Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 73

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 73
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Háir eru turnar þínir, en hvernig þola innviðir kirkjunnar margra mánaða kosningabaráttu? anna. Pessi skoðun er all útbreidd meðal yngri presta sem eldri og einnig meðal nokkurra kjörmanna úr röðum leikmanna. Þegar tillagan um prófkjörið var borin upp í stjórn Prestafélagsins hlaut hún strax stuðning nokkurra stjórnarmanna og þar á meðal for- manns P.í. Hún mætti þó það mikilli andstöðu að ekki var gengið til at- kvæða, en þess í stað var hún lögð til hliðar að sinni. Sá stjórnarmaður sem bar tillöguna upp sagði í viðtali við Pjóðlíf að þessar hugmyndir væru ein- læg tilraun til uppgjörs við þá pers- ónudýrkun í embættisstiga kirkjunnar sem einkennt hefur biskupsval og jafnframt að kjörmönnum verði auð- veldaður samanburður á þeim mönn- um sem gefa kost á sér í æðsta embætti þessarar kirkju. Sagði hann einnig að þótt ekki væru líkur á að tillagan um prófkjörið verði samþykkt innan stjórnar P.í. er líklegt að fylgismenn hennar kæmu hluta hennar á framfæri á öðrum vettvangi til að ná fram meg- intilgangi sínum. Þannig má búast við að biskupsefnin verði fengin til að koma efnislegum skoðunum sfnum á framfæri við kjörmenn með einum eða öðrum hætti. Framboðsfundur í Mosfellssveit Telja má að fyrsta skref í þessa átt hafi verið tekið mánudagskvöld eitt í nóvember s.l. Pá stóð Prestafélag Suðurlands fyrir málfundi í Mosfells- sveit þar sem frummælendur voru þeir Heimir Steinsson og Ólafur Skúlason. Engan af hinum biskupsefnunum vantaði á fundinn og tóku þeir flestir til máls. En um hvað var rætt? Auðvit- að um skipulag þjókirkjunnar og framtíð hennar, einkum í samhengi við nýlega afstaðið kirkjuþing þar sem skipan prestakalla og prófastsdæma var mjög áberandi mál. Pessi fundur var auðvitað óformlegur framboðsf- undur og markaði upphaf kosninga- baráttunnar. Umdeilt frumvarp um skipulag Á síðasta kirkjuþingi voru skipu- lagsmálin áberandi eins og að framan segir, en vegna mikils skoðanamunar treystu þingmenn kirkjunnar sér ekki til að afgreiða frumvarp sitt nema eftir að það hefur verið kynnt rækilega í öllum söfnuðum landsins. Þar var tek- ist á um fækkun prestakalla á lands- byggðinni og einhverja fjölgun að- 73

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.