Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 50

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 50
50 fjölskyldan Helgin 28.-30. nóvember 2014 Margbrotið uppeldishlutverk í flóknum aðstæðum Á dögunum hitti ég yndislega móður sem átti tvö eftirminnileg börn hjá okkur í leikskólanum Hjalla – en það er nú þannig með okkur kennara að börnin okkar hverfa aldrei úr hjörtum okkar. Það góða líffæri getur stækkað enda- laust þegar börn eiga í hlut. Eftir mikla fagnaðarfundi og fregnir af „gömlu börnun- um“ okkar, þakkaði hún mér fyrir pistlaskrifin og kvað bráðnauðsynlegt að skamma foreldra eins og þau hjónin reglubundið. Skamma, sagði þessi einstaka og frábæra móðir og kvaðst alltaf vera að taka sig á samkvæmt góðum ráðleggingum. Sem sagt, fjölskyldan er í stöðugri gæðaþróun sem hefur reyndar ekkert með skammir að gera. Þessi fjölskylda er dásamleg eins og allar aðrar barnafjölskyldur sem ég hef kynnst. Auðvitað er engin þeirra fullkomin frekar en nokkuð annað undir sólunni en ávallt foreldr- ar við stjórnvölinn sem eru tilbúnir að gera gott betra. Það er einfaldlega gæðaþróun sem er virt og viðurkennt í allri starfsemi. Við ástundum stöðuga gæðaþróun, þegar við tökum okkur til og ákveðum að gera gott betra. Í gæðaþróuninni býr einlæg löngun til að sjá nýja möguleika og svo einlæg viðleitni til að læra af mistökum. Gæðaþróun er líka sjálfsskoðun þar sem við lítum inn á við, samvinna þar sem for- eldrar og fjölskyldan ræðir saman og deilir reynslu sinni, ákvarðar hvernig við getum betur brugðist við börnum og skipulagt allar hinar flóknu aðstæður til að öllum gangi betur og betur og betur í dag en í gær. Sem sagt, allir foreldrar eru einstakir og frábærir. Hreint dásamlegir og kærleiks- ríkir, glaðir og hvetjandi, úrræðasnjallir og úthaldsgóðir. Auðvitað, því að foreldrar elska börnin sín, eru óhræddir við að sýna það í orði og athöfnum og þá getur þeim ekki mistekist, aðeins gengið misvel og með gæðaþróun gengur alltaf betur næst. Við sjáum líka að foreldrum er óendanlega umhugað að gera allt sem í mannlegu valdi stendur fyrir börnin sín og eru reiðubúnir að leggja hvað sem er á sig til að styðja þau til alls hins besta. Þar á meðal að lesa pistla og rit um uppeldismál, leita ráða og ræða um barnið sitt og börnin sín heima og heiman, mæta í foreldraviðtöl, hringja í kennarann og mæta í skólann, fara með fjölskylduna í útilegur og með börnin í leikhús, ganga í sautjándajúní skrúðgöngunni og taka þátt í hverfishátíðinni, horfa á fótboltaæfingar og fimleikamót og tónleika, baka fyrir basar frjálsíþrótta- deildarinnar, bjóða vini og vinkonur velkomin inn á heimilið, skutla og sækja. Bætið við listann, kæru foreldrar því hér er aðeins lítið eitt talið af því sem foreldrar gera með börn- unum sínum af eintómri ást. Fæðing barns færir nefnilega miðju sólkerfisins frá eigin skinni og til barnsins. Þau eru sóldrottningar og sólkonungar fjölskyldunnar og foreldrar hafa að mínu mati staðið betur með börnum sínum heldur en margar aðrar kynslóðir á undan okkur hafa gert. Allir þessir einstöku foreldrar eru að fást við hið margbrotna uppeldishlutverk í flókn- ari aðstæðum heldur en þekkt er á sögulegum tíma. Hvorki meira né minna. Báðir for- eldrar í vinnu utan heimilis og kröfur um nám og starfsframa dynja á þeim. Hugtakið lífsgæðakapphlaup er reyndar dottið úr tísku en hefur fengið ný heiti eins og þátttaka í menningarlífi, lífræn eldun, hreyfing og heilsa, göfugar tómstundir, heimsferðir og hús og híbýli. Kröfurnar eru svo viðurkenndar að það er ekki einu sinni í tísku lengur að hafa sektarkennd. Samt halda börnin áfram að fæðast og það er enginn bilbugur á foreldrum og fjölskyldum. Vel gert, svo ekki sé meira sagt og rós í hnappagat foreldra er vanmat á frammistöðu þeirra. Þeir eiga skilinn rósavönd á hverjum degi. Fæðing barns færir nefnilega miðju sólkerfisins frá eigin skinni og til barnsins. Þau eru sóldrottningar og sólkonungar fjölskyldunnar og foreldrar hafa að mínu mati staðið betur með börnum sínum heldur en marg- ar aðrar kynslóðir á undan okkur hafa gert. Vel gert, elsku foreldrar Allir þessir einstöku foreldrar eru að fást við hið marg- brotna uppeldis- hlutverk í flóknari aðstæðum heldur en þekkt er á sögu- legum tíma. A thafnakonurnar Þóra Hrund Guðbrandsdóttir og Erla Björnsdóttir tóku höndum saman í haust og hönnuðu Jóla- dagatal fjölskyldunnar, sem þær nefna Jólin okkar. Þær voru sam- mála hvað það væri auðvelt að gleyma sér í jólastressinu, þar sem fólk er oft undir meira vinnuálagi. Svo eiga Íslendingar það til að gera allt á síðustu stundu og því mikið að gera í desember. Fókusinn hefur mikið verið á þetta efnislega, hvað á að gefa í skóinn, hvað á að gefa í jólagjöf, kaupa jólaföt o.s.frv. en þótt það hljómi eins og klisja, þá leit- umst við öll eftir athygli og þá er það besta sem við gefum öðrum, hvort sem það eru börnunum okkar eða maka, tími og athygli. Hugmyndin að dagatalinu er að hvetja fólk til að setja fókusinn á réttan stað, slaka aðeins á og njóta fleiri samveru- stunda með ástvinum. Dagatalið má nálgast á facebook síðunni www.fa- cebook.com/jolinokkar Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur bArnA Fjölskylduvænt jóladagatal Þóra Hrund og Erla vilja setja fókusinn á fjölskyldurnar. fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki Heimilistækjadagar 20% afsláttur Opið alla helgina kolaportid.is kl.11-17 Láu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.