Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 56
FIMMTUGT FÉLAG
SJÚKRAÞJÁLFARA
Félag íslenskra nuddkvenna er orðið að Félagi íslenskra sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar vinna
mikið fyrirbyggjandi starfog taka þátt íþví að skapa heilbrigðan lífstíl hjá fólki,
segir Guðrún Sigurjónsdóttir formaður félagsins
Það tók að fjölga verulega í félaginu
þegar námsbraut í sjúkraþjálfun var
stofnuð við Háskóla íslands 1976. í dag
eru félagsmenn um 220 talsins, en þegar
félagið var stofnað fyrir fimmtíu árum
voru stofnfélagar átta konur sem lært
höfðu sjúkraleikfimi. Nafn á félagið
vafðist nokkuð fyrir brautryðjendunum,
að lokum völdu þær nafnið Félag ís-
lenskra nuddkvenna, sagði Guðrún Sig-
urjónsdóttir formaður Félags íslenskra
sjúkraþjálfara, sem nú í vor heldur upp á
fimmtíu ára starfsafmæli.
— Viðhorfið gagnvart sjúkraþjálfun
hefur breyst mikið frá því þessar átta kon-
ur komu saman á heimili Torfhildar
Helgadóttur í Bankastræti og stofnuðu fé-
lagið. í þá daga unnu þær hjá nuddlækn-
um sem þá voru nokkir starfandi í Reykja-
vík. í dag miðast starf sjúkraþjálfarans
ekki lengur eingöngu við að nudda eymsli
úr sjúklingum heldur miklu frekar að fá
hann til að vinna með sjálfan sig. Sjúkra-
SÆVAR GUÐBJÖRNSSON
þjálfarar vinna mikið fyrirbyggjandi starf
og taka þátt í því að skapa heilbrigðan
lífstíl hjá fólki, sagði Guðrún.
Að sögn Guðrúnar hafa kjaramálin
verið helsta verkefnifélagsins frá byrjun. í
upphafi var félagið stofnað til þess að
reyna að ná samningum við nuddlækna en
það var ekki fyrr en eftir sextán ára baráttu
að það tókst. í seinni tíð hefur kjarabarátt-
an aðallega verið háð við Tryggingarstofn-
un ríkisins um það eftir hvaða töxtum
sjúkraþjálfarar eiga að fá greitt.
Eins og fyrr segir stofnuðu konur félag-
ið en þær hafa alla tíð verið í miklum
meirihluta þeirra sem hafa stundað
sjúkraþjálfun og þannig er það norðan
Alpa, í Suður- Evrópu stunda aðallega
karlmenn þetta starf en þeim hefur farið
jafnt og þétt fjölgandi hin síðari ár hér á
landi sem og annars staðar í Norður
Evrópu, sagði Guðrún. Fram að því að
námsbraut í sjúkraþjálfun var stofnuð við
Háskóla íslands sóttu íslenskir sjúkra-
þjálfarar nám sitt til Norðurlanda og Bret-
lands.
Guðrún sagði að enn væri nokkuð í land
með að þörfinni fyrir sjúkraþjálfara væri
fullnægt. Ástandið væri sæmilegt á Stór-
Reykjavíkursvæðinu en víða væri tilfinn-
anlegur skortur á þeim úti á landi.
Með hvað hætti ætlið þið að minnast
þess að 50 ár eru liðin frá því þessar átta
konur söfnuðust saman í Bankastræt-
inu?
— Við göngumst fyrir ráðstefnu 20. —
21.apríl sem ber yfirskriftina „Heilbrigði
frá gemaði til grafar“. Þar verður fjallað
um ýmis málefni eins og neysluvenjur og
mataræði, heilbrigði á vinnustað, reyking-
ar, nýfædda barnið, svo fáeinir af þeim
fyrirlestrum sem fluttir verða séu nefndir,
sagði Guðrún sem verið hefur formaður
Félags íslenskra sjúkraþjálfara frá 1988.
Félagið er nú í BHMR en hefur bæði átt
aðild að BSRB og Alþýðusambandi ís-
lands. ()
56 ÞJÓÐLÍF