Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 30

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 30
Þ etta var algjör geðveiki. Mér finnst eiginlega nærtækast að líkja þessu við fæðingu. Þetta var rosalega erfitt en afraksturinn er yndislegur og von- andi gleymi ég fljótt hversu erfitt þetta var,“ segir Rakel Sölvadóttir, stofnandi reKode Education, sem nýverið lauk þátttöku í Kaplan Ed- Tech viðskiptahraðlinum í Banda- ríkjunum. Um er að ræða þriggja mánaða stíft prógramm sem fer fram á skrifstofu Techstars í New York, en þar fá þátttakendur skrif- stofuaðstöðu, aðgengi að mentor- um og fjárfestum auk aðgengis að fjármagni. Af þeim 500 teymum sem sóttu um komust aðeins 11 að en erfiðara er að komast að í Kaplan Techstars en í Harvard háskólann eða Yale. „Ég sagði þeim í hinum teymunum að þetta prógramm reyndi meira á mig en þegar ég var á sjó og var mest úti í 58 daga í Smugunni,“ segir Rakel. Viðskiptahraðlinum lauk 22. október þegar hvert teymi kynnti sig fyrir fjárfestum. „Ég var vissu- lega með smá hnút í maganum áður en ég steig á svið en mér leið samt virkilega vel því ég hef svo mikla trú á því sem við höfum verið að gera,“ segir Rakel. Ólíkt því sem hún bjóst við var ferlinu þó hvergi nærri lokið heldur er hún enn að ferðast um Bandaríkin og funda með mögulegum fjárfestum. „Það er algengt að loknum svona viðskiptahraðli að það taki um 4 til 8 vikur að ljúka þeim fjárfestinga- fasa.“ Hún vill ekkert gefa upp um hverja hún er í viðræðum við en segist afar bjartsýn. Fyrsta tæknisetur sinnar tegundar í heiminum ReKode Education spratt upp úr hinu íslenska fyrirtæki SKEMA sem Rakel stofnaði árið 2011 og er leiðandi í kennslu og ráðgjöf í notk- un tækni og forritunar á grunn- og framhaldsskólastigi á Íslandi. Rakel er með ADHD og rakst illa í hinu hefðbundna skólakerfi. Þegar hún sá að sonur hennar, sem nú er 11 ára, átti við svipaða erfiðleika að stríða fannst henni að eitthvað þyrfti að breytast í menntakerfinu. Á þeim tíma var Rakel að læra sál- fræði og ákvað að samþætta þekk- ingu sína á sálfræði og forritun á Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ® nýjan hátt. Sú hugmynd þróaðist út í stofnun SKEMA. „Margir krakkar sem koma á námskeið hjá okkur eiga erfitt með að finna sig í hinu hefðbundna menntakerfi.“ Í heild hefur Skema tekið á móti ríflega 3500 krökkum á námskeið á Íslandi og rúmlega 300 kennur- um og 13. desember mun SKEMA síðan opna formlega fyrsta tækni- setur sinnar tegundar í heiminum á Íslandi. Fyrir ári ákvað Rakel að söðla um og hefja uppbyggingu á alþjóð- legu mennta- og tæknifyrirtæki og flutti til Bandaríkjanna með börnunum sínum tveimur, Daníel Breka 11 ára og Ólínu Helgu 14 ára, tveimur köttum og hundi. Fjölskyldan er búsett í Redmond, í Washingtonfylki en þar er fjöldi stórra tæknifyrirtækja, og býr hún því nánast í bakgarði Microsoft og nálægt Amazon og Google. „Þessi staðsetning lá beinast við enda hefur Bill Gates verið idol hjá mér síðan ég var 9 ára og byrjaði að forrita. Við ákváðum að hefja starfsemi reKode hér og þegar við færum út kvíarnar verður næsti staður væntanlega líka í stóru tæknisamfélagi.“ Börn Rakelar eru aðstoðar- kennarar Hún segir það hafa verið gríðar- lega gleðifrétt þegar hún komst að því að teymi reKode komst að í við- skiptahraðlinum. „Auðvitað finnst öllum sitt fyrirtæki vera flottast en þetta var í raun viðurkenning á því að reKode hefur alla burði til að vaxa á alþjóðavísu og þykir vænlegt fyrir fjárfesta. Þetta var líka viðurkenning á því starfi sem við erum að vinna.