heild. Taktu eftir því að flugstjórar eru með milljón á mánuði. Af hverju? Því þeir eru á alþjóðlegum staðli og ganga bara út ef launin eru lægri hér. Af hverju ættu læknar ekki að gera það líka? En að sama skapi mega læknar samt líka hafa í huga að grunnnámið á Íslandi er ódýrt“ Þurfum við ekki að byggja nýjan spítala? „Vitaskuld verður að byggja nýjan spítala sem fyrst. Við erum góð í steinsteypu, en hvað eigum við að gera með tóman spítala?“ Sumir segja að við séum of lítil þjóð til að geta rekið heilbrigðiskerfi á heims- mælikvarða. „Það má auðvitað spyrja sig að því en við höfum gert það hingað til. Heil- brigðisþjónustan á Íslandi er svipuð og á Norðurlöndunum, hún er skatt- fjármögnuð. Skattarnir borga 80% af heilbrigðisþjónustunni. Þetta er allt annað en í til dæmis í Bandaríkj- unum þar sem 70% þegnanna eru tryggðir í gegnum tryggingafélög. Það er mikilvægt að velta fyrir sér ár- angrinum og bera hann saman. Ævi- líkur á Norðurlöndunum eru með því hæsta sem gerist í heiminum og ung- barnadauði og mæðradauði er hvergi lægri en á Íslandi. Ef við horfum á heilsufar ungra barna þá erum við líka með besta árangurinn. Meðferð- ir við hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini eru líka í topp sætunum hér, ásamt Norðurlöndunum. En á sama tíma er kostnaðurinn á bak við þennan góða árangur lægstur meðal þróaðra landa. Hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 9% hér, og ef litið er á kaupmáttargildi í alþjóðleg- um dollurum er verðið líka mjög lágt. Og hvert er hlutfallið í Bandaríkj- unum? Þar er hlutfallið um 17% af lands- framleiðslu. Þeir eru þar að auki með marktækt lægri ævílíkur en hér og dánarlíkur 15 til 65 ára, sem segja mikið um áhrif forvarna, eru mun hærri en hjá okkur. Þeir eru með sjö ungbarnadauða á móti tveimur hjá okkur og tíðni mæðra- dauða er fjórfalt hærri en hjá okkur. Það má ekki gleyma því að Banda- ríkjamenn eru með topp spítala og eru framarlega í vísindarannsókn- um en þjónustan er svo ójöfn, hún nær ekki til allra. Og ef við tökum meðaltal af árangri þá eru þeir langt á eftir Evrópu þar sem skattarnir borga þjónustuna.“ Þú ert semsagt ekki hrifinn ef einka- rekinni heilbrigðisþjónustu? „Sko, þú þarft að gera þrennt. Kaupa í matinn, kaupa bíl og fara til læknis. Þú velur sjálf hvað þú ætlar að borða og þú lætur ekki bílasalann velja bíl fyrir þig. En þegar þú ferð til læknis þá veistu ekki mikið um þinn sjúkdóm og svo veistu enn minna um lækningu á honum. Kaupandinn er þannig ekki á sama stigi og seljandinn svo það er mjög líklegt að þú verðir plötuð. Frumkvöðlar kapítalismans, Adam Smith og John Stuart Mill, börðust fyrir markaðsrekinni þjónustu en þeir sögðu samt að sumt passaði ekki við markaðsþjónustu; samgöngur, öryggismál, menntun og heilbrigðis- þjónusta. Sjálfur er ég markaðsmaður en ég vil alltaf fá bestu þjónustuna en ekki láta plata mig. Menn verða bara að skilja að markaður og heilbrigðis- kerfi fara ekki saman.“ Finnst þér viðhorf ráðamanna til heil- brigðiskerfisins breyst? „Ég var landlæknir í 25 ár og þurfti því oft að heimsækja Alþingi og mín tilfinning var og er alltaf sú að menn setja sig ekki nógu mikið inn í heil- brigðismálin. Einhvernveginn er það líka þannig að ráðherrar og þing- menn lenda ekki á biðlistum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir: „Maður spyr sig hvort Ísland eigi eftir að verða einhverskonar útkjálkaland, þar sem læknar koma og vinna tímabundið og fara svo bara aftur. Ljósmynd/Hari Hver er Ólafur Ólafsson Ólafur varð stúdent frá MR 1948 og fór svo í kandídatsnám til Danmerkur. Hann fór í framhaldsnám til Svíþjóðar og Englands þar sem hann sérhæfði sig í hjartasjúkdómum, lyflækningum og faraldsfræðum. Hann flutti heim með Ingu-Lill Mari- anne, konu sinni, árið 1967. Í fimm ár var hann yfirlæknir á rannsóknarstofu Hjartaverndar en árið 1972 tók hann við embætti land- læknis og gegndi því til ársins 1988. Ólafur á sjö börn og ekkert þeirra er læknir. „Kannski vegna þess að börnin sáu hvað við þurftum að vinna mikið,“ segir Ólafur. ? 12 fréttaviðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.