Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 10
INNLENT
vinnslan erstærsta fyrirtæki sinnartegundar
á Austurlandi og reyndar eitt af þremur
stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu.
Það eru engu líkara en Finnboga Jónssyni
létti þegar hlaðamann Þjóðlífs bar að garði.
Hann sat við skrifboðið og grúfði sig yfir
talnaflóð, sem veitti upplýsingar um rekstr-
ar- og eingastöðu Síldarvinnslunnar í októ-
berlok á því berrans ári 1988 og því vel skil.j-
anlegt að tækifæri til spjalls um framtíö
fiskvinnslunnar væri gripið fegins hendi. I>að
gefast nefnilega ekki mörg tækifæri hjá
stjórnendum íslenskra sjávarútvegsfyrir-
tækja að ræða þróun og framtíð atvinnu-
greinarinnar. Til þess eru vandamál dagsins
of yfirþyrmandi.
I upphafi viðtalsins berst talið að þeim
breytingum sem átt hafa sér stað í fiskvinnsl-
unni á undanförnum árum. Rætt er unr
frystitogarana og varpað fram þeirri spurn-
ingu livort þeir eigi eftir að leysa landfryst-
inguna endanlega af liólrni. Finnbogi hefur á
þessu ákveðnar og skýrar skoðanir. Hann
ræðir gjarnan um sjófrystingu annars vegar
og landvinnslu almennt hinsvegar. Við skul-
um gefa honum orðið:
— Auðvitað leiðir hin gífurlega fjölgun
frystitogara til þess að menn velti því fyrir sér
hvort öll frysting muni færast á haf út. Það.er
staðreynd að frystitogararnir hafa haft mjög
sterka samkeppnisaðstöðu rniðað við hefð-
bundna frystingu í landi. Eg tel hinsvegar að
ýmislegt bendi til þess að á næstu misserum
eigi samkeppnisaðstaða landvinnslunnar eft-
ir að styrkjast verulega. Það er einkum
þrennt sem veldur þessu:
— í fyrsta lagi munu tæknilegarbreytingar
í frystihúsunum með tilkomu flæðilína og
fleiri nýjunga leiða til verulega aukinnar
framleiðni þar, cn frystihúsin hafa óneitan-
lega staðið langt að baki frystitogurunum í
þeim efnum. Frystitogararnir munu líklega
þó áfram liafa ákveðið forskot hvað fram-
leiðni áhrærir einfaldlega vegna þeirra
vinnuafkasta sem almennt tíðkast til sjós og
betri nýtingar á vélum og tækjum.
— í öðru lagi mun landvinnslan í náinni
framtíö eiga möguleika á enn betri nýtingu
hráefnis en þekkst hefur til þessa. Ég vil
sérstaklega benda á nýtingu á fiskúrgangi í
þessu sambandi. Þá má nefna að þurrkaðir
hausar á Nígeríumarkaði hafa á síðustu vik-
um hækkað mjög í verði og sölumöguleikar
virðast góðir þó enginn viti með fullkominni
vissu hvernig sá markaður þróast í framtíð-
inni. Fiskimjölið hefur einnig hækkað veru-
lega að undanförnu og eins eru að opnast
möguleikar varðandi framleiðslu á dýra- og
laxeldisfóðri úr fiskúrgangi.
— í þriðja lagi vil ég nefna hugsanlega
þróun í markaðsmálunum. Landvinnsla hef-
ur meiri möguleika á að sinna ýmsum sér-
þörfum markaðarins t.d. með smærri pakkn-
ingum og fínni vinnslu, sem ekki er ólíklegt
að muni fara vaxandi á næstu árum. Fyrir-
tæki. sem kaupir ferskan fisk eða fær hann
frá eigin skipum, liefur alla möguleika á að
stýra vinnslu hráefnisins eftir markaðsað-
stæðum á hverjum tíma s.s. að sinna saltfisk-
markaðnum jafnhliða markaði fyrir frystar
afurðir svo ekki sé minnst á ferskfiskmark-
aðina, sem eru mjögmikilvægirogbjóða upp
á góðan virðisauka með réttri stjórnun og
stýringu.
