Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 11
vikurnar í gamla tukthúsinu á Skóla- vörðustíg. Það er einsdæmi að grunaður maður hafi setið svona lengi inni á meðan lögregla leitar sönnunargagna. Venjulegir menn játa á sig nánast hvaða afbrot sem er eftir hálfs árs einangrun. Fíkniefnalögreglan á því ekki að venjast að menn, sem hún er sannfærð um að hafi brotið af sér, neiti fram í rauðan dauðann. Gæsluvarðhald í lengri eða skemmri u'ma gerir sakborninga meyra og fúsa til að játa á sig sakir. Björn Halldórsson, fulltrúi í fíkniefna- lögreglunni, segist ekki muna eftir að nokkur maður hafi setið jafn lengi í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefnamáls og þriðji maðurinn. Þegar lögreglunni varð ekkert ágengt með þriðja manninn var unnusta hans og barnsmóðir handtekin og henni haldið í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð. Rökstuðningur lögreglunnar fyrir varð- haldinu var að unnustan væri samsek. I blaðaviðtali í október á liðnu ári sagði Reynir Kjartansson, fulltrúi í fíkniefna- lögreglunni, að „kannski“ hefði unnustu þriðja mannsins verið haldið í gæsluvarð- haldi til að þvinga hann til játningar. (Sjá einnig á bls.10) Kenning lögreglunnar er að þriðji maðurinn hafi skipulagt smyglið og fjármögnun þess. Hann stofnaði bílaleigu vorið 1988 ásamt öðrum þeirra sem játa smyglið. Arðurinn af bílaleigunni var not- aður til að kaupa kókaínið í Bandaríkjun- um, að áliti lögreglunnar. Annar tvímenn- ingurinn játar að hafa farið til Bandaríkj- anna haustið 1988 og í slagtogi með vinkonu sinni keypt efnið á meðan hinn viðurkennir að hafa átt bifreiðina sem not- uð var til að smygla kókaíninu til Islands. Þrátt fyrir átta mánaða lögreglurann- sókn og að ítrustu þvingunarmeðala væri beitt til að knýja fram játningu vantar áþreifanlegar sannanir fyrir þátttöku þriðja mannsins. Saksóknari verður þess vegna að byggja ákæruna að mestu leyti á vitnisburði tvímenningana, auk annarra sem málinu tengjast. Egill Stephensen saksóknari segist aðeins muna eftir einu öðru tilfelli þar sem meintur höfuðpaur í fíkniefnamáli neitaði aðild og einu sönn- unargögnin voru framburður vitna. I því tilfelli var sakborningur sýknaður í undir- rétti en dæmdur í Hæstarétti. Búist er við að Guðjón Marteinsson dómari við sakadóm Reykjavíkur muni kveða upp dóm yfir þremenningunum öðru hvoru megin við mánaðamótin maí/ júní en réttarhald hófst í páskavikunni. Kókaíneitrið. DÝRT OG HÆTTULEGT Óttast að framboð á ódýru kókaíni muni aukast á næstunni í Evrópu. Kókaín er dýrt fíkniefni. Neytandi sem er háður efninu notar eitt gramm á dag og það kostar um 10 þúsund krónur. Þeir sem neyta kókaíns eiga gjarnan að baki aðra misnotkun vímuefna, ýmist áfengis eða kanna- bisefna (hass og marjuhana), að sögn meðferðarráðgjafa. Það loðir við kókaínið og notkun þess að neytendurnir tilheyri efri stétt- um samfélagsins. Ekki aðeins kostar neyslan mikla peninga heldur er ýmis- legt gert til að ýta undir þá skoðun að kókaín sé fyrir ríka og útvalda. Til dæmis er kókaínduftið sogið í nefið í gegnum samvafinn fimmþúsundkall eða úr gullskeið. Ahrifm af kókaíni eru líka til þess fallin að vera að skapi ungs fólks á uppleið, en þar gildir að vera rífandi skemmtilegur og snjall. Neytandi verður kvikur og fyllist sjálfstrausti og finnst hann geta sigrað heiminn einn síns liðs. Aftur á móti hafa kannabis- efni, sem bæði eru ódýrari og algeng- ari, þau áhrif að neytandinn verður sljór og sinnulaus. Til skamms tíma var kókaín algengt staðdeyfilyf í lækningum. — Þetta er mjög gott lyf sem slíkt, ef ekki væri fyrir það hversu ávanabindandi það er, segir Örn Guðmundsson, deildar- lyfjafræðingur Lyfjaverslunar ríkis- ins. Lyfjaverslunin framleiðir enn kókaíndropa í litlu magni sem notaðir eru við háls-, nef- og eyrnalækningar. Kókaín er unnið úr samnefndri plöntu sem vex villt, aðallega í hálendi Suður-Ameríku. A síðustu árum hefur stóraukin ræktun kókaínplöntunnar verið aðalástæðan fyrir miklu fram- boði á fíkniefninu. Það leiðir aftur til þess að verðfall hefur orðið á kókaíni og talið er að það muni kalla á aukna neyslu. Lögregluyfirvöld í Vestur- Evrópu óttast að ódýrt kókaín flæði yfir álfuna á næstunni og aukin harka fíkniefnalögreglu í Bandaríkjunum flýti holskeflunni. í lyfjahandbókum segir að 20 milli- grömm (tveir hundruðustu af grammi) af hreinu kókaíni geti drepið full- hraustan mann. Sjaldnast er á boðstól- um hreint kókaín og er það oftast blandað þrúgusykri. — Eg er sannfærður um að kókaín- vandamálið hérlendis er miklu meira en menn vilja viðurkenna og vandinn mun halda áfram að aukast, segir mað- ur sem hefur reynslu af misnotkun kókaíns. ” pv ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.