Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 67

Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 67
VIÐSKIPTI „Það er ekki hægt að bíða eftir að erfið- leikunum Ijúki af sjálfu sér..“ — Á tveim undanförnum árum var mikið tap á rekstri Marels og samdráttur því nauð- synlegur. Við urðum fyrir verulegum áföll- um, eins og t.d í Noregi, en þar fór um- boðsaðili okkar á hausinn. Þetta kemur til viðbótar því sem ég áður nefndi. Það þurfti því að grípa til róttækra aðgerða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. I ársbyrjun í fyrra keyptu Sambandið og Samvinnusjóðurinn umtalsvert magn nýrra hlutabréfa í Marel og um sumarið sama ár kom Þróunarfélagið inn í reksturinn með umtalsverðum kaupum á nýju hlutafé. Þetta aukna fjármagn hefur að mestu farið í treysta rekstrargrundvöll Marels og mæta tapi ár- anna 1986-1987. — Um síðustu mánaðamót seldi SÍS eign- arhlut sinn til Hagvirkis hf. Samhliða því voru gerðar ýmsar ráðstafanir sem ættu að treysta fjárhagsstöðu og rekstrargrundvöll Marels til rnuna á næstunni. — Eignaskiptingin í dag er sú að Þróunar- félagið á 39%, Hagvirki 30%, Samvinnu- sjóðurinn 27% og nokkur fiskvinnslufyrir- tæki eiga samanlagt4% af hlutafé Marels hf. Hver er jn'n skýring á því að Hagvirki, sem hingað til hefur fyrst og fremst gert sig gild- andi sem verktakafyrirtæki, sýnir Marel áhuga? — Sjálfur hefur Jóhann Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis, skýrt frá því, að Hagvirki sé í aukurn mæli að fara inn á nýjar brautir í starfseminni. Trúlega eru þeir að koma eggj- um sínum fyrir í fleiri en einni körfu. Þeir eru t.d. orðnir stórir hlufhafar í Almennum tryggingum, eiga hlut í Arnarflugi, eiga vélsmiðjuna Klett og eiga Hvaleyrina. Það að þeir hafa sýnt Marel þennan áhuga tel ég bera vott um að þeir hafi trú á þessum iðn- aði. Þeir gera sér sjálfsagt grein fyrir því, að það er heilmikil framtíð í því á Islandi, að framleiða tæki og búnað fyrir sjávarútveginn og fiskvinnsluna. Sameining fyrirtækja á teikniborðinu Menn tala mikið um nauðsyn þess að ís- lensk framleiðslufyrirtæki á sviði rafeinda- iðnaðar auki samvinnu sín á milli. Telurðu möguleika á slíku í náinni framtíð? — Vissulega hefur mikið verið rætt um þetta, en fram til þessa hafa rnenn ekki treyst sér inn á þessar brautir. Öll hafa íslensku rafiðnaðarfyrirtækin komist að raun um hve erfið markaðssetningin er. Mörg þeirra eiga í innbyrðis samkeppni á erlendum mörkuðum og þar sem fjárhagsgrundvöllur þeirra er ekki mjög sterkur, þá neyðast þau til aukinn- ar samvinnu, ef þau ætla sér á annað borð að lifa áfram. Með sameiningu fyrirtækja eins og Pólstækni og Marels mætti lækka þróun- arkostnaðinn, kostnað við markaðssetningu og efla markaðshlutdeild og auka hagræð- ingu. Með mun öflugra fyrirtæki væri hægt að ráðast í stærri og áhugaverðari verkefni en hingað til. — Það stendur hinsvegar ýmislegt í vegi fyrir því að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika og þær hindranir þurfa menn ein- hvern veginn að yfirstíga. I fyrsta lagi hafa mörg þessara fyrirtækja átt í mjög hatrammri samkeppni sín á milli. í öðru lagi óttast menn að aukin samvinna, eða sameining, þessara fyrirtækja feli í sér að öll starfsemin flytjist til höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti tel ég menn vanmeta stöðuna. þvf þvert á móti gæti þetta eflt atvinnustarfsemi landsbyggðarinn- ar. Það er nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að einhverjir hlutar framleiðslunnar fari fram úti á landi. Þriðja hindrunin í þessu sambandi er svo þessi meinloka, sem ein- kennir okkur íslendinga, að vilja vera öðrum óháðir og drottna í eigin ríki. — Eins og staðan er í dag, þá tel ég æski- legast að rafiðnaðarfyrirtækin sameinist annarsvegar og vélsmiðjufyrirtækin, hins- vegar. Þessi tvö sameinuðu fyrirtæki gætu síðan haft ákveðna samvinnu í markaðsmál- um, án þess þó að um beinan samruna yrði að ræða. Verði þetta hinsvegar ekki niðust- aða umræðunnar, þá gæti vel komið til greina, frá minum bæjardyrum séð, að fyrir- tæki sameinuðust þvert á þessar tvær starfs- greinar. En hvað verður í þessum efnum mun tíminn einn skera úr um. Má skilja þessi orð þín á þann veg að eitt- hvað liggi á borðinu í þessum efnum? — Það má eiginlega segja það að þessi mál eru í skoðun þessa dagana. Ég vil ekki útiloka neitt á þessu stigi málsins, sagði Geir A. Gunnlaugsson að lokum. —óg/ka 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.