“ ReKode komst að í viðskiptahraðli sem fór fram í New York og það var fyrst þegar fyrirtækið varð fyrir valinu sem finna þurfti út úr því hvernig ætti að koma því við að búa í New York um þriggja mánaða tímabil. Þar sem Rakel er einstæð móðir fluttu foreldrar hennar út til að hugsa um börnin og heimilið á meðan hún var í burtu. „Þau hafa alltaf stutt mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Þau eru um sjötugt og höfðu einungis komið einu sinni áður til Bandaríkjanna en engu að síður komu þau til að hjálpa mér. Ég lít ekki svo á að þessi tími minn með börnunum sé glataður því þau fengu að upplifa gæðastundir með ömmu sinni og afa sem mér finnst mjög dýrmætt.“ Daníel Breki æfir fótbolta og ferðuðust þau með honum á fótboltamót, en Ólína Helga er orðin afar sjálf- stæð, þrátt fyrir ungan aldur, og er þegar farin að vekja athygli í tæknigeiranum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Börn Rakelar voru einskonar tilraunadýr þegar hún var að þróa kennsluaðferðir sínar og þrátt fyrir lítinn áhuga Ólínu Helgu í byrjun er hún nú afar áhugasöm og þakklát móður sinni fyrir að hafa kveikt þennan áhuga. Á síðasta ári var Ólína Helga í öðru sæti í valinu á Tæknistelpu ársins í Evrópu (Digital Girl of the Year Award) og árið þar á undan vann hún forritunarkeppni á vegum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en hún skráði sig til þátttöku ásamt hópi nemenda Skema. Hún og Daníel Breki hafa frá upphafi verið aðstoðarkennarar á nám- skeiðum SKEMA og nú reKode. Alls ekkert lúxuslíf Á fyrstu fjórum vikunum í Kaplan Techstars hitti Rakel og teymið yfir 90 mentora á hraðfundum, en fundirnir voru allt að sex á dag. „Það er talað um að það tengslanet sem fæst í gegnum þetta jafn- gildi því sem hefðbundin sprota- fyrirtæki byggja upp á tveimur árum. Þetta tók á en var vel þess virði,“ segir Rakel. Hún tekur fram að það hafi sannarlega ekki verið neitt lúxuslíf sem hún lifði á Karlremba verður rauðsokka Rakel Sölvadóttir er í viðræðum við alþjóðlega fjárfesta sem hafa augastað á fyrirtæki hennar, reKode. Rakel flutti til Banda- ríkjanna í fyrra og var að ljúka þátttöku í viðskiptahraðlinum Techstars sem er erfiðara að komast inn í en Harvard-háskóla. Hún lagði nótt við dag í Techstars og þar sem Rakel er einstæð móðir komu foreldrar hennar til Seattle til að sjá um börnin og heimilið á meðan. Rakel var á sínum tíma samfleytt 58 daga á sjó í Smugunni en segir að Techstars hafi verið erfiðari áskorun. Hún segist lengi vel hafa verið mikil karlremba en nú er hún reynslunni ríkari og á góðri leið með að verða rauðsokka. Hver er Rakel Sölvadóttir Fædd: 22. septem- ber 1975. Börn: Daníel Breki (11 ára) og Ólína Helga (14 ára). Foreldrar: Ragn- heiður Ólafsdóttir og Sölvi Steinberg Pálsson. Menntun: BS í tölvunarfræði og tveggja ára sál- fræðinám. Áhugamál: Fjall- göngur, mótorhjól, samvera með börnunum og allt nördadót eins og tölvur, tækni og tölvuleikir. Fyrri störf: Fisk- vinnsla, háseti á frystitogara og hugbúnaðarsér- fræðingur. Átrúnaðargoð frá 9 ára aldri: Bill Gates, stofnandi Microsoft. Safnaði sem krakki: Glansmyndum (ótrúlegt en satt) og límmiðum. Fyrst til útlanda: 19 ára í útskriftarferð til Portúgal. ? Rakel Sölvadóttir lauk nýverið þátttöku í viðskiptahraðlinum Kaplan Techstars í Bandaríkj- unum með fyrirtækið sitt reKode en erfiðara er að komast þar að en í Harvard háskóla eða Yale. Bill Gates hefur verið idol hjá mér síðan ég var 9 ára og byrjaði að forrita. Framhald á næstu opnu 30 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.