Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 36
Sambandið
styrktist
þegar allt
annað hrundi
Í bók Björgólfs Thors Björgólfssonar, Billions to Bust – and
Back, sem kom út í vikunni fjallar hann á opinskáan hátt
um fjölskyldu sína. Til þessa hefur Björgólfur lagt sig fram
um að halda einkalífi sínu fyrir sig. Við grípum hér niður
á nokkrum stöðum í bókinni þar sem Björgólfur fjallar um
samband sitt og eiginkonunnar; Kristínar Ólafsdóttur; og
sambandið við föður sinn, Björgólf Guðmundsson.
T ímarnir tóku á í einkalífinu. Í viðskiptum naut ég spennu kapphlaupsins og verð-
launanna fyrir árangurinn. Heima
fyrir voru átök og árekstrar. Það
var mikið tilfinningalegt og and-
legt ójafnvægi. Ég mætti á Mónakó-
kappaksturinn á snekkjunni minni
og hélt veislur og mætti með Krist-
ínu á Óskarsverðlaunin, en það var
holur hljómur í þessu öllu,“ skrifar
Björgólfur Thor um árin þegar allt
gekk honum í hag í viðskiptum.
Hann segir að samband sitt og
eiginkonunnar, Kristínar Ólafs-
dóttir hafi gengið brösuglega á
uppgangstímunum en batnað þegar
hann tókst á við eftirköst hrunsins,
merkilegt nokk.
„Á uppgangsárunum hélt hún sig
mest í London á meðan ég ferðaðist
um heiminn í viðskiptaerindum. Við
áttum okkar fyrsta barn árið 2005,
þegar ég var á hátindi starfsferilsins
og tímarnir voru erfiðir: Hún vildi
koma sér einhvers staðar fyrir á
meðan ég keypti þotu og snekkju
og sveimaði um heiminn. Þetta voru
ekki góðir tímar í sambandi okkar
og við hættum saman árið 2006 í
nokkra mánuði en byrjuðum aftur
saman síðar. Þetta varpar ekki góðu
ljósi á mig, en ætli ég hafi ekki byrj-
að seint í föðurhlutverkinu og þurft
tíma til að venjast hugmyndinni,“
segir hann.
Leitaði til andlegs leiðbein-
anda
„Það er undarlegt til þess að hugsa
að þegar fjárhagslegur heimur
minn leystist upp fór einkalífið að
batna. Kannski ætti það ekki að
koma á óvart. Ég átti enn þá húsið
mitt í Notting Hill, næga peninga
til að lifa yfirmáta vel og peninga
í sjóðum fyrir börnin. Auðmýktin
sem felst í að fara í gegnum fjár-
hagslega endurskipulagningu er
ein af forsendum þess að endurreisa
sambönd.
Ég byrjaði að hitta andlegan leið-
beinanda á þriggja mánaða fresti
eða svo sem gat veitt mér ráð í allt
öðru samhengi en ég var vanur. „Þú
ert bestur í því sem þú gerir,“ sagði
hún við mig. „Þú kannt að fjárfesta
en þú ert að brenna kertið í báða
enda. Þetta kemur niður á heils-
unni. Af hverju fjárfestirðu ekki í
sjálfum þér, fjárfestir í heilsunni?“ Ég fór
að stunda líkamsrækt og fékk ávöxtun
af því. Hún sagði við Kristínu: „Ef hann
hlustar ekki skaltu senda honum tölvu-
póst.“ Það virtist virka. Einnig hjálpaði
að verða faðir á ný. Við áttum okkar ann-
að barn í miðju hruninu. Við giftumst í
lok árs árið 2010. Fjölskyldulífið var að
styrkjast og ein leið til að skapa verð-
mæti kom í stað annarrar.
