Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 41
I ERLENT og nefndi mörg dæmi um jákvæða þróun í byggingamálum. Hann hvatti til þess að meira tillit væri tekið til óska íbúa við hönn- un húsa og hrifning hans á eldri stílgerðum í breskri byggingarsögu leyndi sér ekki. Hann klykkti út með því að segja að hann byggist ekki við að allir væru honum sammála, en tilgangurinn væri að örva umræður manna um þessi efni og umfram allt, að „draga í efa tískukenningar sérfræðingaveldis sem héldi því að óbreyttum almenningi að álit hans skipti ekki máli.“ Umdeildur en vinsæll Og Karli prins hefur sannarlega tekist að fá menn til að líta í kringum sig og skiptast á skoðunum. Blöðin hafa verið uppfull af greinum á móti en þó oftar með prinsinum og í sjónvarpinu hefur verið hleypt af stokk- unum tveim myndaflokkum um húsbygging- ar og skipulagsmál í Bretlandi. Gagnrýni Karls hefur yfirleitt verið tekið óstinnt upp af þeim sem urðu fyrir barðinu á henni — eins og vonlegt er. Einn þeirra, Peter Palumbo verktaki, sagði: „Guð blessi prinsinn af Wales og forði okkur frá dómum prinsins í byggingarmálum.“ Formaður Hins konunglega breska arki- tektafélags, Max Hutchinson, hefur svarað málflutningi Karls prins fullum hálsi. Arki- tektar eigi ekki einir sök á því sem hefur farið aflaga, stjórnmálamenn og byggingarverk- takar bera einnig mikla ábyrgð. Hann hefur sakað prinsinn um fortíðardýrkun og að vera úr takt við nútímastrauma. Um byggingar frá 7. áratugnum sagði hann að yngri kynslóð arkitekta væri ekkert hrifnari en prinsinn af mörgu því sem gert var þá og að menn hefðu lært af mistökunum. Arkitektar ætla eftir sem áður, segir hann, að taka nýjum hug- myndum með opnum huga, því einmitt þær hafa auðgað byggingarlistina frá ómunatíð. Þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur virðist sem gagnrýni Karls prins hafi hlotið mikinn hljómgrunn meðal Breta. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna er hlynntur gagnrýni hans á húsagerð og arki- tektúr og rétt sé að hann láti hana uppi á opinberum vettvangi. Og það er hressileg tilbreyting að sjá að jafnvel kóngafólk geti orðið tilefni umræðu sem einhverju máli skipti í lífi almennings. Guðmundur Jónsson/ Lundúnum. ORIENT ORIENT WATCH CO.,LTD. Ef þú gerir kröfur um gæði veldu þá Fallegu ORIENT armbandsúrin hjá úrsmiðnum ORIENT ORIENT WATCH CO..LTD. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.