— Samandregið má því segja að ég telji að
bilið á milli sjófrystingar og landvinnslu
muni minnka á næstu árum svo framarlega
að þær vinnslustöðvar, sem eftir standa, fái
nægilegt hráefni til að geta nýtt eðlilega þær
vélar og þau tæki sem til staðar eru. Ég er því
ekki þeirrar skoðunar að t.d. frysting eigi
eftir að flytjast á haf út að öllu leyti. Hefð-
bundin frysting er ekki feig.
— Frystitogararnir munu þó ávallt hafa
það framyfir frystihús að þeir vinna úr fersk-
ara hráefni og þeir verða því alltaf mjög mik-
ilvægur þáttur í frystiiðnaði framtíðarinnar.
Nýsköpun í fiskvinnslu
Næst berst talið að því hvort fiskiðnaður-
inn á Islandi sé í reynd stöðnuð atvinnugrein
eða hvort greinin hafi þróast með eðlilegum
hætti. í umræðu um þetta er horfið aftur í
tímann og raktar ýmsar grundvallarbreyting-
ar sem átt hafa sér stað í vinnslunni og þær
metnar í ljósi reynslunnar. Og síðan er rætt
urn það hvort nýsköpun á þessu sviði sé í
augsýn. Finnbogi leggur á það áherslu að
breytingar á sviði fiskvinnslu eru ávallt að
eiga sér stað og bendir á að varla sé hægt að
flokka tilkomu frystitogaranna undir annað
en nýsköpun. Annars hefur Finnbogi eftir-
farandi að segja um þetta umræðuefni:
— Ég skil hugtakið nýsköpun svo að það
eigi bæði við um arðvænlegar breytingar á
framleiðsluháttum svo og nýjungar á sviði
framleiðslu- og markaðsmála. Varðandi
breytingar á framleiðsluháttum þá tel ég að
ákveðin nýsköpun sé að eiga sér stað í frysti-
húsunum með tilkomu flæðilínanna, sem ég
minntist á áðan. Þá verðum við líka að hafa í
huga að fræðilega eru möguleikar á geysi-
miklum kerfisbreytingum í frystingunni ef
tækist að þróa tæki til ormatínslu, en líklega
er því miður nokkuð langt í land að það
markmið náist.
— í saltfiskverkun eru jafnframt að eiga
sér stað umtalsverðar breytingar á fram-
leiðsluháttum með tilkomu sprautusöltunar-
véla og fleiri tækja, sem öll miða að því að
auka hagkvæmni í framleiðslunni.
— Svo áfram sé haldið og minnst á aðra
þætti en frystingu og saltfiskverkun þá er t.d.
ljóst að fiskimjölsiðnaðurinn í landinu mun
þurfa að mæta auknum kröfum kaupenda
um gæði framleiðslunnar með veigamiklum
breytingum á framleiðsluháttum. Það ýtir
einnig á eftir hraðfara þróun á þessu sviði að
sífellt er litið á þá mengun, sem fiskimjöls-
verksmiðjur valda, alvarlegri augum. Það er
kominn tími til að stjórnvöld sýni þeim mál-
urn aukinn skilning með og stuðli að raun-
hæfum aðgerðum með því að gefa fyrirtækj-
unum kost á langtímalánum til þessara
breytinga.
— Varðandi afurða- og markaðsmál er
ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá ýmsar
breytingar á næstu árum. T.d. er sú breyting
í augsýn að við eigum eftir að færast nær
neytendunum með framleiðsluvörurnar,
sem kynntar verða í vaxandi mæli undir okk-
ar eigin vörumerkjum. í þessu sambandi er
rétt að minna á síaukinn mengunarvanda í
Norðursjó og við strendur menginlands
Evrópu. Við hljótum að taka tillit til þessa í
okkar markaðssókn með því að leggja
áherslu á íslenskar sjávarafurðir úr hreinum
og ómenguðum sjó. Það bendir allt til þess
að hinn sorglegi mengunarvandi Evrópubúa
10