Þjóðlíf - 01.04.1990, Síða 42
MENNING
Constance eiginkona Wildes og
sonurinn Cyril.(1889)
Wilde með ástmanninum
„Bosie“.
í borgaralegum klæðum.
íprinsabúningi með kunningja s/num fyrir dansleik 1878.
„Þcið eru einungis tvœr tragedíur til í
lífinu. Önnur er sú að fá ekki það, sem
mann langar í, hin er að fá það “
OSCAR
WILDE
í TÍSKU
EINAR HEIMISSON
Fyrir skömmu sýndi sjónvarpið víð-
frægan þátt um Oscar Wilde, þann
alræmda glaumgosa nítjándu aldar, sem
að lokum var dæmdur í fangelsi fyrir sam-
kynhneigð. Fyrir nokkru kom einnig út
ævisaga Wildes eftir Bandaríkjamann að
nafni Richard Ellmann.
Ellmann helgaði alls rúm 30 ár ævi sinnar
því verkefni að rannsaka líf Oscars Wild-
es. Hann gerði sér far um að grafa upp
hvert einasta smáatriði í lífi þessarar dul-
arfullu persónu, sem heillaði og hneyksl-
aði yfirstéttarheim Lundúna á öldinni sem
leið. Raunar var persóna Wildes feimnis-
mál í Bretlandi í áratugi eftir dauða hans.
Oscar Wilde fæddist í Dyflinni á írlandi
árið 1854. Þegar hann kom til náms í
Magdalen-háskólanum í Oxford í Eng-
landi árið 1874 hafði hann hins vegar þegar
vanið sig af írskum framburði og vakti
athygli fyrir flosmjúkt tungutak og rödd,
sem þótti hljóma,, eins og fiðla“.
Hann varð fljótlega frægt skáld en þó
ekki hvað síst fyrir orðheppni sína. Hann
komst í tísku meðal virðulegra borgara í
Lundúnum Viktóríutímans með gaman-
málum sínum, varð eftirsóttur, nánast
nauðsynlegur gestur í veislum og öðrum
skemmtunum yfirstéttarinnar. Um leið
var hann alþekktur glaumgosi og kvenna-
maður: ungar Lundúnasnótir féllu fyrir
honum á augabragði og hann nýtti sér það
út í ystu æsar. Hann fékk sífyllis aðeins 24
ára og beið við það varanlegt tjón á heilsu
sinni.
Fyrirlestraferð Wildes um Bandaríkin
árið 1882 varð víðfræg og þar eins og ann-
ars staðar varð hann óopinber leiðtogi
tísku,, hins fagra“. Allir vildu sjá hann,
þennan fagurkera, sem klæddist mjög
áberandi fötum: skartlituðum jökkum,
hnébuxum og grænum sokkum. Sjálfur
dró hann ekki dul á áhuga sínum á eigin
líkama og sagði jafnframt að sér fyndist
afturendi sinn fegurstur af öllu, hann væri
„eins og selló“ í útliti. Sagt er að á nokkr-
um mánuðum í Bandaríkjunum hafi Wil-
42 ÞJÓÐLÍF