Þetta tímabil var ótrúlega gremjulegt
en gaf kost á mikilli sjálfsskoðun. Ég fór
í göngutúra og sagði við sjálfan mig: „En
hvað ég bý í fallegu hverfi. Ég á yndis-
legan hund. Ég er á leiðinni til baka í
draumahúsið. Ég byggði þetta hús þar
sem kona og börn bíða eftir mér. Þetta
er alveg frábært.“ Þessir hlutir sem ég
hafði ekki tíma fyrir áður voru að síast
inn núna. Ekki að þetta væri það eina
sem stóð eftir, heldur var ég rétt ný byrj-
aður að komast á bragðið. Ég fór að eign-
ast fleiri vini í hverfinu og gera alla þá
hluti sem ég hafði upprunalega ætlað
mér að gera þegar ég flutti til London.“
Kristín vildi ekki vera ein heima
með barnið
Þrátt fyrir að bjartari tímar væru fram-
undan hjá þeim Björgólfi og Kristínu
reyndist henni erfitt að takast á við at-
burðina hér á landi eftir hrunið.
„Eftir hrunið varð viðmótið á Íslandi
f jandsamlegt. Málningarsprengjum
var varpað á heimili mitt í Reykjavík og
myndir af mér og Geir Haarde, forsætis-
ráðherra, ásamt fæðingardegi og dán-
ardægri voru málaðar með úðabrúsa á
húsvegginn þar sem barn mitt og ólétt
konan mín voru ein heima. Einnig var
bætt um betur og steini kastað inn um
gluggann. Það virtist sem ég og forsætis-
ráðherrann lægjum undir mestu ámæli
á Íslandi. Ég lét mér þetta í léttu rúmi
liggja og lét mála yfir skemmdirnar. En
Kristínu var brugðið og henni leið ekki
vel við tilhugsunina um að vera ein í
húsinu með barninu. Hún tók það mjög
nærri sér þegar bíllinn minn var allur
ataður í rauðri málningu en ég varð bara
gramur; þetta var ekkert í líkingu við
það sem ég hafði fengist við í Rússlandi
þar sem veruleg hætta var á að verða
fyrir líkamstjóni. Þetta var bara einhver
málning og gungur að verki sem unnu
ódæðisverk sín í skjóli nætur.
Það var erfiðara að takast á við áhrif
hrunsins á einkalíf mitt. Kristín hafði
látið í ljósi áhyggjur sínar varðandi Ís-
land og þar sem hún var mun áhættu-
fælnari en ég var það henni mikið áfall
að bankabréfin reyndust hafa haft mestu
áhættuna í för með sér. Það var eins með
hana og alla aðra, hún var agndofa yfir
því hve allt gekk hratt fyrir sig í fyrstu
en svo varð hún reið. „Ég vissi að þetta
myndi gerast,“ sagði hún. „Ég vissi að
þú værir að flýta þér allt of mikið.“ Við
rifumst heilmikið árið 2009 þegar ég var
að reyna að takast á við afleiðingarnar.
Henni gramdist að ég skyldi ekki hafa
séð hrunið fyrir og henni fannst erfitt
að takast á við það einkum þegar hún
las eitthvað misjafnt um mig í fjölmiðl-
unum. Ég hef alltaf haldið vinnunni og
einkalífi mínu aðskildu. En núna var
eitthvað gjörsamlega ótrúlegt að gerast.
Vegna starfa minna var heimur hennar
að hrynja saman og margir vina hennar
í bankageiranum misstu vinnuna.“
Brúðkaupsdagurinn besti dagur
lífs míns
„Eftir allt sem hafði gengið á hjá mér
og allt sem ég hafði reist við eða komið
skikki á, eftir öll þessi ár sem ég hljóp
allt of hratt og kærulaust, stóð ég allt
í einu frammi fyrir mjög áhugaverðri
spurningu. Af hverju var ég ekki búinn
að gifta mig enn þá? Við Kristín höfðum
verið saman í mörg ár og eftir að hafa
reynt mikið eignuðumst við loksins tvo
stráka með aðstoð glasafrjóvgunar. Við
áttum yndislega fjölskyldu saman en
samt hafði ég frestað giftingunni ein-
hverra hluta vegna.
