Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 71
heilsa 71Helgin 28.-30. nóvember 2014
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
7
16
82
1
1/
14
Heilsa sjálfsfróun er góð fyrir líkamlega og andlega Heilsu
1. Stafrófið
Komdu þér vel fyrir sitjandi þannig
að þú hafir greiðan aðgang að lífs-
blóminu þínu og notaðu fingur til að
teikna hring í kring um snípinn. Þetta
er sérlega gott fyrir konur sem vilja
ekki stöðugan þrýsting á snípinn. Til
að breyta til er hægt að taka stafrófið
fyrir eða „skrifa“ spennandi orð.
2. Sófafjör
Þessi stelling kemur þér í svipaða
stemningu og þegar þú ert ofan á
í samförum. Leggðu handklæði á
sófaarm og komdu þér þægilega fyrir
ofan á honum líkt og þú sért á hest-
baki og nuddaðu þér að sófaarm-
inum þangað til himnarnir opnast.
Þær sem eru hrifnar af stöðugum
þrýstingi á snípinn kunna vel að meta
þessa.
3. Gældu við G-blettinn
Hvort sem þér tekst að finna G-blett-
inn eður ei þá er enginn vafi á að þú
átt eftir að fá unað út úr þessari stell-
ingu. Liggðu á bakinu með hnén að
bringu, settu einn eða tvo fingur inn
í leggöngin og beygðu þá eins, rétt
eins og þú sért að gefa bendinguna:
Komdu (!). Gott er að klippa neglurnar
fyrir þessa.
4. Á maganum
Þetta er einföld leið til að fá sterka
fullnægingu á skömmum tíma. Þú
þarft bara að liggja á maganum með
aðra hendina milli fótanna og örva
snípinn með því að hreyfa mjaðm-
irnar upp og niður.
5. Steppdans
Fyrir þær sem eru hrifnar af því að
nudda snípinn getur verið skemmti-
leg tilbreyting að slá létt og taktfast
á hann, líkt og fingurnir dansi
steppdans á snípnum. Þá er líka
einfalt að breyta hraða og þrýstingi
þegar leikar æsast.
r annsóknin var birt nýlega í Journal of Health and Soci-al Behavior og var unnin til
þess að kanna hvort samband væri
milli gæða hjónabandsins og hjarta-
heilsu. Rannsóknin tók fimm ár og
um 1000 pör tóku þátt, á aldrinum 57
til 85 ára. Stjórnendur rannsóknar-
innar komust að þeirri niðurstöðu að
slæmt hjónaband veldur meiri skaða
á hjartanu en gott hjónaband sem
hefur góð áhrif á hjartað. Hættan
eykst eftir því sem fók er eldra, sam-
kvæmt rannsókninni, og gæði hjóna-
bandsins virðist hafa meiri áhrif á
konur. Ónæmiskerfið veikist með
aldrinum og álag í hjónabandi virð-
ist valda meiri heilsuskaða en talið
var í fyrstu. „Hjónabandsráðgjöf er
að stórum hluta beint að ungu fólki
en þessar rannsóknir sýna að gott
hjónaband er alveg jafn mikilvægt
fyrir eldra fólk, jafnvel þegar fólk
hefur verið gift í 40 til 50 ár, segir
Hui Liu, sem leiddi rannsóknina.
HjartaHeilsa
Vont hjónaband skaðar hjartað
Þeir sem eru í óhamingju-
sömu hjónabandi ættu ef
til vill að leita til hjartasér-
fræðings, því rannsókn sem
gerð var við félagsfræðideild
Michigan State háskóla í
Bandaríkjunum leiddi í ljós að
eldri pör, og þá sérstaklega
konurnar, eru mun líklegri til
að fá hjartasjúkdóma en þær
konur sem eru hamingjusam-
lega giftar.
Í rannsókn sem gerð var við Michigan
State háskóla kom í ljós að álag í hjóna-
bandi valdi meiri heilsuskaða en talið
var í fyrstu.
Granatepli
lífga upp á
kynlífið
Eitt glas af granateplasafa er nóg
til að keyra upp kynlífið samkvæmt
rannsókn sem framkvæmd var af
Queen Margareth-háskólanum í
Edinborg í Skotlandi og voru þátt-
takendur 58 á aldrinum 21 til 64 ára.
Þátttakendur drukku eitt glas af
safanum góða á dag í fjórtán daga
og kom í ljós að testósterónið jókst
verulega við það eitt að bergja á
drykknum. Og það var ekki bara
kynlífslystin sem jókst við drykkju
granateplasafans; blóðþrýstingur
þátttakenda lækkaði og minnið
batnaði. Og það sem kom einnig í
ljós var að eitt granateplasafaglas á
dag kom skapinu í lag.