Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 58

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 58
MENNING Tvífararnir heitir seinni jólamynd Regnbogans. Ástarsaga blönduð sálrænum hryll- ingi. En hér er hugljúft atriði. framundan penna Ron Shelton (Under Fire, The Best of Timer) en hann leikstýrir einnig og er þetta frumraun hans á því sviði. Ekki get ég sagt að honum takist síður upp á því sviði, hann dregur það besta upp úr leikurum sínum, jafnt aðalleikurum sem aukaleikur- unt, tímasetning, klippingar og öll mynd- vinnsla er í úrvalsklassa. Eins og ég sagði áðan þá er Costner hér í sínu besta hlutverki. Mjög traustur og trú- verðugur leikur hjá kauða og ég veit að hann á eftir að sjarmera rnargar (og marga?) upp úr skónum (var einhver að tala um Tom Cruise? Á ekki séns). Costner er hér kominn í klassa með mönnum eins og Mickey Rourke og Harrison Ford. Susan Sarandon sem leikur hina tælandi (úff) Annie Savoy er einnig alveg frábær, meiriháttar leikur og skemmtilegt hvernig hún fer með suðurríkjahreiminn. Sá sem kemur mest á óvart er Tim Robb- ins sem Ebby Calvin Laloosh, sem vill helst láta kalla sig „Kjarna“ (Nuke = Nuclear Meltdown Point), vegna getu hans í rúminu með Annie (Crash vill nú helst kalla hann „Kjöt" (Meat) vegna andlegrar getu hans). Bull Durham er skemmtileg tilbreyting frá Hollywood, mannleg gamanmynd. með skýrum persónum. góðum samtölum, leik, tónlist, þið bara nefnið það — hún hefur það (fyrir utan Rambo og svoleiðis senur). Og það skemmtilegasta er að hún tekur á kynlífi eins og margar evrópskar myndir gera, ekki eins og flestar Hollywoodmyndir hafa gert hingað til, þið vitið, það má varla sjást í beran rass í Hollywoodmynd án þess að hinir háu herrar fórni höndunum. Pess má svo geta svona til gamans að eftir frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum, jókst sala þar á svörtum sokkabeltum um meira en 15% og var það rekið til sokka- bandanotkunar Susan Sarandon í Bull Dur- ham. GÓÐA SKEMMTUN. Stjörnugjöf: ***1/2 Amerískur tryllir og kanadísk hryllingsmynd í Regnboga Nú. Regnboginn verður með tvær myndir um hátíðarnar. Önnur er glæný kanadísk mynd, frá mcistara David Cronenberg, en hún nefnist á frummálinu „Dead ringers" (Tvífarar). Hin, er amerískur tryllir frá „ganila manninum“ Walter Hill (48 HRS, Warriors, Southern Comfort), þetta er myndin „Red heat“ (Rauður hiti), með þeim Arnold Schwarzenegger og Jim Belushi í að- alhlutverki. Tvífarar Kvikmyndaáhugamenn ættu að vera farn- ir að kannast við snillinginn David Cronen- berg, þetta er einn frægasti kvikmyndagerð- armaður Kanada (ásamt Norman Jewison og Denis Arcand) og hefur hann gert margar góðar myndir. Cornenberg byrjaði auðvitað á „low-budget“ myndum og voru fyrstu myndir hans eins blóðugar og sláturtíð hjá SS (Rabid, The Brood, Videodrome) en síðan þá hefur hann slípast til og hryllingurinn hef- ur minnkað þó Cronenberg minni okkur í sífellu á að hann sé nú til staðar. Nýjustu myndir hans, „The Dead Zone“ og „The Fly", hafa yfir sér meiri fágun og eru mun sálfræðilegri í allri umfjöllun en fyrstu myndirnar hans. Líkt og Kubrick. þá kannar Cronenberg dekkri hliðar mannssálarinnar, en þó á mun mannlegri hátt, ekki á eins kaldan og miskunnarlausan og hjá Kubrick. Með „The Dead Zone", „The Fly“ og nýj- ustu rnynd sinni „Dead Ringers", hefur Cronenberg skipað sér á bekk með virtustu kvikmyndaleikstjórum í heiminum í dag. „Dead Ringers" átti upphaflega að heita .Twins" eins og bókin sem hún er byggð á, en þar sem verið var að gera aðra rnynd með því nafni (með þeim Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito(Nei þetta er ekki grín), þá skiptu Cronenberg og kompaní urn nafn. Eins og áður sagði er „Dead Ringers“ byggð á bók, sem aftur er byggð á sönnum atburðum. Hún fjallar um tvíbura sem báðir eru leiknir af Jewremy Irons (The Mission). Þeir eru geysilega samrýmdir. báðir starfa sem kvensjúkdómalæknar við sömu klíník- ina og báðir hafa þeir sömu sérgein, lækna ófrjósemi kvenna. Þrátt fyrir þessa samrými (þeir búa meira að segja í sömu íbúð), eru þeir ólíkir. Annar er hálfgerður glaumgosi, kvennamaður, á auðvelt með að koma sér áfram, hinn er frekar feiminn og ósjálfstæð- ari. Þar kemur að því að í bæinn kemur fræg leikkona (Genevieve Bujold) til að leika í sjónvarpsþáttum, hún heimsækir klíníkina og glaumgosinn verður hrifinn af henni og fer með henni í bólið, næst sefur hún hjá þeim feimna (enda ekki auðvelt að þekkja þá í sundur), þá finnur hún muninn og fréttir seinna að þeir eru tvíburar. Báðir verða þeir ástfangnir af henni, en hún velur feimna tví- burann. Eftir það hrörnar samband tvíbur- anna og þegar leikkonan þarf að fara í burtu (lofar að koma aftur), þá fellur feimni tví- burinn saman, búinn að missa konuna og farinn að vaxa frá bróður sínum sem ætlar að hætta við klíníkina og fara að kenna. Hann leggst í eiturlyf og allt stefnir niður á við fyrir hann, þá fer hinn tvíburinn að gera sér grein fyrir ástandinu og. Ef ég þekki Cronen- berg rétt þá verður enginn Hollywood „happy ending" á þessari mynd. spennan á eftir að stíga og stíga. „Dead Ringers" hefur alls staðar fengið annað hvort frábæra dóma eða frábæra dóma. Hún var fyst sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Toronto (Festival of Festivals, Kanadamenn eru mjög stoltir af sínum manni) og þar var fólk hreint út sagt stórhrif- ið. Eins og áður sagði er Cronenberg farinn að draga úr hryllingnum og er víst lítið eftir af honum í þessari nýjustu mynd hans, utan nokkrar draumasenur sem eru töluvert krassandi að sögn. En þrátt fyrir að tómat- sósan fljóti ekki í eins stríðum straumi og áður þá var David Ansen , kvikmyndagagn- rýnandi Newsweek, „alveg búinn" þegar hann gekk út af myndinni. Gaman, gaman. Við bíðum spennt. Rauður hiti Viðbúin, tilbúin. NÚ. Spennum beltin því að nú er komin enn ein stórborgarspennu- myndin frá Walter Hill. Svokölluð „buddy- buddy" mynd. þar sem tvær ólíkar týpur eru paraðar saman, en það hefur verið töluvert um þær síðustu árin (48 HRS, Off Limits, Shoot To Kill. Colors, Trading Places, o.s.frv., o.s.frv.), og alltaf verður pörunin frumlegri og frumlegri (bíðið bara þangað til þið sjáið Twins með DeVito og Schwarzen- 58

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.