Um haustið árið 2010 var ég hins veg-
ar kominn með sjálfstraustið aftur og
hættur að líta um öxl til að sjá hvort áföll
væru að læðast aftan að mér, og ég bað
Kristínu um að koma með mér á fram-
andi og rómantískan stað til að gifta okk-
ur eins fljótt og með eins litlu umstangi
og mögulegt var. Ég var fullur orku og
vildi sigla á þessari frelsisöldu inn í nýtt
tímabil með konu mína opinberlega mér
við hlið. Hún var meira en til í að giftast
loksins og við hlógum aðeins að því að
hafa ekki komist í þetta fyrr.
Við ákváðum að hafa borgaralega at-
höfn í fegurstu borg sem við þekktum,
en fyrir einhverja tilviljun höfðum við
aldrei verið samtímis í borginni eilífu,
Róm. Við ákváðum líka að segja engum
frá og að hafa þetta eins persónulegt og
mögulegt var. Ég hafði samband við vin
minn á Ítalíu og bað hann um að aðstoða
okkur við útréttingarnar eftir að hafa í
gríni tekið af honum þagnareið. Hann
samþykkti að vera annar vígsluvotturinn
okkar og stakk upp á föður sínum sem
hinum. Við bókuðum tíma fyrir athöfn-
ina hjá borgaralegum vígslumanni og
lögðum af stað til Rómar. Þetta gerðist
allt mjög hratt, við sögðum strákunum
okkar og fjölskyldunni að við ætluðum
bara rétt að skreppa í helgarferð, ekkert
sérstakt. Við keyptum ekki einu sinni
ný föt á okkur.
Kristín setti samt nokkur ófrávíkjan-
leg skilyrði. Hún sagði að þessi dagur
væri einn sá stærsti í lífi hverrar konu
og að hún vildi taka hárgreiðslukonu
með sér til að tryggja að hún skartaði
sínu fegursta, og þar sem hún er kvik-
myndaframleiðandi skildi hún vel mikil-
vægi þess að hafa góðan ljósmyndara
með í för til að skrásetja atburðinn, sér-
staklega þar sem enginn úr fjölskyld-
unni yrði viðstaddur og myndirnar væru
mikilvægar til að deila stundinni með
öðrum.
Þegar við vöknuðum á hótel Hass-
ler og litum út yfir Spænsku tröppurn-
ar heilsaði okkur kuldalegur og grár
Kristínu var
brugðið og henni
leið ekki vel við
tilhugsunina
um að vera ein
í húsinu með
barninu. Hún tók
það mjög nærri
sér þegar bíllinn
minn var allur
ataður í rauðri
málningu
Keyrði eins og
brjálæðingur
Hinn 26. september árið
2011 sat Björgólfur Thor
á fundi á skrifstofu sinni
með stjórnendum lyfja-
fyrirtækisins Watson þar
sem rætt var um sam-
einingu þess við Actavis.
Fundurinn gekk vel en
tók óvænta stefnu.
„Fundinum var
skyndilega slitið þegar
Kristín hringdi og sagði
mér að hún væri komin
með hríðir fyrir tímann
og þyrfti hjálp strax. Ég
hljóp beint út um dyrnar
og hrópaði á aðstoðar-
mann minn að senda
sjúkrabíl heim til mín og
keyrði þangað sjálfur
eins og brjálæðingur,
hræddur um Kristínu
og ófætt barn okkar. Til
allrar hamingju fæddi
Kristín litlu stelpuna
okkar nokkrum tímum
síðar eftir vel heppnaða
aðgerð á spítala.“
Björgólfur Thor og Kristín
sjást hér ganga nýgift út
af borgarskrifstofum
Rómarborgar í nóvember
árið 2010.
Framhald á næstu opnu
36 bækur Helgin 28.-30. nóvember 2014