Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 11
vikurnar í gamla tukthúsinu á Skóla-
vörðustíg. Það er einsdæmi að grunaður
maður hafi setið svona lengi inni á meðan
lögregla leitar sönnunargagna.
Venjulegir menn játa á sig nánast hvaða
afbrot sem er eftir hálfs árs einangrun.
Fíkniefnalögreglan á því ekki að venjast
að menn, sem hún er sannfærð um að hafi
brotið af sér, neiti fram í rauðan dauðann.
Gæsluvarðhald í lengri eða skemmri u'ma
gerir sakborninga meyra og fúsa til að játa
á sig sakir.
Björn Halldórsson, fulltrúi í fíkniefna-
lögreglunni, segist ekki muna eftir að
nokkur maður hafi setið jafn lengi í gæslu-
varðhaldi vegna fíkniefnamáls og þriðji
maðurinn. Þegar lögreglunni varð ekkert
ágengt með þriðja manninn var unnusta
hans og barnsmóðir handtekin og henni
haldið í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð.
Rökstuðningur lögreglunnar fyrir varð-
haldinu var að unnustan væri samsek. I
blaðaviðtali í október á liðnu ári sagði
Reynir Kjartansson, fulltrúi í fíkniefna-
lögreglunni, að „kannski“ hefði unnustu
þriðja mannsins verið haldið í gæsluvarð-
haldi til að þvinga hann til játningar. (Sjá
einnig á bls.10)
Kenning lögreglunnar er að þriðji
maðurinn hafi skipulagt smyglið og
fjármögnun þess. Hann stofnaði bílaleigu
vorið 1988 ásamt öðrum þeirra sem játa
smyglið. Arðurinn af bílaleigunni var not-
aður til að kaupa kókaínið í Bandaríkjun-
um, að áliti lögreglunnar. Annar tvímenn-
ingurinn játar að hafa farið til Bandaríkj-
anna haustið 1988 og í slagtogi með
vinkonu sinni keypt efnið á meðan hinn
viðurkennir að hafa átt bifreiðina sem not-
uð var til að smygla kókaíninu til Islands.
Þrátt fyrir átta mánaða lögreglurann-
sókn og að ítrustu þvingunarmeðala væri
beitt til að knýja fram játningu vantar
áþreifanlegar sannanir fyrir þátttöku
þriðja mannsins. Saksóknari verður þess
vegna að byggja ákæruna að mestu leyti á
vitnisburði tvímenningana, auk annarra
sem málinu tengjast. Egill Stephensen
saksóknari segist aðeins muna eftir einu
öðru tilfelli þar sem meintur höfuðpaur í
fíkniefnamáli neitaði aðild og einu sönn-
unargögnin voru framburður vitna. I því
tilfelli var sakborningur sýknaður í undir-
rétti en dæmdur í Hæstarétti.
Búist er við að Guðjón Marteinsson
dómari við sakadóm Reykjavíkur muni
kveða upp dóm yfir þremenningunum
öðru hvoru megin við mánaðamótin maí/
júní en réttarhald hófst í páskavikunni.
Kókaíneitrið.
DÝRT OG HÆTTULEGT
Óttast að framboð á ódýru kókaíni muni aukast á næstunni í Evrópu.
Kókaín er dýrt fíkniefni. Neytandi
sem er háður efninu notar eitt gramm
á dag og það kostar um 10 þúsund
krónur. Þeir sem neyta kókaíns eiga
gjarnan að baki aðra misnotkun
vímuefna, ýmist áfengis eða kanna-
bisefna (hass og marjuhana), að sögn
meðferðarráðgjafa.
Það loðir við kókaínið og notkun
þess að neytendurnir tilheyri efri stétt-
um samfélagsins. Ekki aðeins kostar
neyslan mikla peninga heldur er ýmis-
legt gert til að ýta undir þá skoðun að
kókaín sé fyrir ríka og útvalda. Til
dæmis er kókaínduftið sogið í nefið í
gegnum samvafinn fimmþúsundkall
eða úr gullskeið.
Ahrifm af kókaíni eru líka til þess
fallin að vera að skapi ungs fólks á
uppleið, en þar gildir að vera rífandi
skemmtilegur og snjall. Neytandi
verður kvikur og fyllist sjálfstrausti og
finnst hann geta sigrað heiminn einn
síns liðs. Aftur á móti hafa kannabis-
efni, sem bæði eru ódýrari og algeng-
ari, þau áhrif að neytandinn verður
sljór og sinnulaus.
Til skamms tíma var kókaín algengt
staðdeyfilyf í lækningum. — Þetta er
mjög gott lyf sem slíkt, ef ekki væri
fyrir það hversu ávanabindandi það er,
segir Örn Guðmundsson, deildar-
lyfjafræðingur Lyfjaverslunar ríkis-
ins. Lyfjaverslunin framleiðir enn
kókaíndropa í litlu magni sem notaðir
eru við háls-, nef- og eyrnalækningar.
Kókaín er unnið úr samnefndri
plöntu sem vex villt, aðallega í hálendi
Suður-Ameríku. A síðustu árum hefur
stóraukin ræktun kókaínplöntunnar
verið aðalástæðan fyrir miklu fram-
boði á fíkniefninu. Það leiðir aftur til
þess að verðfall hefur orðið á kókaíni
og talið er að það muni kalla á aukna
neyslu. Lögregluyfirvöld í Vestur-
Evrópu óttast að ódýrt kókaín flæði
yfir álfuna á næstunni og aukin harka
fíkniefnalögreglu í Bandaríkjunum
flýti holskeflunni.
í lyfjahandbókum segir að 20 milli-
grömm (tveir hundruðustu af grammi)
af hreinu kókaíni geti drepið full-
hraustan mann. Sjaldnast er á boðstól-
um hreint kókaín og er það oftast
blandað þrúgusykri.
— Eg er sannfærður um að kókaín-
vandamálið hérlendis er miklu meira
en menn vilja viðurkenna og vandinn
mun halda áfram að aukast, segir mað-
ur sem hefur reynslu af misnotkun
kókaíns.
” pv
ÞJÓÐLÍF 11