Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 26

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 26
Það kennir ýmissa grasa í fjölbreyttum matvöruverslunum borgarinnar. Fersk krydd frá Austurlöndum fjær, heimagert tófú úr Reykjavík, pylsusinnep frá Póllandi og geitaostur frá Istanbúl eru kærkomin krydd í matarflóru borgarinnar. IKEA Kauptúni 4 Garðarbæ. Hvernig vörur: Sænskar matvörur. Vinsælast: Nammibílar, Marabou- súkkulaði, kjötbollur, síld, kavíar í túbu og blöndudjúsar. „Frænka mín sem býr í Sví- þjóð kom hingað í sumar og ákvað að halda veislu. Hún fékk allt í ekta sænska síðsum- arsveislu hér. Hingað kemur mikið af Svíum að kaupa í matinn. Kjötbollurnar eru alltaf jafn vinsælar en þó ekki jafn vinsælar og Marabou- nammið. Svo núna um jólin er smákökudeigið og sænska jólaglöggið mjög vinsælt. IstAnbul MArKEt Ármúla 42 Reykjavík. Hvernig vörur: Tyrkneskar og frá Balkan-skaganum. Vinsælast: Fetaostur, búlgur, þurrkaðir ávextir, hunang, kaffi, te, pylsur og krydd. „Fetaosturinn er langvin- sælastur því við erum með alvöru geitafeta. Það er allskonar fólk sem verslar hér. Á Íslandi eru bara um 50 manns frá Tyrk- landi en matarmenning okkar er mjög lík þeirra á Balkanskaganum og það eru margir þaðan hér á landi. Hér sel ég allt sem ég saknaði mest frá Istan- bul. Bulgur, ost, svartar og saltar ólívur, döðlur og gott kaffi. Og alvöru hunang, sem ég tek eina skeið af á hverjum morgni því það er svo hollt.“ EIr Bíldshöfða 16 og Laugavegi 16 Reykjavík. Hvernig vörur: Flestar frá Taílandi, Kína og Filippseyjum. Vinsælast: Ostrusósa, ferskt papaya, hrísgrjón, þurrkað chili og fersk krydd. „Við fáum ferskt græn- meti tvisvar í mánuði og þá er langmest að gera hjá okkur. Þá er papaya og ferska kryddið fyrst að fara. Papaya notum við aðallega í salöt og blöndum þá chili og fersk- um kryddum með. Svo eru hrísgrjónin mjög vinsæl hér því við erum með svo mikið úrval sem fæst ekki annars- staðar. Hingað á Bíldshöfða koma aðallega veitingahúsa- eigendur en á Laugaveginum verslar mikið af Íslendingum og túristum.“ DAI PHAD, AsIAn suPErMArKEt Faxafeni 14 Reykjavík. Hvernig vörur: Aðallega frá Kína og Taílandi, en líka Japan. Vinsælast: Núðlusúpur, núðlur, tófú, sojasósa, banana-tómatsósa, grænmeti, reykelsi og kaffi frá Víetnam. „Núðlusúpurnar eru mjög vin- sælar. Við borðum þær aðallega í morgunmat og þá bætum við venjulega harðsoðnu eggi út í og smá svínakjöti. Hér verslar mikið af grænmetisætum því við erum með mikið úrval fyrir þær, líka fulla frystikistu bara fyrir vegan- grænmetisætur. Við erum líka með besta tófú-ið í bænum hérna en það er taílensk kona sem framleiðir það í Reykjavík. Reyndar er svínapuru- snakkið og baunaspírnar líka mjög vinsælar vörur og eru líka fram- leiddar í Reykjavík.“ InDíA sól Suðurlandsbraut 4 Reykjavík Hvernig vörur: Indverskar, afrískar, portúgalskar og spænskar. Vinsælast: Indverskt krydd, þurrkaðar Dahl-baunir, mjöl, ghee, basmati-hrísgrjón og pálmaolía. „Við erum með mjög persónulega þjónustu hér og tökum vel í ábendingar um nýjar vörur. Við erum ekki bara með indverskar vörur heldur erum við líka með afríska hillu og portúgalska. Svo leynast spænskar vörur hér inn á milli því ég er frá Spáni. Hingað kemur mikið af græn- metisætum og áhugafólki um heilsu í leit að öðruvísi vörum eins og kókosolíu, ghee eða kjúklingamjöli. Við erum með mjög fjölbreyttan fastakúnnahóp sem fer sífellt stækkandi.“ Kostur Dalvegi 10 Kópavogi. Hvernig vörur: Lágvöruverðsverslun með áherslu á amerísk vörumerki, oftast í stórum umbúðum. Vinsælast: Ferskt grænmeti, þvottaefni, glúteinfríar vörur, nammi og CocoPuffs. „Það er mest að gera hjá okkur þegar ferska grænmetið og ávextirnir koma beint frá Amer- íku á þriðjudögum og fimmtudögum. En lang- vinsælasta varan okkar er Kirkland þvottaefnið í stórum umbúðum, það ríkur út. Svo er nammi í stórum umbúðum líka vinsælt. Hingað kemur ekkert svo mikið af Am- eríkönum, hér verslar bara allskonar fólk. Ég er búin að vinna hér í fimm ár og elska það.“ MInI-MArKEt Drafnarfelli 14 Breiðholti og Hringbraut 92 Keflavík. Hvernig vörur: 70% pólskar vörur í bland við íslenska matvöru. Vinsælast: Súrar gúrkur, mæjónes, pylsur, sinnep, kartöfludömplings, ávaxtasafi, makríll, síld og nammi. „Súru gúrkurnar eru lang- vinsælastar því það er okkar helsta meðlæti með kjöti og brauði. Mínar uppá- haldsgúrkur koma úr poka en ekki krukku. Við notum líka mikið af sinnepi og mæjónesi svo við höfum gott úrval af því. Þetta er hverfisbúð sem allskonar fólk verslar í en hingað kemur líka mikið af Pól- verjum úr öðrum hverfum. Svo kemur líka mikið af for- vitnu fólki sem er að skoða og kaupir kannski bara einn hlut.“ Minerva Iglesias verslunastjóri. Bryndís Björnsdóttir afgreiðslustúlka. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hafsteinn Bao Duong eigandi. Agnieszka Jakubek ásamt manni sínum og eiganda verslunarinnar, Piotr Jakubek. Sasima Panka- wongnaayuthaya, afgreiðslukona í Eir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, svæðisstjóri sænska matarhornsins. Yusuf Koca eigandi. Vantar þig svínaeyra úr tófu eða sítrónugras frá Tælandi? 26 úttekt Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.