Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 55
Desember er mánuður jóla- hátíðarinnar, áramótanna og alls sem því fylgir. En hann er ekki einungis hátíðlegur vegna gjafa, veisluhalda og fjölskyldufunda því fleira hangir á ánægjuspýtunni. Fæðingartölur í mörgum löndum sanna svo ekki verð- ur um það efast að bólfarir fólks eru tíðari og/eða árang- ursríkari í þeim mánuði en öðrum mánuðum ársins. Tveir fróðleiksfúsir menn við háskólann í Michican í Bandaríkjunum tóku sér það fyrir hendur að kanna sveiflur á fæðingartölum í landinu árin 1942-81. Þeir komust að því að fæðingar voru tíðari í septem- ber en öðrum mánuðum, níu mánuðum eftir hinn frost- kalda desember. Könnun þeirra leiddi jafnframt í ljós að ljósmæður áttu náðugasta daga í apríl og maí sem þykir benda til þess að hitamolla í júlí og ágúst slævi ástríðuhita fólks. Þó að mismunandi veðurfar geti skýrt þennan mun, geta menn sér þess til að hátíðahöld og gleðistundir jólanna dragi þann dilk á eftir sér sem lítur dagsins ljós þremur ársfjórð- ungum síðar. Ekki fer hjá því að glöggir menn sjái nú í hendi sér skýr- ingu á því að fæðingartala á íslandi er hærri í öllum mán- uðum en víðast hvar annars staðar. Þegar sumarið lætur vart sjá sig skal engan undra að fólk noti þær aðferðir sem það kann til að halda á sér hita, jafnvel þó að almanakið sýni sumarmánuð. Tölfræðileg gögn sýna þó, þrátt fyrir allt, að fæðingar hér dreifast ekki jafnt yfir árið, fremur en ann- ars staðar. Fæðingar eru flest- ar í maí-júlí, voru t.d. árið 1988 frá 417-445 í þessum mánuðum en fæstar voru þær sama ár í nóvember og desem- ber, 354 og 338. Þessar tölur eru í samræmi við meðaltal margra ára. Á einu ári leggur bavíani að baki um 2500 kílómetra, allt á um 32 ferkílómetra svæði. Ferðirnar eru farnar til að leita að fæðu, vatni og hentugum náttstað. ★ Svartklæddur knatt- spyrnumaður hlýtur oftar dóm fyrir brot en sá sem er í búningi í öðrum lit. Heimsins hæsta einhjóls- reiðhjóli var einungis hjól- að 114,6 m. Þess skal getið til skýringar að það var 31,01 m á hæð. Hjólreiða- túrinn fór fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Á hverri mínútu minnka regnskógar heimsins svo nemur um fjörutíu fót- boltavöllum. ★ Verðandi foreldrar bindast fóstrinu fastari böndum ef þeir vita ekki kyn þess. Áhuginn virðist minnka þegar sú vitneskja er feng- Leghitun í stað legnáms Hópur lækna og annarra vís- indamanna hefur þróað ein- falda aðferð til að ráða bót á asatíðum og þannig forðað þúsundum kvenna frá því að þurfa að gangast undir leg- nám, þ.e. að legið sé fjarlægt. Aðferðin er fólgin í því að hita slímhúð legsins. Asatíðir eru alltíður kvilli og eins og nafnið gefur til kynna felst hann í því að tíðablæðing- ar verða óeðlilega miklar í hverjum mánuði. Helsta ráð til úrbóta fram til þessa hefur verið að fjarlægja legið. Leg- nám er mikil aðgerð og krefst langrar sjúkrahússlegu og það tekur margar vikur að ná full- um bata. Nokkurra hliðar- verkana gætir einnig. Á Bret- landi voru gerðar rúmlega 65.000 legnámsaðgerðir 1985 og kostnaðurinn er umtals- verður, svo ekki sé minnst á þjáningar kvennanna. Hópurinn sem stóð að þró- un hinnar nýju læknisaðferðar beitti henni til lækninga á 44 sjálfboðaliðum á aldrinum 35 til 50 ára og 87% þeirra náðu nokkrum eða algerum bata. Leghitunin er gerð þannig að leghálsinn er víkkaður og hit- ari úr ryðfríðu stáli er færður gegnum hálsinn og upp í legið. Hitarinn gefur frá sér hita- geisla sem hita slímhúð legsins í um 60°C í um 20 mínútur. Meðferðin skaðar ekki ná- læga vefi eða líffæri þar eð hit- unin nær ekki út fyrir legið. Auk þess getur sjúklingurinn farið heim að lokinni meðferð en þarf ekki að leggjast inn á sjúkrahús. Leghitunin virðist ekki hafa miklar aukaverkanir í för með sér. Nokkrar konur kvörtuðu þó undan kviðarholsverkjum og þær sem verst voru haldnar þurftu reyndar á sjúkrahúsvist að halda, en aðeins í eina nótt. Ekki verður unnt að nota þessa aðferð almennt fyrr en frekar hefur verið fylgst með þeim konum sem undir hana gengust og tryggt þykir að henni fylgi ekki óheppilegar afleiðingar og að hún sé varan- leg lækning kvillans. ÞJÓÐLÍF 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.