Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 84
Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
Goðaglösin eru rammíslensk hönnun með hin fornu goð í aðalhlutverki
Hönnuður:
Loftur Ólafur
Leifsson,
sjálfstætt
starfandi
grafískur
hönnuður
Glösin koma
í fallegum
gjafaumbúðum
og kosta
kr. 2.990 stk.
Þór erþrumuguð
og sterkastur ása
Sif er fegurst
gyðja
Frigg er
höfuðgyðja
og þekkir
örlög manna
Óðinn er
æðstur guða,
guð visku, sigurs
og skáldskapar
Sól í Tógó á Laufásborg
É g lærði upphaflega myndlist en mér leið alltaf eins og ég ætti
ekki heima í þeirri orðræðu,“
segir Hildur Yeoman fata-
hönnuður, sem hlaut tveggja
milljón króna styrk til vöru-
þróunar úr Hönnunarsjóði
Auroru. „Ég var meira fyrir
að fegra en að hafa nauðsyn-
lega mjög djúpar pælingar á
bak við hlutina. En svo hefur
þetta kannski snúist dálítið
við því í dag er ég komin með
dýpri pælingar á bak við hlut-
ina en ég var í áður,“ segir
Hildur. Hún útskrifaðist úr
fatahönnun frá Listaháskóla
Íslands árið 2006, eftir að
hafa lært myndlist í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti.
Umvafin sterkum konum
„Ég byrjaði á því að hanna
aukahluti eins og til dæmis
heklaðar töskur í formi svana
og púðluhunda og fleira úr
nótagarni, sem seinna þróuð-
ust út í bróderuð hálsmen,“
segir Hildur sem setur oft
gamlar handverksaðferðir í
nýtt samhengi í sinni hönn-
un. „Öll mín vinna byrjar
með teikningu, ég bý til
heim með teikningunni sem
eru engin takmörk sett og
út frá honum skapast vöru-
lína. Teikningin er því minn
útgangspunktur í sköpunar-
ferlinu, sem seinna þróast
yfir í prent, útsaum, flíkur
og skart.“
Hildur vinnur allar sínar
fatalínur út frá einhverri
músu, en fyrirmynd þeirra
finnur hún í sterkum konum
í kringum sig, vinkonum og
ættingjum. Síðasta fatalínan
var unnin út frá ömmu henn-
ar. „Amma Julia var hús-
móðir sem bjó í New Jersey
en stakk af frá fjölskyldunni
sinni til að ferðast um Banda-
ríkin með mótorhjólagengi.
Ég hitti hana ekki oft þegar
ég var lítil enda bjó hún í
Bandaríkjunum en þegar
ég hitti hana þá var ég alltaf
logandi hrædd við hana og
fannst hún alltaf vera hálf-
gerð norn. Mér hefur seinna
verið sagt að hún hafi verið
rammgöldrótt týpa með ung-
verskt sígaunablóð í æðum.
Ég rannsakaði allskyns orku-
gefandi steina fyrir línuna,
sem koma fram í prentum
í fatnaðinum og svo eru stein-
ar með heilandi orku bróder-
aðir í hálsmenin.“
Skapandi fólk eru töfra-
menn
Hildur hefur ekki sagt
skilið við áhrif galdranna því
í næstu línu heldur hún áfram
að velta þeim fyrir sér. „Ég
hef verið að skoða galdra fyrri
tíma á Íslandi og flóru Íslands
í því samhengi. Ég setti mig
í samband við Kristbjörgu
Kristmundsdóttur sem er
fjölskylduvinur og algjör
galdrakona sem blandar orku-
gefandi blöndur. Við ætlum
að brugga eitthvað saman í
desember sem verður þá upp-
hafið að næstu fatalínu sem
planið er frumsýna í mars.“
„Þegar þú skoðar uppruna
orðsins galdrar þá er það
„The art”. Ég trúi því að skap-
andi greinar séu galdrar sam-
tímans, hvort sem það séu
kvikmyndir, tónlist, myndlist
eða hönnun og að þetta fólk
sem starfar innan þessara
geira séu okkar töframenn.
Ég er samt ekki að segja að
allt sem sé gert er sé gætt
göldrum, en þú finnur það
þegar galdrarnir eru með í
spilinu,“ segir Hildur.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hönnun Hildur Yeoman Hlaut stYrk úr Hönnunarsjóði auroru
Bruggar seyði og töfrar ný föt
Fjölskyldutónleikar til styrktar Sól
í Tógó verða haldnir á sunnudaginn
á Laufásborg. Sól í Tógó eru frjáls
félagasamtök sem styrkja heimili
fyrir varnarlaus börn í Gliji í Tógó.
Peningarnir sem safnast á tónleik-
unum og á markaðnum breytast því
í leikskólamenntun fyrir 2ja til 5 ára
börn sem áttu áður engan en eiga
nú þig og alla þá sem styðja starf Sól
í Tógó. Vinir, vinkonur og velunnar-
ar leikskólans Laufásborgar standa
að tónleikunum sem verða haldnir
á annarri hæð skólans þennan til-
tekna dag, milli klukkan 13 og 17.
Þeir sem koma fram á tónleikunum
eru Hamingjukór Laufásborgar,
Þórir og Júlía, Steindór Andersen,
Kira Kira, Alda Dís, María og Bragi
Þór, Borkó, Kiss The Coyote, Val-
geir Guðjónsson, Védís Hervör og
Helgi Valur. Kynnar dagsins verða
yngstu kennararnir á Laufásborg,
þau Alda Dís og Hávarr.
Sól í Tógó eru frjáls félagasamtök sem styrkja heimili fyrir varnarlaus börn í Gliji í Tógó.
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hlaut í vikunni tveggja milljón króna styrk úr hönn-
unarsjóði Auroru til að þróa næstu vörulínu. Línan mun spretta úr töfraheimi seið-
kvenna og flóru Íslands en Hildur hefur undanfarið unnið með gömul íslensk seyði og
galdra. Hildur er sannfærð um að skapandi greinar séu galdrar samtímans.
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fékk í vikunni þróunarstyrk úr hönnunarsjóði
Auroru. Hún ætlar að galdra fram nýja fatalínu í mars, sem mun spretta úr hugar-
heimi seiðkvenna og flóru Íslands. Ljósmynd/Hari
Amma
Julia var
húsmóðir
sem bjó
í New
Jersey en
stakk af
frá fjöl-
skyldunni
sinni til
að ferðast
um
Banda-
ríkin með
mótor-
hjóla-
gengi.
84 menning Helgin 28.-30. nóvember 2014